Íslensk mótmæli í Simpsons 18. maí 2010 10:30 Landsbankanum og bálreiðum íslenskum mótmælendum bregður fyrir í nýjasta þættinum um Simpsons-fjölskylduna sem sýndur var í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld. Í þættinum sést hvar hópur Íslendinga með mótmælaspjöld brýtur sér leið inn í „National Bank of Iceland" en það hét Landsbankinn á ensku. Á mótmælaspjöldunum má meðal annars sjá strikað yfir IMF eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og svo illskiljanlegar setningar á borð við „neitun Hómer", „við vilja okkar peninga!" og „segna upp nú". Telja verður líklegt að handritshöfundar Simpsons hafi leitað til Google Translate-forritsins og treyst á að það myndi reynast öruggt. Íslendingarnir ákveða að henda múrsteini í íslenska skjaldamerkið, brenna eftirmynd af Hómer Simpson og bölsótast yfir þeirri staðreynd að Bjólfur sé ekki íslenskur.Söguþráðurinn í þættinum er á þá leið að Springfield, heimabær Simpsons, á í miklum fjárhagserfiðleikum. Borgarstjórinn tilkynnir miklar sparnaðaraðgerðir sem felast meðal annars í því að hætt verður að hirða upp dauð dýr, kennsla í skólum er skorin niður og hættuminnstu föngunum er sleppt. Í kjölfarið hrynur fasteignamarkaðurinn og flestir af nágrönnum Simpson-fjölskyldunnar neyðast til að selja hús sín. Hómer verður stórhrifinn af nágrannahúsinu eftir að hann rennur á gómsæta smákökulykt og tekur lán fyrir kaupunum. Hann er hins vegar aðeins of seinn því fasteignasalinn hefur þegar fundið kaupanda að eigninni. Hómer bregst illa við og útskýrir fyrir fasteignasalanum að hann hafi tekið lán sem þegar hafi verið selt til banka, vogunarsjóða og annarra lánastofnana um allan heim. Áletranir mótmælaspjaldanna eru augljóslega fengnar frá þýðingarforritinu Google Translate því kröfurnar eru flestar óskiljanlegar.Og í þeim töluðu orðum er kastljósinu beint að mótmælunum við Landsbankann þar sem æstir Íslendingar vilja drepa Hómer og brenna eftirmynd af honum. Í bakgrunni má sjá íslenska fánann og loks taka tveir menn tal saman. „Við eigum að minnsta kosti Bjólf," segir einn en hinn svarar að bragði. „Við eigum hann ekki." Um 6,3 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn. Þættirnir um Simpson-fjölskylduna eru farsælustu sjónvarpsþættir allra tíma. Engir þættir hafa jafn lengi verið sýndir á besta tíma í Bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn fór í loftið 17. desember árið 1989. - afb, fgg Skroll-Lífið Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Landsbankanum og bálreiðum íslenskum mótmælendum bregður fyrir í nýjasta þættinum um Simpsons-fjölskylduna sem sýndur var í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld. Í þættinum sést hvar hópur Íslendinga með mótmælaspjöld brýtur sér leið inn í „National Bank of Iceland" en það hét Landsbankinn á ensku. Á mótmælaspjöldunum má meðal annars sjá strikað yfir IMF eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og svo illskiljanlegar setningar á borð við „neitun Hómer", „við vilja okkar peninga!" og „segna upp nú". Telja verður líklegt að handritshöfundar Simpsons hafi leitað til Google Translate-forritsins og treyst á að það myndi reynast öruggt. Íslendingarnir ákveða að henda múrsteini í íslenska skjaldamerkið, brenna eftirmynd af Hómer Simpson og bölsótast yfir þeirri staðreynd að Bjólfur sé ekki íslenskur.Söguþráðurinn í þættinum er á þá leið að Springfield, heimabær Simpsons, á í miklum fjárhagserfiðleikum. Borgarstjórinn tilkynnir miklar sparnaðaraðgerðir sem felast meðal annars í því að hætt verður að hirða upp dauð dýr, kennsla í skólum er skorin niður og hættuminnstu föngunum er sleppt. Í kjölfarið hrynur fasteignamarkaðurinn og flestir af nágrönnum Simpson-fjölskyldunnar neyðast til að selja hús sín. Hómer verður stórhrifinn af nágrannahúsinu eftir að hann rennur á gómsæta smákökulykt og tekur lán fyrir kaupunum. Hann er hins vegar aðeins of seinn því fasteignasalinn hefur þegar fundið kaupanda að eigninni. Hómer bregst illa við og útskýrir fyrir fasteignasalanum að hann hafi tekið lán sem þegar hafi verið selt til banka, vogunarsjóða og annarra lánastofnana um allan heim. Áletranir mótmælaspjaldanna eru augljóslega fengnar frá þýðingarforritinu Google Translate því kröfurnar eru flestar óskiljanlegar.Og í þeim töluðu orðum er kastljósinu beint að mótmælunum við Landsbankann þar sem æstir Íslendingar vilja drepa Hómer og brenna eftirmynd af honum. Í bakgrunni má sjá íslenska fánann og loks taka tveir menn tal saman. „Við eigum að minnsta kosti Bjólf," segir einn en hinn svarar að bragði. „Við eigum hann ekki." Um 6,3 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn. Þættirnir um Simpson-fjölskylduna eru farsælustu sjónvarpsþættir allra tíma. Engir þættir hafa jafn lengi verið sýndir á besta tíma í Bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn fór í loftið 17. desember árið 1989. - afb, fgg
Skroll-Lífið Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira