Aldrei auðveldara aðgengi að eldgosi 9. apríl 2010 06:00 Fólk hefur lagt leið sína að eldstöðvunum á ýmsum fararskjótum síðustu vikur – fjórhjólum, vélsleðum, jeppum og jafnvel vélhjólum.Fréttablaðið/pjetur Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í nálægð við þau. „Fólk hefur alltaf sótt í eldgos. Í Heklugosum er yfirleitt hraun mjög neðarlega þannig að fólk kemst í glóandi hraun, sem er auðvitað eftirsóknarverðast. En þarna kemstu náttúrlega alla leið upp eftir,“ segir Ármann. Hann bendir á að hægt sé að sjá gosstrókana og hraunfossana tiltölulega langt að, auk þess sem ekki hafi í síðustu gosum verið hægt að nálgast gosið jafnmikið og nú. Þá sé gosið óvenjufallegt og standi lengur en síðustu gos. Nokkrir hafi lagt leið sína að Grímsvötnum árið 2004 á jeppum. Gosið hafi hins vegar ekki verið eins áhorfendavænt og hafi þess utan staðið skemur, eða rétt um viku. „Og Heklugosin eru yfirleitt bara sjónarspil fyrsta klukkutímann og síðan dregur svo hratt úr því – eftir einn tvo daga er bara eitthvert puff uppi í fjalli og aðallega hraun sem rennur. Núna er hins vegar allt sem ýtir undir það að menn sjái meira,“ segir Ármann. Farartækjaeign landsmanna hefur líklega sitt að segja, enda hefur hún rokið upp á síðastliðnum árum. Þannig fjölgaði skráðum snjósleðum á Íslandi um 60 prósent á árabilinu 1998 til 2008, og fjöldi skráðra fjórhjóla tuttugu og tvöfaldast. Þá hefur jeppaeign snaraukist. Til merkis um það seldust tæplega 12.800 jeppar af öllum stærðum á árunum 2000 til 2004, en um 27.100 á árunum 2004 til 2008. Ármann áréttar þó að hann telji gosfárið nú ekki endilega mikið meira en var árið 2000, og bendir á í því samhengi að ein stærsta björgunaraðgerð Íslandssögunnar hafi þá verið framkvæmd þegar löng bílalest festist í Þrengslunum. stigur@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í nálægð við þau. „Fólk hefur alltaf sótt í eldgos. Í Heklugosum er yfirleitt hraun mjög neðarlega þannig að fólk kemst í glóandi hraun, sem er auðvitað eftirsóknarverðast. En þarna kemstu náttúrlega alla leið upp eftir,“ segir Ármann. Hann bendir á að hægt sé að sjá gosstrókana og hraunfossana tiltölulega langt að, auk þess sem ekki hafi í síðustu gosum verið hægt að nálgast gosið jafnmikið og nú. Þá sé gosið óvenjufallegt og standi lengur en síðustu gos. Nokkrir hafi lagt leið sína að Grímsvötnum árið 2004 á jeppum. Gosið hafi hins vegar ekki verið eins áhorfendavænt og hafi þess utan staðið skemur, eða rétt um viku. „Og Heklugosin eru yfirleitt bara sjónarspil fyrsta klukkutímann og síðan dregur svo hratt úr því – eftir einn tvo daga er bara eitthvert puff uppi í fjalli og aðallega hraun sem rennur. Núna er hins vegar allt sem ýtir undir það að menn sjái meira,“ segir Ármann. Farartækjaeign landsmanna hefur líklega sitt að segja, enda hefur hún rokið upp á síðastliðnum árum. Þannig fjölgaði skráðum snjósleðum á Íslandi um 60 prósent á árabilinu 1998 til 2008, og fjöldi skráðra fjórhjóla tuttugu og tvöfaldast. Þá hefur jeppaeign snaraukist. Til merkis um það seldust tæplega 12.800 jeppar af öllum stærðum á árunum 2000 til 2004, en um 27.100 á árunum 2004 til 2008. Ármann áréttar þó að hann telji gosfárið nú ekki endilega mikið meira en var árið 2000, og bendir á í því samhengi að ein stærsta björgunaraðgerð Íslandssögunnar hafi þá verið framkvæmd þegar löng bílalest festist í Þrengslunum. stigur@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira