Hafa ekki keypt notaða bíla vegna eldgossins 12. maí 2010 12:52 Þegar lögin voru samþykkt var því spáð að bílaleigurnar hér á landi myndu kaupa 5-600 notaða bíla á þessu ári. Af því hefur ekki orðið Mynd/Anton Brink Bílaleigur hafa lítið sem ekkert keypt af notuðum bílum í vor eins og vonir stóðu til eftir að lög voru samþykkt sem heimiluðu þeim að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Ástæðan er samdráttur í bókunum sem rakin er til eldgossins í Eyjafjallajökli. Í mars síðastliðnum var lögum breytt þannig að bílaleigum á Íslandi var gert heimilt að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Áður hafði bílaleigum einungis verið heimilt að fá vaskinn endurgreiddan af nýjum bílum. Þetta var gert til þess að slá tvær flugu í einu höggi. Annars vegar voru horfur voru á því að skortur yrði á bílaleigubílum í sumar og hins vegar er mikið er til af óseldum bílum í landinu. Vonast var til að þetta myndi glæða lífi í sölu á notuðum bílum. Þegar lögin voru samþykkt var því spáð að bílaleigurnar hér á landi myndu kaupa 5-600 notaða bíla á þessu ári. Þetta hefði orðið innspýting í markaðinn um upp á 1,2 milljarða. En svo byrjaði að gjósa og stóru bílaleigurnar hafa nánast ekkert nýtt sér þessar nýju heimildir. Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir bílaleigurnar hafi ekki nýtt þessar heimildir þar sem bókanir hafi einfaldlega dregist saman vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Þannig að þörfin er ekki til staðar. Því miður." Gríðarlega hefur dregið úr bókunum bílaleigum. Á sama tíma í fyrra voru hátt í 100 bókanir á dag hjá einni leigunni en þær eru ekki nema 40-50 í dag. „Framan af vetri voru við með 10-15% aukningu á bókunum. Þegar túristagosið hófst á Fimmvörðuhálsi þá má segja að þær hafi verið á pari milli ára. Þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa þá duttu bókanirnar niður í 70-80% af því sem við vorum að fá fram af því. Svo þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti fór í frægt á BBC og fleiri stöðum þá hrundi þetta niður í 50-60%. Þannig að ummælin þar höfðu gríðarleg áhrif og við fundum því miður fyrir þeim," segir Steingrímur. Stórubílaleigurnar búast þó við að þessar nýja heimildir til þess að kaupa notaða bíla verði nýttar, mögulega seinna í sumar ef bókunum fer að fjölga aftur. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bílaleigur hafa lítið sem ekkert keypt af notuðum bílum í vor eins og vonir stóðu til eftir að lög voru samþykkt sem heimiluðu þeim að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Ástæðan er samdráttur í bókunum sem rakin er til eldgossins í Eyjafjallajökli. Í mars síðastliðnum var lögum breytt þannig að bílaleigum á Íslandi var gert heimilt að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Áður hafði bílaleigum einungis verið heimilt að fá vaskinn endurgreiddan af nýjum bílum. Þetta var gert til þess að slá tvær flugu í einu höggi. Annars vegar voru horfur voru á því að skortur yrði á bílaleigubílum í sumar og hins vegar er mikið er til af óseldum bílum í landinu. Vonast var til að þetta myndi glæða lífi í sölu á notuðum bílum. Þegar lögin voru samþykkt var því spáð að bílaleigurnar hér á landi myndu kaupa 5-600 notaða bíla á þessu ári. Þetta hefði orðið innspýting í markaðinn um upp á 1,2 milljarða. En svo byrjaði að gjósa og stóru bílaleigurnar hafa nánast ekkert nýtt sér þessar nýju heimildir. Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir bílaleigurnar hafi ekki nýtt þessar heimildir þar sem bókanir hafi einfaldlega dregist saman vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Þannig að þörfin er ekki til staðar. Því miður." Gríðarlega hefur dregið úr bókunum bílaleigum. Á sama tíma í fyrra voru hátt í 100 bókanir á dag hjá einni leigunni en þær eru ekki nema 40-50 í dag. „Framan af vetri voru við með 10-15% aukningu á bókunum. Þegar túristagosið hófst á Fimmvörðuhálsi þá má segja að þær hafi verið á pari milli ára. Þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa þá duttu bókanirnar niður í 70-80% af því sem við vorum að fá fram af því. Svo þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti fór í frægt á BBC og fleiri stöðum þá hrundi þetta niður í 50-60%. Þannig að ummælin þar höfðu gríðarleg áhrif og við fundum því miður fyrir þeim," segir Steingrímur. Stórubílaleigurnar búast þó við að þessar nýja heimildir til þess að kaupa notaða bíla verði nýttar, mögulega seinna í sumar ef bókunum fer að fjölga aftur.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira