Mourinho tekur þátt í hörkubaráttu gegn Madrid Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. nóvember 2010 06:00 Jose Mourinho, styður golfíþróttina í Portúgal. Nordic Photos/Getty Images Jose Mourinho, knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid, einbeitir sér ekki aðeins að því að stjórna einu stærsta fótboltaliði heims. Hann hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður umsóknar Portúgala sem vilja halda Ryderkeppnina í golfi árið 2018. Mourinho velur að venju ekki auðveldustu verkefnin því Spánverjar hafa einnig áhuga á að halda þriðja stærsta íþróttaviðburð heims árið 2018 og borgin er að sjálfsögðu Madrid. Í Ryderkeppninni eigast við úrvalslið frá Bandaríkjunum og Evrópu, og fer keppnin fram á tveggja ára fresti. „Ég stefni allta að sigri, og ég veit að allir þeir sem standa að baki umsókn Portúgals eru á sömu skoðun," sagði Mourinho í dag en hann hefur lítið skipt sér að golfíþróttinni fram til þessa. Og hann leikur ekki sjálfur golf. Portúgal vill halda keppnina á Herdade da Comporta vellinum á vesturströnd Portúgals en völlurinn er hannaður af Tom Fazio. „Comporta hérað á stað í hjarta mínu, og þegar ég ungur fór ég oft til Comporta frá heimabæ mínum Setubal. Þetta svæði er eitt af best geymdu leyndarmálum Evrópu, fallegar og ósnortar strendur, kristalblár sjór og ótrúlegri náttúrufegurð," sagði Mourinho. Hann er ekki í vafa um að Ryderkeppnin yrði mikil lyftistöng fyrir efnahagslífið í Portúgal. „Ef keppnin færi fram í Portúgal gætum við sýnt umheiminum hvað landið hefur upp á bjóða. Á hverjum degi set ég mér það markmið að sigra og koma nafni Portúgals á alheimskortið." Forráðamenn Ryderkeppninnar taka ákvörðun næsta vor hvar keppnin fer fram árið 2018. Spánverjar hafa sótt um keppnina sem fram fór árið 1987 á Valderama á Spáni. Það er í eina skiptið sem Ryderkeppnin hefur farið fram utan Bretlandseyja í Evrópu. Frakkar, Hollendingar og Þjóðverjar hafa einnig sótt um að halda keppnina sem fram fór á Celtic Manor í Wales í haust. Næsta keppni fer fram í Chicago í Bandaríkjunum haustið 2012, og árið 2014 fer keppnin fram á Gleneagles í Skotlandi. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid, einbeitir sér ekki aðeins að því að stjórna einu stærsta fótboltaliði heims. Hann hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður umsóknar Portúgala sem vilja halda Ryderkeppnina í golfi árið 2018. Mourinho velur að venju ekki auðveldustu verkefnin því Spánverjar hafa einnig áhuga á að halda þriðja stærsta íþróttaviðburð heims árið 2018 og borgin er að sjálfsögðu Madrid. Í Ryderkeppninni eigast við úrvalslið frá Bandaríkjunum og Evrópu, og fer keppnin fram á tveggja ára fresti. „Ég stefni allta að sigri, og ég veit að allir þeir sem standa að baki umsókn Portúgals eru á sömu skoðun," sagði Mourinho í dag en hann hefur lítið skipt sér að golfíþróttinni fram til þessa. Og hann leikur ekki sjálfur golf. Portúgal vill halda keppnina á Herdade da Comporta vellinum á vesturströnd Portúgals en völlurinn er hannaður af Tom Fazio. „Comporta hérað á stað í hjarta mínu, og þegar ég ungur fór ég oft til Comporta frá heimabæ mínum Setubal. Þetta svæði er eitt af best geymdu leyndarmálum Evrópu, fallegar og ósnortar strendur, kristalblár sjór og ótrúlegri náttúrufegurð," sagði Mourinho. Hann er ekki í vafa um að Ryderkeppnin yrði mikil lyftistöng fyrir efnahagslífið í Portúgal. „Ef keppnin færi fram í Portúgal gætum við sýnt umheiminum hvað landið hefur upp á bjóða. Á hverjum degi set ég mér það markmið að sigra og koma nafni Portúgals á alheimskortið." Forráðamenn Ryderkeppninnar taka ákvörðun næsta vor hvar keppnin fer fram árið 2018. Spánverjar hafa sótt um keppnina sem fram fór árið 1987 á Valderama á Spáni. Það er í eina skiptið sem Ryderkeppnin hefur farið fram utan Bretlandseyja í Evrópu. Frakkar, Hollendingar og Þjóðverjar hafa einnig sótt um að halda keppnina sem fram fór á Celtic Manor í Wales í haust. Næsta keppni fer fram í Chicago í Bandaríkjunum haustið 2012, og árið 2014 fer keppnin fram á Gleneagles í Skotlandi.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira