Pólitísk og efn Þorkell Sigurlaugsson skrifar 20. febrúar 2010 06:00 Það er ótrúlega margt líkt með rekstri fyrirtækis og þjóðfélags. Stjórn fyrirtækis og lykilstjórnendur, alveg eins og Alþingi og ríkisstjórn, þurfa að ná samstöðu í lykilmálum og vinna vel saman. Yfirleitt nær fyrirtæki eða þjóðfélag ekki góðum árangri nema stjórnendahópurinn sé samstíga. Á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands s.l. miðvikudag endurspeglaðist þetta víða í ræðum fyrirlesara ekki síst hjá Richard Vietor, prófessors við Harvard Business School. Lýsti hann meðal annars árangri margra ríkja við að takast á við efnahagserfiðleika á undanförnum áratugum. Hann nefndi nokkur dæmi í því sambandi. Stjórnvöld verða að tryggja skýran eignarrétt einstaklinga og fyrirtækja og skilvirkt atvinnulíf. Efnahagsstefna þar með talið skattastefna, peningamálastefna o.fl. þarf að styðja við stefnu stjórnvalda. Það þarf að ríkja frjálsræði í viðskiptum, en á sama tíma sterkt eftirlitskerfi með fjármálamarkaðnum. Ekki má líða spillingu og ósiðlega viðskiptahætti. Koma þarf í veg fyrir of mikin launamun í þjóðfélaginu, hvetja til sparnaðar, en jafnframt fjárfestingu til hagvaxtar. Íslendingar eru ekki einvörðungu að fást við bankahrun, efnahagshrun og gríðarlega miklar skuldir heldur ríkir einnig pólitísk kreppa í landinu. Á sama tíma og grípa þarf til róttækra aðgerða í efnahagsmálum, þá vantar samstöðu, skýra framtíðarsýn og sóknaráætlun í mikilvægum málaflokkum. Á Viðskiptaþingi kom greinileg fram mikill vilji að vinna með stjórnvöldum að samstöðu um endurreisn atvinnulífsins. Svo var að heyra á forsætisráðherra að ríkisstjórnin vilji jafnfram leita samstöðu. En samstarfsvilji er ekki nóg, það þarf að vera virkt samstarf og samstaða um stefnu og leiðir. Stjórnvöld og forsvarsmenn atvinnufyrirtækja eru ekki samstíga. Margir virðast halda að hægt sé að nýta áfram krónuna sem gjaldmiðil í framtíðinni og aðrir halda að hægt sé að taka upp Evru án þess að ganga í Evrópusambandið. Sumir láta sér dreyma um einhvern annan erlendan gjaldmiðil. Vonandi næst samstaða í Icesave málinu, en gjá er á milli atvinnulífsins og stjórnvalda í mikilvægum málum svo sem kvótamáli sjávarútvegsins, skattamálum og vaxtamálum. Það er tími til komin að við áttum okkur á því að án öflugs atvinnulífs og sterkra stjórnvalda náum við aldrei að byggja upp velferðarsamfélag á Íslandi. Það er því ekki undarlegt að þeirri spurningu væri varpað fram á Viðskiptaþingi: Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf? Þeirri spurningu var í raun svarað játandi, en þá verða stjórnvöld og atvinnulíf að vinna saman til að ná þeim markmiðum sem flestir virðast vera sammála um. Íslendingar verði áfram í hópi þeirra þjóða sem búa við hvað best lífskjör og lífsgæði. Núna þurfum við samstöðu og þjóðarátak til að vinna okkur út úr vandanum og tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það getum við vel gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun
Það er ótrúlega margt líkt með rekstri fyrirtækis og þjóðfélags. Stjórn fyrirtækis og lykilstjórnendur, alveg eins og Alþingi og ríkisstjórn, þurfa að ná samstöðu í lykilmálum og vinna vel saman. Yfirleitt nær fyrirtæki eða þjóðfélag ekki góðum árangri nema stjórnendahópurinn sé samstíga. Á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands s.l. miðvikudag endurspeglaðist þetta víða í ræðum fyrirlesara ekki síst hjá Richard Vietor, prófessors við Harvard Business School. Lýsti hann meðal annars árangri margra ríkja við að takast á við efnahagserfiðleika á undanförnum áratugum. Hann nefndi nokkur dæmi í því sambandi. Stjórnvöld verða að tryggja skýran eignarrétt einstaklinga og fyrirtækja og skilvirkt atvinnulíf. Efnahagsstefna þar með talið skattastefna, peningamálastefna o.fl. þarf að styðja við stefnu stjórnvalda. Það þarf að ríkja frjálsræði í viðskiptum, en á sama tíma sterkt eftirlitskerfi með fjármálamarkaðnum. Ekki má líða spillingu og ósiðlega viðskiptahætti. Koma þarf í veg fyrir of mikin launamun í þjóðfélaginu, hvetja til sparnaðar, en jafnframt fjárfestingu til hagvaxtar. Íslendingar eru ekki einvörðungu að fást við bankahrun, efnahagshrun og gríðarlega miklar skuldir heldur ríkir einnig pólitísk kreppa í landinu. Á sama tíma og grípa þarf til róttækra aðgerða í efnahagsmálum, þá vantar samstöðu, skýra framtíðarsýn og sóknaráætlun í mikilvægum málaflokkum. Á Viðskiptaþingi kom greinileg fram mikill vilji að vinna með stjórnvöldum að samstöðu um endurreisn atvinnulífsins. Svo var að heyra á forsætisráðherra að ríkisstjórnin vilji jafnfram leita samstöðu. En samstarfsvilji er ekki nóg, það þarf að vera virkt samstarf og samstaða um stefnu og leiðir. Stjórnvöld og forsvarsmenn atvinnufyrirtækja eru ekki samstíga. Margir virðast halda að hægt sé að nýta áfram krónuna sem gjaldmiðil í framtíðinni og aðrir halda að hægt sé að taka upp Evru án þess að ganga í Evrópusambandið. Sumir láta sér dreyma um einhvern annan erlendan gjaldmiðil. Vonandi næst samstaða í Icesave málinu, en gjá er á milli atvinnulífsins og stjórnvalda í mikilvægum málum svo sem kvótamáli sjávarútvegsins, skattamálum og vaxtamálum. Það er tími til komin að við áttum okkur á því að án öflugs atvinnulífs og sterkra stjórnvalda náum við aldrei að byggja upp velferðarsamfélag á Íslandi. Það er því ekki undarlegt að þeirri spurningu væri varpað fram á Viðskiptaþingi: Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf? Þeirri spurningu var í raun svarað játandi, en þá verða stjórnvöld og atvinnulíf að vinna saman til að ná þeim markmiðum sem flestir virðast vera sammála um. Íslendingar verði áfram í hópi þeirra þjóða sem búa við hvað best lífskjör og lífsgæði. Núna þurfum við samstöðu og þjóðarátak til að vinna okkur út úr vandanum og tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það getum við vel gert.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun