Hvað næst? Þorvaldur Gylfason skrifar 10. september 2009 06:00 Innan tíðar fæst úr því skorið, hvað verður um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans með fulltingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Sjóðurinn er engin boðflenna á Íslandi. Hann er hér í boði stjórnvalda. Sumir vara við sjóðnum og hampa þeirri gagnrýni, sem hann hefur sætt á fyrri tíð, einkum vegna aðkomu hans að nokkrum Asíulöndum 1997-98 og Argentínu 2002. Atlagan missir þó marks, því að efnahagsáætlun Íslands nú víkur í veigamiklum atriðum frá fyrri áætlunum, sem sjóðurinn hefur stutt annars staðar. Fyrri gagnrýni á sjóðinn á því ekki við nú um Ísland. Einstrengingur?Frávikin eru tvö. Í fyrra lagi hafa stjórnvöld með samþykki sjóðsins gripið til tímabundinna gjaldeyrishafta til að freista þess að aftra enn frekara gengisfalli krónunnar en orðið er. Af þessu má sjá, að sjóðurinn aðhyllist ekki frjálsar fjármagnshreyfingar út í æsar. Hann virðir þá skoðun, að stjórnvöld geta í neyð þurft að hefta fjármagnsflutninga um tíma. Það er því ekki rétt, að sjóðurinn og starfsmenn hans trúi í blindni á frjálsan markað. Einstrengingur er ekki góð hagfræði.Í síðara lagi ákváðu stjórnvöld með samþykki sjóðsins að bíða í eitt ár með brýnar aðgerðir í ríkisfjármálum, umbera mikinn halla á ríkisbúskapnum í ár í kjölfar hrunsins og hefjast síðan handa um strangt aðhald á næsta ári. Af þessu má sjá, að sjóðurinn tekur mið af staðháttum. Hann reynir ekki að steypa öll lönd í sama mót. Bandaríski prófessorinn Joseph Stiglitz, einn merkasti hagfræðingur samtímans, er sömu skoðunar eins og hann lýsti um daginn í sjónvarpsviðtali við Egil Helgason blaðamann og einnig á fjölmennum fundi í Háskóla Íslands. Stiglitz hefur áður gagnrýnt sjóðinn harkalega fyrir ýmislegt, en hann telur, að sú gagnrýni eigi ekki við um Ísland nú. Land…Aðkoma AGS að Íslandi var nauðsynleg, þar eð íslenzk stjórnvöld stóðu ráðþrota frammi fyrir hruninu. Þau þurftu því á hjálp að utan að halda, bæði ráðgjöf og lánsfé. Efnahagsáætlun stjórnvalda, sem hrundið var í framkvæmd í nóvember 2008 með hjálp AGS, er eftir atvikum vænleg til árangurs, svo langt sem hún nær. Það spillir þó horfunum, að stjórnvöld hafa ekki fylgt áætluninni til fulls. Þessar tafir valda mestu um, að endurskoðun áætlunarinnar, sem átti að fara fram í febrúar, hefur ekki enn farið fram. Sjóðurinn sýndi Íslandi þolinmæði með því að fallast á frestun á gagngerri stefnubreytingu í ríkisfjármálum í eitt ár, en stjórnvöld virðast hafa misskilið frestinn. Þau virðast ekki skynja nauðsyn þess að hafa hraðar hendur til að aftra öðru hruni og enn frekara gengisfalli. Í Asíu sætir sjóðurinn nú ámæli fyrir að sýna Íslandi linkind.Efnahagsáætlun stjórnvalda með stuðningi AGS tilgreinir samstæðar lágmarksaðgerðir, sem þarf til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Stjórnvöld þurfa að ráðast í margvíslegar frekari umbætur á eigin spýtur. Við höfum til dæmis ekki efni á að halda áfram að íþyngja neytendum og skattgreiðendum með búvöruinnflutningsbanni, sem á engan sinn líka í Evrópu. Sjóðurinn skiptir sér ekki af landbúnaðarmálum, en ríkisstjórnin ætti að taka málið upp ótilkvödd og mörg önnur mál af sama toga í stað þess að halda áfram að draga lappirnar. …og sjór, og orkaAGS gerði skyssu fyrir hrun. Hann hefði í tæka tíð átt að taka kröftuglega undir viðvaranir úr ýmsum áttum um óhóflega skuldasöfnun bankanna og ónógan gjaldeyrisforða Seðlabankans, en gerði það ekki fyrr en undir það síðasta, þótt tiltækar hagtölur veittu ærið tilefni til. Sjóðnum verður þó varla legið á hálsi fyrir að hafa ekki tekið tímanlega undir viðvaranir annarra. Sjóðurinn hefur ekkert boðvald á Íslandi. Ríkisstjórninni er í sjálfsvald sett, hvort hún þiggur aðstoð hans eða ekki. Hrunið er afleiðing ábyrgðarlausrar hagstjórnar, fíflagangs, græðgi, hroka og spillingar langt aftur í tímann, og sjóðurinn ber enga ábyrgð á því.Hann hefur þvert á móti reynt að þoka stjórnvöldum í rétta átt með því til dæmis að mæla með veiðigjaldi í stað ókeypis kvótaúthlutunar, sem reyndist vera mannréttindabrot samkvæmt úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna 2007. Mannréttindabrotin halda áfram í boði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eins og ekkert hafi í skorizt. Joseph Stiglitz mælti gegn ókeypis úthlutun aflakvóta á fundinum í Háskólanum um daginn eins og hann hefur gert í fyrri heimsóknum til Íslands. Hann varar eindregið við sams konar meðferð á öðrum auðlindum þjóðarinnar, því þær eru einnig þjóðareign. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Innan tíðar fæst úr því skorið, hvað verður um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans með fulltingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Sjóðurinn er engin boðflenna á Íslandi. Hann er hér í boði stjórnvalda. Sumir vara við sjóðnum og hampa þeirri gagnrýni, sem hann hefur sætt á fyrri tíð, einkum vegna aðkomu hans að nokkrum Asíulöndum 1997-98 og Argentínu 2002. Atlagan missir þó marks, því að efnahagsáætlun Íslands nú víkur í veigamiklum atriðum frá fyrri áætlunum, sem sjóðurinn hefur stutt annars staðar. Fyrri gagnrýni á sjóðinn á því ekki við nú um Ísland. Einstrengingur?Frávikin eru tvö. Í fyrra lagi hafa stjórnvöld með samþykki sjóðsins gripið til tímabundinna gjaldeyrishafta til að freista þess að aftra enn frekara gengisfalli krónunnar en orðið er. Af þessu má sjá, að sjóðurinn aðhyllist ekki frjálsar fjármagnshreyfingar út í æsar. Hann virðir þá skoðun, að stjórnvöld geta í neyð þurft að hefta fjármagnsflutninga um tíma. Það er því ekki rétt, að sjóðurinn og starfsmenn hans trúi í blindni á frjálsan markað. Einstrengingur er ekki góð hagfræði.Í síðara lagi ákváðu stjórnvöld með samþykki sjóðsins að bíða í eitt ár með brýnar aðgerðir í ríkisfjármálum, umbera mikinn halla á ríkisbúskapnum í ár í kjölfar hrunsins og hefjast síðan handa um strangt aðhald á næsta ári. Af þessu má sjá, að sjóðurinn tekur mið af staðháttum. Hann reynir ekki að steypa öll lönd í sama mót. Bandaríski prófessorinn Joseph Stiglitz, einn merkasti hagfræðingur samtímans, er sömu skoðunar eins og hann lýsti um daginn í sjónvarpsviðtali við Egil Helgason blaðamann og einnig á fjölmennum fundi í Háskóla Íslands. Stiglitz hefur áður gagnrýnt sjóðinn harkalega fyrir ýmislegt, en hann telur, að sú gagnrýni eigi ekki við um Ísland nú. Land…Aðkoma AGS að Íslandi var nauðsynleg, þar eð íslenzk stjórnvöld stóðu ráðþrota frammi fyrir hruninu. Þau þurftu því á hjálp að utan að halda, bæði ráðgjöf og lánsfé. Efnahagsáætlun stjórnvalda, sem hrundið var í framkvæmd í nóvember 2008 með hjálp AGS, er eftir atvikum vænleg til árangurs, svo langt sem hún nær. Það spillir þó horfunum, að stjórnvöld hafa ekki fylgt áætluninni til fulls. Þessar tafir valda mestu um, að endurskoðun áætlunarinnar, sem átti að fara fram í febrúar, hefur ekki enn farið fram. Sjóðurinn sýndi Íslandi þolinmæði með því að fallast á frestun á gagngerri stefnubreytingu í ríkisfjármálum í eitt ár, en stjórnvöld virðast hafa misskilið frestinn. Þau virðast ekki skynja nauðsyn þess að hafa hraðar hendur til að aftra öðru hruni og enn frekara gengisfalli. Í Asíu sætir sjóðurinn nú ámæli fyrir að sýna Íslandi linkind.Efnahagsáætlun stjórnvalda með stuðningi AGS tilgreinir samstæðar lágmarksaðgerðir, sem þarf til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Stjórnvöld þurfa að ráðast í margvíslegar frekari umbætur á eigin spýtur. Við höfum til dæmis ekki efni á að halda áfram að íþyngja neytendum og skattgreiðendum með búvöruinnflutningsbanni, sem á engan sinn líka í Evrópu. Sjóðurinn skiptir sér ekki af landbúnaðarmálum, en ríkisstjórnin ætti að taka málið upp ótilkvödd og mörg önnur mál af sama toga í stað þess að halda áfram að draga lappirnar. …og sjór, og orkaAGS gerði skyssu fyrir hrun. Hann hefði í tæka tíð átt að taka kröftuglega undir viðvaranir úr ýmsum áttum um óhóflega skuldasöfnun bankanna og ónógan gjaldeyrisforða Seðlabankans, en gerði það ekki fyrr en undir það síðasta, þótt tiltækar hagtölur veittu ærið tilefni til. Sjóðnum verður þó varla legið á hálsi fyrir að hafa ekki tekið tímanlega undir viðvaranir annarra. Sjóðurinn hefur ekkert boðvald á Íslandi. Ríkisstjórninni er í sjálfsvald sett, hvort hún þiggur aðstoð hans eða ekki. Hrunið er afleiðing ábyrgðarlausrar hagstjórnar, fíflagangs, græðgi, hroka og spillingar langt aftur í tímann, og sjóðurinn ber enga ábyrgð á því.Hann hefur þvert á móti reynt að þoka stjórnvöldum í rétta átt með því til dæmis að mæla með veiðigjaldi í stað ókeypis kvótaúthlutunar, sem reyndist vera mannréttindabrot samkvæmt úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna 2007. Mannréttindabrotin halda áfram í boði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eins og ekkert hafi í skorizt. Joseph Stiglitz mælti gegn ókeypis úthlutun aflakvóta á fundinum í Háskólanum um daginn eins og hann hefur gert í fyrri heimsóknum til Íslands. Hann varar eindregið við sams konar meðferð á öðrum auðlindum þjóðarinnar, því þær eru einnig þjóðareign.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun