Arkitektar móðgast á fundi þingnefndar 15. september 2010 06:00 Mörður Árnason Þingmaðurinn segist ekki skilja hvers vegna arkitektar kveinki sér undan orðum hans.Fréttablaðið/Valli „Þetta var argasti dónaskapur,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, formaður Arkitektafélags Íslands, um framkomu Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á fundi umhverfisnefndar Alþingis fyrir hálfum mánuði. Fulltrúar Arkitektafélagsins voru kallaðir á fund umhverfisnefndarinnar 30. ágúst. Félagið hafði áður veitt umbeðna umsögn um frumvarp til mannvirkjalaga og til skipulagslaga sem ræða átti á fundinum. Sigríður og tveir félagar hennar komu á fund nefndarinnar. „Mörður mætti okkur með miklum fordómum gagnvart því starfi sem arkitektar eru að vinna og fór með miklar rangfærslur eins og jafnan er þegar menn þekkja ekki vel til. Hann taldi að allt sem illa hefði farið í manngerðu umhverfi á Íslandi væri vegna aðkomu arkitekta,“ lýsir Sigríður. Sigríður segist hafa sent formanni nefndarinnar, Ólínu Þorvarðardóttur, sem er flokkssystir Marðar, tölvuskeyti eftir fundinn. „Ég sagði að þetta hefði komið okkur verulega á óvart og við værum hugsi yfir framkomu þingmannsins,“ segir Sigríður. Mörður Árnason segist ekki hafa heyrt af bréfi formanns Arkitektafélagsins. Það komi honum mjög á óvart að arkitektarnir skuli hafi móðgast og kveinkað sér undan orðum hans sem sögð hafi verið í samræðum í léttum dúr. Arkitektarnir hafi á fundinum sagst hafa áhyggjur af stöðu byggingarlistar á Íslandi. „Ég sagði að arkitektar bæru sinn hlut ábyrgðarinnar á því að byggingarlist á Íslandi sé með því móti sem raun ber vitni. Arkitektar eru ákaflega misjafnir eins og aðrar starfsstéttir. Sumir þeirra eru frábærir listamenn. Aðra arkitekta hefur því miður hent að láta faglegan heiður víkja fyrir peningasjónarmiðum,“ útskýrir Mörður. Ólína Þorvarðardóttir segist engar athugasemdir hafa við framgöngu Marðar. „Mín skoðun er sú að hann hafi verið að tala í hálfkæringi og verið frekar grínaktugur um ljótar byggingar sem væru teiknaðar af arkitektum. Ég held að ummælum Marðar hafi alls ekki verið ætlað að gera lítið út arkitektum,“ segir formaður umhverfisnefndar. „Við höfðum ekki húmor fyrir þessu en kannski er þetta ný tegund af íslenskri fyndni,“ segir formaður Arkitektafélagsins. gar@frettabladid.is Sigríður Magnúsdóttir Fréttir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Þetta var argasti dónaskapur,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, formaður Arkitektafélags Íslands, um framkomu Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á fundi umhverfisnefndar Alþingis fyrir hálfum mánuði. Fulltrúar Arkitektafélagsins voru kallaðir á fund umhverfisnefndarinnar 30. ágúst. Félagið hafði áður veitt umbeðna umsögn um frumvarp til mannvirkjalaga og til skipulagslaga sem ræða átti á fundinum. Sigríður og tveir félagar hennar komu á fund nefndarinnar. „Mörður mætti okkur með miklum fordómum gagnvart því starfi sem arkitektar eru að vinna og fór með miklar rangfærslur eins og jafnan er þegar menn þekkja ekki vel til. Hann taldi að allt sem illa hefði farið í manngerðu umhverfi á Íslandi væri vegna aðkomu arkitekta,“ lýsir Sigríður. Sigríður segist hafa sent formanni nefndarinnar, Ólínu Þorvarðardóttur, sem er flokkssystir Marðar, tölvuskeyti eftir fundinn. „Ég sagði að þetta hefði komið okkur verulega á óvart og við værum hugsi yfir framkomu þingmannsins,“ segir Sigríður. Mörður Árnason segist ekki hafa heyrt af bréfi formanns Arkitektafélagsins. Það komi honum mjög á óvart að arkitektarnir skuli hafi móðgast og kveinkað sér undan orðum hans sem sögð hafi verið í samræðum í léttum dúr. Arkitektarnir hafi á fundinum sagst hafa áhyggjur af stöðu byggingarlistar á Íslandi. „Ég sagði að arkitektar bæru sinn hlut ábyrgðarinnar á því að byggingarlist á Íslandi sé með því móti sem raun ber vitni. Arkitektar eru ákaflega misjafnir eins og aðrar starfsstéttir. Sumir þeirra eru frábærir listamenn. Aðra arkitekta hefur því miður hent að láta faglegan heiður víkja fyrir peningasjónarmiðum,“ útskýrir Mörður. Ólína Þorvarðardóttir segist engar athugasemdir hafa við framgöngu Marðar. „Mín skoðun er sú að hann hafi verið að tala í hálfkæringi og verið frekar grínaktugur um ljótar byggingar sem væru teiknaðar af arkitektum. Ég held að ummælum Marðar hafi alls ekki verið ætlað að gera lítið út arkitektum,“ segir formaður umhverfisnefndar. „Við höfðum ekki húmor fyrir þessu en kannski er þetta ný tegund af íslenskri fyndni,“ segir formaður Arkitektafélagsins. gar@frettabladid.is Sigríður Magnúsdóttir
Fréttir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira