Prófmál fyrir fræga fólkið 29. september 2010 07:00 Harður í horn að taka David Beckham hyggst ekkert gefa eftir í málsókn sinni og hyggst draga bæði vændiskonuna Irmu Nici og tímaritið In Touch fyrir dómstóla. Beckham-hjónin eru ógnarstórt fyrirtæki sem byggir á fjölskylduímynd. Frétt In Touch um framhjáhald eiginmannsins er því mætt af fullri hörku. Verður mál Davids Beckham til þess að slúðurblöð hiki við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu? Lögfræðingar í þremur löndum eru með mál Davids Beckham á sinni könnu. Lögfræðingar í Bretlandi fylgjast grannt með gangi mála hjá breskum blöðum og umfjöllun þeirra um málið, lögfræðingar í Bandaríkjunum fengu það verkefni að undirbúa málsókn á hendur Irmu Nici, ritstjóra In Touch, og fleiri tengdum fréttinni. Og þá eiga þýskir lögfræðingar að sjá um málarekstur á hendur útgáfufélagi blaðsins, Bauer, sem er í Þýskalandi. Beckham hyggst ekki semja um málið heldur fara með það fyrir dómstóla. Þetta kemur skýrt og greinilega fram í stefnu sem var birt vændiskonunni Irmu Nici en hún er andlit fréttar In Touch og hefur haldið því fram að Beckham hafi sængað hjá sér og vinkonu sinni gegn hárri greiðslu. Breska blaðið The Sun hefur fylgst grannt með gangi mála í New York þar sem Irma hefur falið sig en lögfræðingaher hafði loks upp á henni í svörtum jeppa þar sem hún var föst í umferðarteppu. Samkvæmt The Sun var hún elt þaðan á skrifstofu lögfræðinga sinna þar sem henni var birt stefnan. The Sun greinir frá innihaldi stefnunnar sem er níu síður. Þar kemur meðal annars fram að ásakanir Irmu séu rangar og hafi valdið Beckham miklu hugarangri. Hann sé í fréttinni sakaður um glæpsamlegt athæfi og hann er sýndur sem ótrúr eiginmaður auk þess sem gefið er í skyn að hann hafi stofnað heilsu eiginkonu sinnar í hættu með því að stunda kynmök við tvær vændiskonur. Beckham fer fram á skaðabætur upp á sextán milljónir punda, eða tæpa þrjá milljarða íslenskra króna. Í frétt The Sun er einnig vísað til bréfs sem lögfræðingur Beckham-hjónanna sendi ritstjórn In Touch en þar er varað við umfangsmiklum aðgerðum verði fréttin birt. Þar kemur einnig fram sú staðhæfing að frásögn Irmu sé alfarið hafnað sem lygi. The Sun hefur eftir heimildarmanni sínum að forstjóri útgáfufyrirtækis In Touch, Heins Bauer, sé algjörlega miður sín yfir málunum. „Það er eins og eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis, þannig er andrúmsloftið hérna,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Málarekstur Beckham gegn In Touch og Bauer-útgáfufyrirtækinu gæti verið fordæmisgefandi. Ef fyrirtækinu verði gert að greiða hinar himinháu skaðabætur má vera ljóst að slúðurpressan vestanhafs munu væntanlega hika við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu án þess að vera með haldbæra sönnun fyrir því. freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Beckham-hjónin eru ógnarstórt fyrirtæki sem byggir á fjölskylduímynd. Frétt In Touch um framhjáhald eiginmannsins er því mætt af fullri hörku. Verður mál Davids Beckham til þess að slúðurblöð hiki við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu? Lögfræðingar í þremur löndum eru með mál Davids Beckham á sinni könnu. Lögfræðingar í Bretlandi fylgjast grannt með gangi mála hjá breskum blöðum og umfjöllun þeirra um málið, lögfræðingar í Bandaríkjunum fengu það verkefni að undirbúa málsókn á hendur Irmu Nici, ritstjóra In Touch, og fleiri tengdum fréttinni. Og þá eiga þýskir lögfræðingar að sjá um málarekstur á hendur útgáfufélagi blaðsins, Bauer, sem er í Þýskalandi. Beckham hyggst ekki semja um málið heldur fara með það fyrir dómstóla. Þetta kemur skýrt og greinilega fram í stefnu sem var birt vændiskonunni Irmu Nici en hún er andlit fréttar In Touch og hefur haldið því fram að Beckham hafi sængað hjá sér og vinkonu sinni gegn hárri greiðslu. Breska blaðið The Sun hefur fylgst grannt með gangi mála í New York þar sem Irma hefur falið sig en lögfræðingaher hafði loks upp á henni í svörtum jeppa þar sem hún var föst í umferðarteppu. Samkvæmt The Sun var hún elt þaðan á skrifstofu lögfræðinga sinna þar sem henni var birt stefnan. The Sun greinir frá innihaldi stefnunnar sem er níu síður. Þar kemur meðal annars fram að ásakanir Irmu séu rangar og hafi valdið Beckham miklu hugarangri. Hann sé í fréttinni sakaður um glæpsamlegt athæfi og hann er sýndur sem ótrúr eiginmaður auk þess sem gefið er í skyn að hann hafi stofnað heilsu eiginkonu sinnar í hættu með því að stunda kynmök við tvær vændiskonur. Beckham fer fram á skaðabætur upp á sextán milljónir punda, eða tæpa þrjá milljarða íslenskra króna. Í frétt The Sun er einnig vísað til bréfs sem lögfræðingur Beckham-hjónanna sendi ritstjórn In Touch en þar er varað við umfangsmiklum aðgerðum verði fréttin birt. Þar kemur einnig fram sú staðhæfing að frásögn Irmu sé alfarið hafnað sem lygi. The Sun hefur eftir heimildarmanni sínum að forstjóri útgáfufyrirtækis In Touch, Heins Bauer, sé algjörlega miður sín yfir málunum. „Það er eins og eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis, þannig er andrúmsloftið hérna,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Málarekstur Beckham gegn In Touch og Bauer-útgáfufyrirtækinu gæti verið fordæmisgefandi. Ef fyrirtækinu verði gert að greiða hinar himinháu skaðabætur má vera ljóst að slúðurpressan vestanhafs munu væntanlega hika við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu án þess að vera með haldbæra sönnun fyrir því. freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira