Grunaður um karlrembu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 3. febrúar 2010 06:00 Maður fær enga forgjöf lengur á Spáni fyrir það að vera Íslendingur. Það er einn af kostunum við nýja Ísland. „Svo þú ert Íslendingur," sagði Juan á bæjarskrifstofu Zújar þegar ég var að gera grein fyrir búsetu minni þar í bæ með þar til gerðum pappírum. Síðan spurði hann hvort Eyjólfsson væri móðurnafn mitt. „Nei það er föðurnafnið," svaraði ég. „Nú er Sigurður þá móðurnafnið?" Ég útskýrði fyrir honum að við Íslendingar tækjum venjulega ekki eftirnafn frá móður líkt og Spánverjar. „Eruð þið svona miklar karlrembur?" Mér þótti þessi aðfinnsla hjá honum til marks um breytt viðhorf Spánverja í garð Íslendinga. Áður var ég borinn á höndum þegar ég greindi frá þjóðerni mínu hér syðra. Hófst þá venjulega spánskur lofsöngur um Sigur Rós, Björk og einstaka sinnum um Eið Smára. Það var líka eins og spanjólarnir væru upp með sér að Íslendingur sýndi af sér þá auðmýkt að yfirgefa allsnægtirnar í þessu forríka fyrirmyndarlandi og drífa sig á Íberíuskagann til að borða af sama brauði og spænskur lýður. Þá voru mér allar dyr opnar en svo sat ég skyndilega í eins konar yfirheyrslum, grunaður um karlrembu. Ég varðist þó ásókn Juans fimlega og minntist á Vigdísi Finnboga, Kvennalistann og að allir handhafar forsetavalds væru konur. Ég var við það að sannfæra hann um hvað við værum mikil kvenfrelsisþjóð þegar hann spurði hvort íslenskan væri fallegt tungumál. Svaraði ég játandi og því til staðfestingar þuldi ég Þorraþrælinn. Hinn sjálfmiðaði Spánverji vildi hins vegar annað sýnishorn. „Hvernig segir maður „español" á íslensku?" spurði hann. „Spánverji" segi ég á minni ylhýru. „En española?" spyr hann þá. Þá voru góð ráð dýr. Ég var við það að hringja í Steinunni Valdísi en hún fann ekki einu sinni kvenkynsorð fyrir ráðherra svo varla fyndi hún neitt fyrir Spánverja. Baráttunni við Juan lauk síðan yfir bjórglasi á barnum. Var oft hart tekist á en síðan skildum við í mesta bróðerni, staðráðnir í því að taka upp þráðinn aftur við fyrsta hentugleika. Það var ekki svona auðvelt að finna drykkjufélaga á Spáni í þá daga þegar Ísland var forríka fyrirmyndarríkið og hin þunglyndislega Sigur Rós blés spænskum viðhlæjendum anda í brjóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun
Maður fær enga forgjöf lengur á Spáni fyrir það að vera Íslendingur. Það er einn af kostunum við nýja Ísland. „Svo þú ert Íslendingur," sagði Juan á bæjarskrifstofu Zújar þegar ég var að gera grein fyrir búsetu minni þar í bæ með þar til gerðum pappírum. Síðan spurði hann hvort Eyjólfsson væri móðurnafn mitt. „Nei það er föðurnafnið," svaraði ég. „Nú er Sigurður þá móðurnafnið?" Ég útskýrði fyrir honum að við Íslendingar tækjum venjulega ekki eftirnafn frá móður líkt og Spánverjar. „Eruð þið svona miklar karlrembur?" Mér þótti þessi aðfinnsla hjá honum til marks um breytt viðhorf Spánverja í garð Íslendinga. Áður var ég borinn á höndum þegar ég greindi frá þjóðerni mínu hér syðra. Hófst þá venjulega spánskur lofsöngur um Sigur Rós, Björk og einstaka sinnum um Eið Smára. Það var líka eins og spanjólarnir væru upp með sér að Íslendingur sýndi af sér þá auðmýkt að yfirgefa allsnægtirnar í þessu forríka fyrirmyndarlandi og drífa sig á Íberíuskagann til að borða af sama brauði og spænskur lýður. Þá voru mér allar dyr opnar en svo sat ég skyndilega í eins konar yfirheyrslum, grunaður um karlrembu. Ég varðist þó ásókn Juans fimlega og minntist á Vigdísi Finnboga, Kvennalistann og að allir handhafar forsetavalds væru konur. Ég var við það að sannfæra hann um hvað við værum mikil kvenfrelsisþjóð þegar hann spurði hvort íslenskan væri fallegt tungumál. Svaraði ég játandi og því til staðfestingar þuldi ég Þorraþrælinn. Hinn sjálfmiðaði Spánverji vildi hins vegar annað sýnishorn. „Hvernig segir maður „español" á íslensku?" spurði hann. „Spánverji" segi ég á minni ylhýru. „En española?" spyr hann þá. Þá voru góð ráð dýr. Ég var við það að hringja í Steinunni Valdísi en hún fann ekki einu sinni kvenkynsorð fyrir ráðherra svo varla fyndi hún neitt fyrir Spánverja. Baráttunni við Juan lauk síðan yfir bjórglasi á barnum. Var oft hart tekist á en síðan skildum við í mesta bróðerni, staðráðnir í því að taka upp þráðinn aftur við fyrsta hentugleika. Það var ekki svona auðvelt að finna drykkjufélaga á Spáni í þá daga þegar Ísland var forríka fyrirmyndarríkið og hin þunglyndislega Sigur Rós blés spænskum viðhlæjendum anda í brjóst.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun