ESB er sterkasti leikur íslenskrar tungu 1. október 2010 05:00 Gauti Kristmannsson Var áður eindreginn andstæðingur ESB-aðildar, en skipti um skoðun eftir að hafa kynnt sér málið. „Það er alveg klárt að sterkasti leikurinn fyrir íslenska tungu væri aðild að Evrópusambandinu. Þetta myndi auðga og styrkja íslenska tungu meira en nokkur dagur íslenskrar tungu eða málnefnd." Þetta sagði Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum, í fyrirlestri hjá Alþjóðamálastofnun fyrir skömmu. Ekkert komi nálægt því að geta styrkt íslenskuna jafn mikið og þetta. Sagan sýnir að það er síst sjálfgefið að þjóðir geti notað tungu sína í opinberri stjórnsýslu, sagði Gauti. Þetta er hins vegar grundvöllur málstefnu ESB og afar ólíklegt að það breytist. Samkvæmt stefnu ESB eigi „bóndinn í Búlgaríu" til dæmis að geta talað á Evrópuþinginu án þess að hafa stúdentspróf í ensku. Túlkar þýða ræðu hans. Gauti tók dæmi af írsku. Á Írlandi eru bæði enska og írska opinber mál, og færri sem tala írsku en ensku. Þegar Írar gengu í ESB 1973 töldu þeir ekki þörf á að gera írskuna sjálfa að opinberu tungumáli ESB. Seinna sáu þeir sig um hönd. „Það að írska skuli hafa verið gerð að opinberu tungumáli innan ESB er ein mesta vítamínsprauta sem hún hefur fengið," kvað Gauti, „jafnvel í aldaraðir." Nú séu daglega þýdd orð í írsku sem voru þar ekki fyrir og ESB greiðir þýðingarkostnaðinn að mestu. Eins yrði með íslensku og fólk á meginlandi Evrópu þyrfti að læra hana, gangi Ísland inn. Gauti minnti á að mikilvægustu verk sem þýdd hafa verið á íslensku síðasta áratug hafa verið drjúglega styrkt af ESB. Stuðningur við þjóðtungur væri þar ekki einskorðaður við hátíðarræður.- kóþ Fréttir Mest lesið Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Innlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
„Það er alveg klárt að sterkasti leikurinn fyrir íslenska tungu væri aðild að Evrópusambandinu. Þetta myndi auðga og styrkja íslenska tungu meira en nokkur dagur íslenskrar tungu eða málnefnd." Þetta sagði Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum, í fyrirlestri hjá Alþjóðamálastofnun fyrir skömmu. Ekkert komi nálægt því að geta styrkt íslenskuna jafn mikið og þetta. Sagan sýnir að það er síst sjálfgefið að þjóðir geti notað tungu sína í opinberri stjórnsýslu, sagði Gauti. Þetta er hins vegar grundvöllur málstefnu ESB og afar ólíklegt að það breytist. Samkvæmt stefnu ESB eigi „bóndinn í Búlgaríu" til dæmis að geta talað á Evrópuþinginu án þess að hafa stúdentspróf í ensku. Túlkar þýða ræðu hans. Gauti tók dæmi af írsku. Á Írlandi eru bæði enska og írska opinber mál, og færri sem tala írsku en ensku. Þegar Írar gengu í ESB 1973 töldu þeir ekki þörf á að gera írskuna sjálfa að opinberu tungumáli ESB. Seinna sáu þeir sig um hönd. „Það að írska skuli hafa verið gerð að opinberu tungumáli innan ESB er ein mesta vítamínsprauta sem hún hefur fengið," kvað Gauti, „jafnvel í aldaraðir." Nú séu daglega þýdd orð í írsku sem voru þar ekki fyrir og ESB greiðir þýðingarkostnaðinn að mestu. Eins yrði með íslensku og fólk á meginlandi Evrópu þyrfti að læra hana, gangi Ísland inn. Gauti minnti á að mikilvægustu verk sem þýdd hafa verið á íslensku síðasta áratug hafa verið drjúglega styrkt af ESB. Stuðningur við þjóðtungur væri þar ekki einskorðaður við hátíðarræður.- kóþ
Fréttir Mest lesið Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Innlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira