Algjör Sveppi gerð í þrívídd 6. mars 2010 08:00 Bragi Þór Hinriksson leikstjóri stefnir að því að brjóta blað í íslenskri kvikmyndagerð. Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið verður að öllum líkindum fyrsta íslenska kvikmyndin sem gerð verður í þrívídd.Fréttablaðið/Valli „Við erum með þetta á teikniborðinu núna, þetta gæti verið mjög spennandi,“ segir Bragi Þór Hinriksson leikstjóri og framleiðandi. Framhaldsmyndin Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið verður að öllum líkindum fyrsta íslenska kvikmyndin sem gerð verður með þrívíddartækni. Fyrsta myndin um Sveppa og ævintýri hans sló eftirminnilega í gegn í sumar en nú á að hugsa hlutina í stærra samhengi. „Þrívíddartæknin hefur gengið í gegnum mikla þróun undanfarin tvö ár og nú er svo komið að hún er orðin yfirstíganleg,“ segir Bragi kokhraustur. Vinsældir þrívíddarmyndarinnar Avatar eru sennilega flestum kunnar en hún hefur slegið aðsóknarmet um allan heim. Bragi bendir hins vegar á að íslenska myndin Bjarnfreðarson hafi skákað henni í tvær vikur og þegar menn blandi saman íslenskri kvikmynd og þrívídd þá hljóti það vera ágætis formúla. Hann bætir því við að svona ævintýramynd eins og Algjör Sveppi sé kjörinn vettvangur fyrir menn að prófa sig áfram með þessa tækni. „Allavega er efniviðurinn fyrir hendi; draugar, álfar og alls konar ævintýri,“ segir Bragi. Kostnaðurinn við að koma sér upp tækjum og tólum fyrir þrívídd er töluverður, hleypur á milljónum, enda þarf að taka myndina upp með tveimur tökuvélum í stað einnar. „Það þarf til dæmis að kaupa „monitor“ eða sérstakan skjá fyrir leikstjórann þannig að hann geti séð allar tökur í þrívídd með sérstökum gleraugum. Þannig að við verðum allir með gleraugu í sumar,“ útskýrir Bragi sem hefur þegar sótt námskeið í því hvernig eigi að taka upp kvikmynd af þessu tagi. „Auðvitað getur þetta síðan klúðrast og verið ömurlegt en ég held að Sveppi sé líklega eini maðurinn á Íslandi sem fyrirgefst slíkt klúður,“ segir Bragi og hlær. Sam-film kemur einnig að framleiðslu myndarinnar enda rekur fyrirtækið þrívíddar-kvikmyndahús. Bragi telur augljóst að þrívíddin sé framtíðin, hún sporni til að mynda við ólöglegu niðurhali. „Það er búið að fresta Harry Potter því menn vilja gera hana í þrívídd og sama gildir um Clash of Titans og Prince of Persia. Þetta er einfaldlega það sem koma skal.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Við erum með þetta á teikniborðinu núna, þetta gæti verið mjög spennandi,“ segir Bragi Þór Hinriksson leikstjóri og framleiðandi. Framhaldsmyndin Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið verður að öllum líkindum fyrsta íslenska kvikmyndin sem gerð verður með þrívíddartækni. Fyrsta myndin um Sveppa og ævintýri hans sló eftirminnilega í gegn í sumar en nú á að hugsa hlutina í stærra samhengi. „Þrívíddartæknin hefur gengið í gegnum mikla þróun undanfarin tvö ár og nú er svo komið að hún er orðin yfirstíganleg,“ segir Bragi kokhraustur. Vinsældir þrívíddarmyndarinnar Avatar eru sennilega flestum kunnar en hún hefur slegið aðsóknarmet um allan heim. Bragi bendir hins vegar á að íslenska myndin Bjarnfreðarson hafi skákað henni í tvær vikur og þegar menn blandi saman íslenskri kvikmynd og þrívídd þá hljóti það vera ágætis formúla. Hann bætir því við að svona ævintýramynd eins og Algjör Sveppi sé kjörinn vettvangur fyrir menn að prófa sig áfram með þessa tækni. „Allavega er efniviðurinn fyrir hendi; draugar, álfar og alls konar ævintýri,“ segir Bragi. Kostnaðurinn við að koma sér upp tækjum og tólum fyrir þrívídd er töluverður, hleypur á milljónum, enda þarf að taka myndina upp með tveimur tökuvélum í stað einnar. „Það þarf til dæmis að kaupa „monitor“ eða sérstakan skjá fyrir leikstjórann þannig að hann geti séð allar tökur í þrívídd með sérstökum gleraugum. Þannig að við verðum allir með gleraugu í sumar,“ útskýrir Bragi sem hefur þegar sótt námskeið í því hvernig eigi að taka upp kvikmynd af þessu tagi. „Auðvitað getur þetta síðan klúðrast og verið ömurlegt en ég held að Sveppi sé líklega eini maðurinn á Íslandi sem fyrirgefst slíkt klúður,“ segir Bragi og hlær. Sam-film kemur einnig að framleiðslu myndarinnar enda rekur fyrirtækið þrívíddar-kvikmyndahús. Bragi telur augljóst að þrívíddin sé framtíðin, hún sporni til að mynda við ólöglegu niðurhali. „Það er búið að fresta Harry Potter því menn vilja gera hana í þrívídd og sama gildir um Clash of Titans og Prince of Persia. Þetta er einfaldlega það sem koma skal.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira