Skugga-plötusnúðar í stuði 10. apríl 2010 03:30 Kiddi Bigfoot og Nökkvi Svavarsson hita rækilega upp í mannskapnum á Pósthúsinu í kvöld. fréttablaðið/stefán Plötusnúðarnir Kiddi Bigfoot og Nökkvi Svavarsson byrjuðu að starfa saman á Dejá Vu fyrir sextán árum. Þeir eru enn í fullu fjöri og skemmta nú á Pósthúsinu um helgar undir nafninu Shadow-DJ-S. „Við vorum plötusnúðar og skemmtanastjórar á Skuggabarnum á sínum tíma þegar hann var hvað vinsælastur. Svo var „reunion“ um daginn og þá fundum við hvað er gaman að spila þessa tónlist sem við vorum að spila þá,“ segir Kiddi. „Pósthúsið var að fíla þetta og við ákváðum að hafa upphitun þar frá 22 til 01. Spila svala tónlist eins og var á Skuggabarnum. Fólk þekkir lögin, dillar sér kannski með þeim, drekkur gott vín og kemur sér í gírinn.“ Kiddi rak síðast skemmtistaðinn Tunglið við Tryggvagötu en eftir að hann hætti hefur hann verið í samstarfi við Sigga Hlö og Valla sport hjá Boogie Nights. Þess á milli starfar hann hjá fyrirtækinu Sparnaði á Akureyri. „Við erum að spila nánast allar helgar í einkasamkvæmum úti um allan bæ og allt land. Ég hef verið töluvert að spila á Volcano Café í Vestmannaeyjum. Það er ótrúleg stemning sem myndast þar. Það er eins og þjóðhátíð í hvert skipti sem ég er þar.“ Þrjátíu ár eru liðin síðan Kiddi þreytti frumraun sína sem plötusnúður og 26 ár eru síðan hann tók fyrst pening fyrir að þeyta skífum. Lögin sem hann spilar eru, eins og gefur að skilja, mismunandi eftir því hvaða fólk er í partíinu. „Ég er örugglega með níu þúsund lög að velja úr. Ef það er einkasamkvæmi spilar maður blandaða tónlist. Þetta fer eftir aldurshópnum. Maður reynir að gleðja eldra fólkið fyrst og svo fara út í yngra í restina því það endist lengur.“ Þótt hann sé orðinn 44 ára er Kiddi hvergi af baki dottinn. „Þann daginn sem ég verð þreyttur á þessu þá hætti ég. Meðan þetta er svona gaman ætla ég að halda áfram,“ segir hann. „Tónlistin er alltaf að breytast og fólkið líka. Þetta er aldrei það sama. Það er bara gaman að gleðja fólk.“ Nökkvi Svavarsson, sem er fimm árum yngri en Kiddi og starfar hjá Ísafoldarprentsmiðju, byrjaði fyrst að vinna með honum á Dejá Vu og hefur verið viðloðandi skemmtanabransann allar götur síðan, þar á meðal á Rex og á Austur. Hann hefur mjög gaman af starfinu rétt eins og kolleginn. „Á meðan Kiddi er enn þá í þessu þá á maður sjens. Mér finnst þetta enn þá gaman, það er það sem kitlar mig. Kikkið við að gleðja mannskapinn er örugglega svipað og fyrir Ragga Bjarna að standa á sviði. Þetta kikk rekur mann áfram,“ segir Nökkvi. freyr@frettabladid.is Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Plötusnúðarnir Kiddi Bigfoot og Nökkvi Svavarsson byrjuðu að starfa saman á Dejá Vu fyrir sextán árum. Þeir eru enn í fullu fjöri og skemmta nú á Pósthúsinu um helgar undir nafninu Shadow-DJ-S. „Við vorum plötusnúðar og skemmtanastjórar á Skuggabarnum á sínum tíma þegar hann var hvað vinsælastur. Svo var „reunion“ um daginn og þá fundum við hvað er gaman að spila þessa tónlist sem við vorum að spila þá,“ segir Kiddi. „Pósthúsið var að fíla þetta og við ákváðum að hafa upphitun þar frá 22 til 01. Spila svala tónlist eins og var á Skuggabarnum. Fólk þekkir lögin, dillar sér kannski með þeim, drekkur gott vín og kemur sér í gírinn.“ Kiddi rak síðast skemmtistaðinn Tunglið við Tryggvagötu en eftir að hann hætti hefur hann verið í samstarfi við Sigga Hlö og Valla sport hjá Boogie Nights. Þess á milli starfar hann hjá fyrirtækinu Sparnaði á Akureyri. „Við erum að spila nánast allar helgar í einkasamkvæmum úti um allan bæ og allt land. Ég hef verið töluvert að spila á Volcano Café í Vestmannaeyjum. Það er ótrúleg stemning sem myndast þar. Það er eins og þjóðhátíð í hvert skipti sem ég er þar.“ Þrjátíu ár eru liðin síðan Kiddi þreytti frumraun sína sem plötusnúður og 26 ár eru síðan hann tók fyrst pening fyrir að þeyta skífum. Lögin sem hann spilar eru, eins og gefur að skilja, mismunandi eftir því hvaða fólk er í partíinu. „Ég er örugglega með níu þúsund lög að velja úr. Ef það er einkasamkvæmi spilar maður blandaða tónlist. Þetta fer eftir aldurshópnum. Maður reynir að gleðja eldra fólkið fyrst og svo fara út í yngra í restina því það endist lengur.“ Þótt hann sé orðinn 44 ára er Kiddi hvergi af baki dottinn. „Þann daginn sem ég verð þreyttur á þessu þá hætti ég. Meðan þetta er svona gaman ætla ég að halda áfram,“ segir hann. „Tónlistin er alltaf að breytast og fólkið líka. Þetta er aldrei það sama. Það er bara gaman að gleðja fólk.“ Nökkvi Svavarsson, sem er fimm árum yngri en Kiddi og starfar hjá Ísafoldarprentsmiðju, byrjaði fyrst að vinna með honum á Dejá Vu og hefur verið viðloðandi skemmtanabransann allar götur síðan, þar á meðal á Rex og á Austur. Hann hefur mjög gaman af starfinu rétt eins og kolleginn. „Á meðan Kiddi er enn þá í þessu þá á maður sjens. Mér finnst þetta enn þá gaman, það er það sem kitlar mig. Kikkið við að gleðja mannskapinn er örugglega svipað og fyrir Ragga Bjarna að standa á sviði. Þetta kikk rekur mann áfram,“ segir Nökkvi. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp