Stáltaugar hjá Oosthuizen - Tiger missti af lestinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. júlí 2010 20:15 Tiger gengur illa að finna sitt fyrra form. Hann var oft svekktur í dag. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Tiger Woods hefur ekki komist almennilega í gang og er búinn að missa af lestinni. Oosthuizen leiddi fyrir daginn í dag og héldu margir að hann myndi fara á taugum. Svo reyndist alls ekki vera því hann spilaði frábært golf og kom í hús á 69 höggum. Hann er samtals á 15 höggum undir pari og til alls líklegur á morgun. Englendingurinn Paul Casey var frábær í dag og lék á 67 höggum. Hann er samtals á 11 höggum undir pari og einn í öðru sæti. Tiger Woods lék á 73 höggum í dag eða einu höggi yfir pari. Hann er því samtals á 3 höggum undir pari. Hann fékk fjóra skolla og þrjá fugla. Svíinn Henrik Stenson lék frábærlega í dag og kom í hús á 67 höggum. Hann er á 7 höggum undir pari samtals og gæti blandað sér í baráttuna á morgun með álíka spilamennsku. Staða efstu manna: Louis Oosthuizen - 15 Paul Casey - 11 Martin Kaymer - 8 Henrik Stenson - 7 Alejandro Canizares - 7 Lee Westwood - 7 Dustin Johnson - 6 Tiger Woods - 3 Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Tiger Woods hefur ekki komist almennilega í gang og er búinn að missa af lestinni. Oosthuizen leiddi fyrir daginn í dag og héldu margir að hann myndi fara á taugum. Svo reyndist alls ekki vera því hann spilaði frábært golf og kom í hús á 69 höggum. Hann er samtals á 15 höggum undir pari og til alls líklegur á morgun. Englendingurinn Paul Casey var frábær í dag og lék á 67 höggum. Hann er samtals á 11 höggum undir pari og einn í öðru sæti. Tiger Woods lék á 73 höggum í dag eða einu höggi yfir pari. Hann er því samtals á 3 höggum undir pari. Hann fékk fjóra skolla og þrjá fugla. Svíinn Henrik Stenson lék frábærlega í dag og kom í hús á 67 höggum. Hann er á 7 höggum undir pari samtals og gæti blandað sér í baráttuna á morgun með álíka spilamennsku. Staða efstu manna: Louis Oosthuizen - 15 Paul Casey - 11 Martin Kaymer - 8 Henrik Stenson - 7 Alejandro Canizares - 7 Lee Westwood - 7 Dustin Johnson - 6 Tiger Woods - 3
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira