Da Vinci fléttan: Málið er eins og sápuópera 10. nóvember 2010 06:00 Trúgjarni djasspíanistinn Roger Davidson er vellauðugur erfingi olíufyrirtækis og nokkuð þekkt tónskáld og djasspíanisti. Fréttablaðið reyndi að ná sambandi við Davidson í gær án árangurs. Lögreglan í New York-ríki rannsakar nú hvort hluti ágóðans af lygilegri svikamyllu Helgu Ingvarsdóttur og kærasta hennar, Vickram Bedi, hafi verið fluttur til Íslands. Þetta segir upplýsingafulltrúi saksóknaraembættisins í Westchester-sýslu, sem lýsir málinu sem sápuóperu. „Maður les frásögnina og hugsar: Ertu að grínast? En fólk er eins og það er," segir upplýsingafulltrúinn Lucian Chalfen. Bedi og Helga eru talin hafa svikið allt upp undir 20 milljónir dollara, jafnvirði um 2,2 milljarða, út úr Roger Davidson, þekktum djasspíanista og erfingja olíurisans Schlumberger Ltd. Davidson hefur hlotið Grammy-verðlaun fyrir rómanska tónlist. Bæði hafa þau neitað sök í málinu. Málavextir eru allir með nokkrum ólíkindum. Davidson leitaði árið 2004 til tölvufyrirtækisins Datalink, sem parið rak, vegna tölvuvíruss. Parið laug í kjölfarið að honum að vírusinn ætti upptök sín á hörðum diski í þorpi í Hondúras og að frændi Bedis, indverskur hermaður, hefði farið í þorpið til að eyðileggja diskinn. Þar hafi frændinn hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í trúarregluna Opus Dei, sem hafi viljað vinna Davidson mein og ræna völdum í Bandaríkjunum. Þessu virðist Davidson hafa trúað eins og nýju neti og til að verja diskinn, sem á var öll hans tónlist, og líf sitt lagði hann til Datalink jafnvirði tæplega 200 milljóna íslenskra króna á ári í sex ár. Davidson og parið áttu í kjölfarið náin samskipti. Málið komst hins vegar upp eftir að viðskiptafélagar þremenninganna kærðu Davidson til lögreglu fyrir að njósna um þá með því að koma GPS-tækjum fyrir á bílum þeirra. Fólkið var handtekið í síðustu viku. Það átti flugmiða til Íslands seinna um kvöldið. Helga var handtekin á heimili þeirra en móðir Bedis lét hann í hendur lögreglu eftir að hafa ekið um með hann náttfataklæddan í aftursæti bíls síns til að fela hann. Saksóknari telur sig hafa sannanir fyrir því að sex milljónir dollara, um 660 milljónir króna, hafi verið sviknar af Davidson, en líklega sé fjárhæðin hærri. Jafnvirði 660 milljóna íslenskra króna hefur verið fryst á bankareikningi Bedis og um 180 milljónir á reikningi Helgu. Þá fundust 16,5 milljónir í reiðufé undir rúmi þeirra. „Sakborningarnir tveir sátu um fórnarlamb sitt, blekktu það og notfærðu sér ótta þess á á skipulagðan og kaldrifjaðan hátt," er haft eftir Janet DiFiore saksóknara ytra. Hún segir parið hafa heilaþvegið Davidson. „Aðferðin sem þau beittu kerfisbundið í rúmlega sex ár til að hafa fé af fórnarlambinu endurspeglar fullkomið miskunnarleysi." Íslenska utanríkisþjónustan hefur liðsinnt Helgu með að verða sér úti um lögmannsþjónustu. Þá er faðir hennar á leið utan til að hitta hana. Réttarhöld í málinu hefjast 2. desember. Skötuhjúin gætu átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði þau fundin sek. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lögreglan í New York-ríki rannsakar nú hvort hluti ágóðans af lygilegri svikamyllu Helgu Ingvarsdóttur og kærasta hennar, Vickram Bedi, hafi verið fluttur til Íslands. Þetta segir upplýsingafulltrúi saksóknaraembættisins í Westchester-sýslu, sem lýsir málinu sem sápuóperu. „Maður les frásögnina og hugsar: Ertu að grínast? En fólk er eins og það er," segir upplýsingafulltrúinn Lucian Chalfen. Bedi og Helga eru talin hafa svikið allt upp undir 20 milljónir dollara, jafnvirði um 2,2 milljarða, út úr Roger Davidson, þekktum djasspíanista og erfingja olíurisans Schlumberger Ltd. Davidson hefur hlotið Grammy-verðlaun fyrir rómanska tónlist. Bæði hafa þau neitað sök í málinu. Málavextir eru allir með nokkrum ólíkindum. Davidson leitaði árið 2004 til tölvufyrirtækisins Datalink, sem parið rak, vegna tölvuvíruss. Parið laug í kjölfarið að honum að vírusinn ætti upptök sín á hörðum diski í þorpi í Hondúras og að frændi Bedis, indverskur hermaður, hefði farið í þorpið til að eyðileggja diskinn. Þar hafi frændinn hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í trúarregluna Opus Dei, sem hafi viljað vinna Davidson mein og ræna völdum í Bandaríkjunum. Þessu virðist Davidson hafa trúað eins og nýju neti og til að verja diskinn, sem á var öll hans tónlist, og líf sitt lagði hann til Datalink jafnvirði tæplega 200 milljóna íslenskra króna á ári í sex ár. Davidson og parið áttu í kjölfarið náin samskipti. Málið komst hins vegar upp eftir að viðskiptafélagar þremenninganna kærðu Davidson til lögreglu fyrir að njósna um þá með því að koma GPS-tækjum fyrir á bílum þeirra. Fólkið var handtekið í síðustu viku. Það átti flugmiða til Íslands seinna um kvöldið. Helga var handtekin á heimili þeirra en móðir Bedis lét hann í hendur lögreglu eftir að hafa ekið um með hann náttfataklæddan í aftursæti bíls síns til að fela hann. Saksóknari telur sig hafa sannanir fyrir því að sex milljónir dollara, um 660 milljónir króna, hafi verið sviknar af Davidson, en líklega sé fjárhæðin hærri. Jafnvirði 660 milljóna íslenskra króna hefur verið fryst á bankareikningi Bedis og um 180 milljónir á reikningi Helgu. Þá fundust 16,5 milljónir í reiðufé undir rúmi þeirra. „Sakborningarnir tveir sátu um fórnarlamb sitt, blekktu það og notfærðu sér ótta þess á á skipulagðan og kaldrifjaðan hátt," er haft eftir Janet DiFiore saksóknara ytra. Hún segir parið hafa heilaþvegið Davidson. „Aðferðin sem þau beittu kerfisbundið í rúmlega sex ár til að hafa fé af fórnarlambinu endurspeglar fullkomið miskunnarleysi." Íslenska utanríkisþjónustan hefur liðsinnt Helgu með að verða sér úti um lögmannsþjónustu. Þá er faðir hennar á leið utan til að hitta hana. Réttarhöld í málinu hefjast 2. desember. Skötuhjúin gætu átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði þau fundin sek. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira