Háskólaskáldsaga úr samtímanum Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 15. nóvember 2010 06:00 Tregðulögmálið - kápa Tregðulögmálið Yrsa Þöll Gylfadóttir Sögur útgáfa Bókmenntafræðingar eru, eins og raunar rithöfundar, meðal fjölmennustu starfstétta skáldsagnaheimsins - líklega vegna þess hversu margir bókmenntafræðingar og rithöfundar leiðast út í skáldsagnaskrif. Háskólaskáldsagan er þekkt og nokkuð útbreidd bókmenntagrein, ekki síst í enskumælandi heiminum. Á íslensku eigum við ekki margar slíkar sögur en að minnsta kosti eina vel heppnaða, Mína kátu angist eftir Guðmund Andra Thorsson. Tregðulögmálið eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur er tilraun til að skrifa slíka sögu úr íslensku umhverfi og samþætta sögu úr einkalífinu við umræðu um fræðin, stöðu hugvísinda og tilgang. Bókmenntafræðineminn Úlfhildur á að vera að vinna að BA-ritgerð sinni. Hún er föst í sambandi við heimspekinginn og níhilistann Binna, ríkan strák sem hefur reynt að berjast til fátæktar en endað á því að flýja heim á Hótel mömmu þaðan sem hann lítur niður á allt og alla. Líf Úlfhildar er komið í hálfgerða sjálfheldu. Hún á erfitt með að réttlæta námið og tilgang þess fyrir sjálfri sér og sambandið við kærastann er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu. Eina ljósglætan í lífi hennar virðist vera vonin um að komast til útlanda, nánar tiltekið til New York þar sem hún hefur sótt um framhaldsnám. Verkefnið sem lagt er upp með í Tregðulögmálinu er metnaðarfullt og margar hugmyndanna sem fjallað er um eru miðlægar í vestrænni menningu, hér eru pælingar um stöðu kynjanna, tilgang og takmarkanir heimspeki og hugvísinda og fleira í þeim dúr. Þessar pælingar birtast bæði í hugsunum Úlfhildar og í samtölum hennar við aðra. Framan af getur lesandann grunað að verið sé að undirbúa einhverja meiriháttar afbyggingu eða íróníska afhjúpun þeirrar háalvarlegu speki sem veltur upp úr Úlfhildi og vinum hennar. En sú afhjúpun kemur aldrei. Hvorki í lífi Úlfhildar, hugsun hennar eða námi verður nokkur þróun eða umbreyting sem virkar sannfærandi á lesandann. Sagan verður allt of langdregin og eintóna. Pælingarnar og samtölin verða eins og langt endurrit af tali háskólanema sem margir þekkja eflaust af eigin reynslu, nema hvað að í minningunni var það skemmtilegra og umfram allt ábyrgðarlausara og frjórra. Persónurnar í Tregðulögmálinu eru flestar óhemju alvarlegar og lifna aldrei við. Þær eru týpur, farvegir fyrir tal og orðræður sem eru kunnuglegar fyrir þá sem hafa lifað og hrærst í bókmenntaheiminum undanfarna áratugi, en þær ná aldrei að varpa neinu nýju ljósi á viðfangsefnin, þær koma aldrei á óvart. Stíll sögunnar er í samræmi við þetta, oft stífur og bókmálslegur, sjaldan er brugðið á leik, látið reyna á tungumálið eða tekin áhætta með það. Niðurstaða: Tregðulögmálið er því miður misheppnuð tilraun til að skrifa íslenska háskólaskáldsögu. Sagan tekur sjálfa sig allt of hátíðlega og nær aldrei að varpa nýju ljósi á viðfangsefni sín. Bókmenntir Gagnrýni Lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tregðulögmálið Yrsa Þöll Gylfadóttir Sögur útgáfa Bókmenntafræðingar eru, eins og raunar rithöfundar, meðal fjölmennustu starfstétta skáldsagnaheimsins - líklega vegna þess hversu margir bókmenntafræðingar og rithöfundar leiðast út í skáldsagnaskrif. Háskólaskáldsagan er þekkt og nokkuð útbreidd bókmenntagrein, ekki síst í enskumælandi heiminum. Á íslensku eigum við ekki margar slíkar sögur en að minnsta kosti eina vel heppnaða, Mína kátu angist eftir Guðmund Andra Thorsson. Tregðulögmálið eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur er tilraun til að skrifa slíka sögu úr íslensku umhverfi og samþætta sögu úr einkalífinu við umræðu um fræðin, stöðu hugvísinda og tilgang. Bókmenntafræðineminn Úlfhildur á að vera að vinna að BA-ritgerð sinni. Hún er föst í sambandi við heimspekinginn og níhilistann Binna, ríkan strák sem hefur reynt að berjast til fátæktar en endað á því að flýja heim á Hótel mömmu þaðan sem hann lítur niður á allt og alla. Líf Úlfhildar er komið í hálfgerða sjálfheldu. Hún á erfitt með að réttlæta námið og tilgang þess fyrir sjálfri sér og sambandið við kærastann er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu. Eina ljósglætan í lífi hennar virðist vera vonin um að komast til útlanda, nánar tiltekið til New York þar sem hún hefur sótt um framhaldsnám. Verkefnið sem lagt er upp með í Tregðulögmálinu er metnaðarfullt og margar hugmyndanna sem fjallað er um eru miðlægar í vestrænni menningu, hér eru pælingar um stöðu kynjanna, tilgang og takmarkanir heimspeki og hugvísinda og fleira í þeim dúr. Þessar pælingar birtast bæði í hugsunum Úlfhildar og í samtölum hennar við aðra. Framan af getur lesandann grunað að verið sé að undirbúa einhverja meiriháttar afbyggingu eða íróníska afhjúpun þeirrar háalvarlegu speki sem veltur upp úr Úlfhildi og vinum hennar. En sú afhjúpun kemur aldrei. Hvorki í lífi Úlfhildar, hugsun hennar eða námi verður nokkur þróun eða umbreyting sem virkar sannfærandi á lesandann. Sagan verður allt of langdregin og eintóna. Pælingarnar og samtölin verða eins og langt endurrit af tali háskólanema sem margir þekkja eflaust af eigin reynslu, nema hvað að í minningunni var það skemmtilegra og umfram allt ábyrgðarlausara og frjórra. Persónurnar í Tregðulögmálinu eru flestar óhemju alvarlegar og lifna aldrei við. Þær eru týpur, farvegir fyrir tal og orðræður sem eru kunnuglegar fyrir þá sem hafa lifað og hrærst í bókmenntaheiminum undanfarna áratugi, en þær ná aldrei að varpa neinu nýju ljósi á viðfangsefnin, þær koma aldrei á óvart. Stíll sögunnar er í samræmi við þetta, oft stífur og bókmálslegur, sjaldan er brugðið á leik, látið reyna á tungumálið eða tekin áhætta með það. Niðurstaða: Tregðulögmálið er því miður misheppnuð tilraun til að skrifa íslenska háskólaskáldsögu. Sagan tekur sjálfa sig allt of hátíðlega og nær aldrei að varpa nýju ljósi á viðfangsefni sín.
Bókmenntir Gagnrýni Lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning