Björgvin klár í risahelgi 4. desember 2010 08:00 Stund milli stríða. Björgvin notaði tækifærið þegar hann fékk smá frí og kíkti á netið á nýju iPad-tölvunni sinni. Fréttablaðið/Daníel Björgvin Halldórsson býður upp á sannkallað jólalagahlaðborð í Laugardalshöllinni þegar einvalalið jólagesta hans treður upp á fernum tónleikum. Búist er við tólf þúsund gestum. „Mér líst ofsalega vel á þetta og það er í raun ótrúlegt að þetta skuli vera í dag," segir Björgvin Halldórsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni ríkir hálfgert jólatónleikaæði hjá íslensku þjóðinni. Um tólf þúsund gestir leggja leið sína í Laugardalinn um helgina og hlýða á Björgvin syngja jólalög ásamt valinkunnum gestum á borð við Paul Potts, Alexander Rybak, Jóhönnu Guðrúnu, Helga Björns og Kristján Jóhannsson. Stór hópur Gríðarlega stór hópur listamanna kemur að tónleikunum um helgina, strengjasveit, gospelkór, hrynsveit og barnakór. Fjórir tónleikar alls og svo Akureyri um næstu helgi.Sjálfur segist Björgvin vera í flottu formi og raunar alveg furðu rólegur og afslappaður þótt hann syngi í flestum lögunum.„Við erum náttúrlega í skýjunum yfir móttökunum og þessi mikli áhugi setur pressu á okkur. Mér finnst við vera með skothelt prógramm, sem er ekkert skrýtið með þetta lið á bak við okkur," útskýrir Björgvin og telur upp strengjasveitina undir stjórn Rolands Hartwell, hrynsveitina sem Þórir Baldursson stýrir, gospelkór Óskars Einarssonar, barnakór Kársnesskóla sem Þórunn Björnsdóttir heldur utan um og svo alla íslensku söngvarana sem stíga á stokk.Leikstjórinn Gunni Helga stýrir Björgvini á sviðinu.Í fyrsta skipti var brugðið á það ráð að ráða leikstjóra fyrir sýninguna, enda að mörgu að huga þegar jafnstór sýning er annars vegar. Gunnari Helgasyni var falið það vandasama verkefni og segir Björgvin hann lýsa sjálfum sér sem umferðarstjóra.„Kynnir með mér fyrir sunnan er síðan Örn Árnason en fyrir norðan verður það Margrét Blöndal," segir Björgvin, sem vonast til að allir gestir helgarinnar fari heim með smá jólaanda í brjósti sér.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Björgvin Halldórsson býður upp á sannkallað jólalagahlaðborð í Laugardalshöllinni þegar einvalalið jólagesta hans treður upp á fernum tónleikum. Búist er við tólf þúsund gestum. „Mér líst ofsalega vel á þetta og það er í raun ótrúlegt að þetta skuli vera í dag," segir Björgvin Halldórsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni ríkir hálfgert jólatónleikaæði hjá íslensku þjóðinni. Um tólf þúsund gestir leggja leið sína í Laugardalinn um helgina og hlýða á Björgvin syngja jólalög ásamt valinkunnum gestum á borð við Paul Potts, Alexander Rybak, Jóhönnu Guðrúnu, Helga Björns og Kristján Jóhannsson. Stór hópur Gríðarlega stór hópur listamanna kemur að tónleikunum um helgina, strengjasveit, gospelkór, hrynsveit og barnakór. Fjórir tónleikar alls og svo Akureyri um næstu helgi.Sjálfur segist Björgvin vera í flottu formi og raunar alveg furðu rólegur og afslappaður þótt hann syngi í flestum lögunum.„Við erum náttúrlega í skýjunum yfir móttökunum og þessi mikli áhugi setur pressu á okkur. Mér finnst við vera með skothelt prógramm, sem er ekkert skrýtið með þetta lið á bak við okkur," útskýrir Björgvin og telur upp strengjasveitina undir stjórn Rolands Hartwell, hrynsveitina sem Þórir Baldursson stýrir, gospelkór Óskars Einarssonar, barnakór Kársnesskóla sem Þórunn Björnsdóttir heldur utan um og svo alla íslensku söngvarana sem stíga á stokk.Leikstjórinn Gunni Helga stýrir Björgvini á sviðinu.Í fyrsta skipti var brugðið á það ráð að ráða leikstjóra fyrir sýninguna, enda að mörgu að huga þegar jafnstór sýning er annars vegar. Gunnari Helgasyni var falið það vandasama verkefni og segir Björgvin hann lýsa sjálfum sér sem umferðarstjóra.„Kynnir með mér fyrir sunnan er síðan Örn Árnason en fyrir norðan verður það Margrét Blöndal," segir Björgvin, sem vonast til að allir gestir helgarinnar fari heim með smá jólaanda í brjósti sér.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira