Krónan og kjörin Ólafur Stephensen skrifar 7. september 2010 06:00 Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, vakti athygli á því í viðtali hér í blaðinu í gær hversu nátengd kjaramál almennings eru ástandi gjaldmiðilsins. Hann sagði meðal annars að launafólk gæti aldrei sætzt á að krónan yrði svo veik að Ísland væri samkeppnisfært við láglaunalönd í framleiðslu. Forseti ASÍ benti á það sem margir aðdáendur íslenzku krónunnar vilja ekki ræða, að hinn „sveigjanlegi" gjaldmiðill okkar er æ ofan í æ notaður til að hafa af fólki tekjur þess og eignir þegar efnahagslífið verður fyrir áföllum. Lífskjör almennings eru færð niður til að bjarga afkomu útflutningsgreinanna svo að meiri gjaldeyrir komi inn í landið. Um leið og allt verður dýrara þegar innflutningur hækkar í verði rjúka bæði erlendar og verðtryggðar innlendar skuldir heimila og fyrirtækja upp. Stundum er eins og menn loki algjörlega augunum fyrir því að krónan hrundi. Á dögunum birtust til dæmis niðurstöður könnunar, sem sýndu að verðlag á mat og drykk á Íslandi væri orðið svipað og að meðaltali í Evrópusambandinu. Þetta þóttu ýmsum vinum krónunnar og andstæðingum ESB-aðildar góð tíðindi og þeir héldu því fram að þarna væri ein meginröksemd aðildarsinna, að ESB-aðild myndi lækka matarverð, rokin út í veður og vind. Þeir sem tala svona gleyma að taka með í reikninginn að matur og drykkur á Íslandi er eingöngu ódýrari fyrir þann sem fær launin sín í evrum eða öðrum erlendum gjaldmiðli. Íslenzkt launafólk, sem hefur verið svipt kaupmætti sínum með lækkun krónunnar, er verr sett en áður. Allar tilraunir til að gera fjármagnskostnað íslenzks almennings sambærilegan við það sem gerist í nágrannalöndunum eru sömuleiðis dæmdar til að mistakast á meðan við höldum í ónýtan gjaldmiðil. Í síðustu viku birtist athyglisverð grein í vefritinu Pressunni eftir Guðstein Einarsson, kaupfélagsstjóra í Borgarnesi. Hann reiknar út muninn á greiðslum af 20 milljóna króna húsnæðisláni í íslenzkum krónum, verðtryggðu með fimm prósenta vöxtum í 25 ár og hins vegar af sambærilegu láni hjá evrópskum banka á evrópskum vaxtakjörum. „Mismunurinn er 31,6 milljónir króna eða að meðaltali 105 þúsund krónur á mánuði, hvern mánuð í 25 ár," segir Guðsteinn og færir þannig rök fyrir því að skatturinn, sem krónan leggi á fjármögnun íslenzkrar fjölskyldu á meðalstóru húsnæði, sé um það bil þrjátíu milljónir króna. Gylfi Arnbjörnsson segir að Alþýðusambandið styðji aðildarviðræður við Evrópusambandið vegna þess að reynslan sýni að sveigjanlegur gjaldmiðill sé bara notaður til að taka af fólki kaupið. „Alþýðusambandið er ekki með kröfu um að gengið verði í Evrópusambandið hvað sem það kostar, en þetta er partur af umræðu um kjarasamninga, vegna þess að ég held að menn geti ekkert blekkt sig í því að krónan verði stöðugri en áður." Þeir, sem vilja tryggja kjör íslenzks almennings til frambúðar og stemma stigu við hinum gamla vítahring víxlhækkana launa og verðlags, verða að bjóða trúverðuga lausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Er hún til án aðildar að Evrópusambandinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, vakti athygli á því í viðtali hér í blaðinu í gær hversu nátengd kjaramál almennings eru ástandi gjaldmiðilsins. Hann sagði meðal annars að launafólk gæti aldrei sætzt á að krónan yrði svo veik að Ísland væri samkeppnisfært við láglaunalönd í framleiðslu. Forseti ASÍ benti á það sem margir aðdáendur íslenzku krónunnar vilja ekki ræða, að hinn „sveigjanlegi" gjaldmiðill okkar er æ ofan í æ notaður til að hafa af fólki tekjur þess og eignir þegar efnahagslífið verður fyrir áföllum. Lífskjör almennings eru færð niður til að bjarga afkomu útflutningsgreinanna svo að meiri gjaldeyrir komi inn í landið. Um leið og allt verður dýrara þegar innflutningur hækkar í verði rjúka bæði erlendar og verðtryggðar innlendar skuldir heimila og fyrirtækja upp. Stundum er eins og menn loki algjörlega augunum fyrir því að krónan hrundi. Á dögunum birtust til dæmis niðurstöður könnunar, sem sýndu að verðlag á mat og drykk á Íslandi væri orðið svipað og að meðaltali í Evrópusambandinu. Þetta þóttu ýmsum vinum krónunnar og andstæðingum ESB-aðildar góð tíðindi og þeir héldu því fram að þarna væri ein meginröksemd aðildarsinna, að ESB-aðild myndi lækka matarverð, rokin út í veður og vind. Þeir sem tala svona gleyma að taka með í reikninginn að matur og drykkur á Íslandi er eingöngu ódýrari fyrir þann sem fær launin sín í evrum eða öðrum erlendum gjaldmiðli. Íslenzkt launafólk, sem hefur verið svipt kaupmætti sínum með lækkun krónunnar, er verr sett en áður. Allar tilraunir til að gera fjármagnskostnað íslenzks almennings sambærilegan við það sem gerist í nágrannalöndunum eru sömuleiðis dæmdar til að mistakast á meðan við höldum í ónýtan gjaldmiðil. Í síðustu viku birtist athyglisverð grein í vefritinu Pressunni eftir Guðstein Einarsson, kaupfélagsstjóra í Borgarnesi. Hann reiknar út muninn á greiðslum af 20 milljóna króna húsnæðisláni í íslenzkum krónum, verðtryggðu með fimm prósenta vöxtum í 25 ár og hins vegar af sambærilegu láni hjá evrópskum banka á evrópskum vaxtakjörum. „Mismunurinn er 31,6 milljónir króna eða að meðaltali 105 þúsund krónur á mánuði, hvern mánuð í 25 ár," segir Guðsteinn og færir þannig rök fyrir því að skatturinn, sem krónan leggi á fjármögnun íslenzkrar fjölskyldu á meðalstóru húsnæði, sé um það bil þrjátíu milljónir króna. Gylfi Arnbjörnsson segir að Alþýðusambandið styðji aðildarviðræður við Evrópusambandið vegna þess að reynslan sýni að sveigjanlegur gjaldmiðill sé bara notaður til að taka af fólki kaupið. „Alþýðusambandið er ekki með kröfu um að gengið verði í Evrópusambandið hvað sem það kostar, en þetta er partur af umræðu um kjarasamninga, vegna þess að ég held að menn geti ekkert blekkt sig í því að krónan verði stöðugri en áður." Þeir, sem vilja tryggja kjör íslenzks almennings til frambúðar og stemma stigu við hinum gamla vítahring víxlhækkana launa og verðlags, verða að bjóða trúverðuga lausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Er hún til án aðildar að Evrópusambandinu?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun