Vinnubrögð ekki í samræmi við verklagsreglur 17. september 2010 05:15 Vestmannaeyjar Forstjóri Barnaverndarstofu mun ræða við barnaverndarnefndina í Vestmannaeyjum. „Samkvæmt forsendum dóms héraðsdóms var um að ræða verklag sem samræmist ekki þeim faglegu kröfum sem Barnaverndarstofa gerir í málum af þessu tagi.“ Þetta segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, spurður um vinnubrögð við rannsókn á kynferðisbrotamáli í Vestmannaeyjum þar sem rúmur mánuður leið frá því að meint brot átti sér stað þar til brotaþolinn, lítil stúlka, var færð til skýrslutöku í Barnahúsi. Í millitíðinni var barnið ítrekað yfirheyrt um atvikið hjá sálfræðingi, auk þess sem móðir þess lét það taka þátt í sérstökum leik til að fá fram frásögn þess af því sem gerst hafði. Taldi dómurinn þessa málsmeðferð til þess fallna að rýra sönnunargildi Barnahússskýrslunnar og sýknaði á þeim grundvelli hálf áttræðan mann sem ákærður hafði verið fyrir kynferðisbrotið gegn stúlkubarninu. „Það er mjög mikilvægt að barnið hafi ekki þurft að sæta ítrekuðum viðtölum við rannsakendur í svona málum áður en það fer í skýrslutöku í Barnahúsi,“ segir Bragi. Hann undirstrikar að ekki sé verið að taka afstöðu til sýknudómsins sem slíks. Hins vegar verði farið yfir málsmeðferðina með starfsmönnum og barnaverndarnefnd og að líkindum gerðar athugasemdir við verklagið að svo búnu. Nítján konur kærðu manninn í kjölfar kæru foreldra litlu stúlkunnar. „Þetta er mjög þekkt munstur,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Þegar einhver rýfur þögnina þá opnast flóðgáttir. Sumir kynferðisbrotamenn hafa langa slóð á eftir sér.“- jss Fréttir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Samkvæmt forsendum dóms héraðsdóms var um að ræða verklag sem samræmist ekki þeim faglegu kröfum sem Barnaverndarstofa gerir í málum af þessu tagi.“ Þetta segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, spurður um vinnubrögð við rannsókn á kynferðisbrotamáli í Vestmannaeyjum þar sem rúmur mánuður leið frá því að meint brot átti sér stað þar til brotaþolinn, lítil stúlka, var færð til skýrslutöku í Barnahúsi. Í millitíðinni var barnið ítrekað yfirheyrt um atvikið hjá sálfræðingi, auk þess sem móðir þess lét það taka þátt í sérstökum leik til að fá fram frásögn þess af því sem gerst hafði. Taldi dómurinn þessa málsmeðferð til þess fallna að rýra sönnunargildi Barnahússskýrslunnar og sýknaði á þeim grundvelli hálf áttræðan mann sem ákærður hafði verið fyrir kynferðisbrotið gegn stúlkubarninu. „Það er mjög mikilvægt að barnið hafi ekki þurft að sæta ítrekuðum viðtölum við rannsakendur í svona málum áður en það fer í skýrslutöku í Barnahúsi,“ segir Bragi. Hann undirstrikar að ekki sé verið að taka afstöðu til sýknudómsins sem slíks. Hins vegar verði farið yfir málsmeðferðina með starfsmönnum og barnaverndarnefnd og að líkindum gerðar athugasemdir við verklagið að svo búnu. Nítján konur kærðu manninn í kjölfar kæru foreldra litlu stúlkunnar. „Þetta er mjög þekkt munstur,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Þegar einhver rýfur þögnina þá opnast flóðgáttir. Sumir kynferðisbrotamenn hafa langa slóð á eftir sér.“- jss
Fréttir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira