Páll Baldvin Baldvinsson: Djók Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 10. maí 2010 06:00 Enginn heyrðist hvellurinn þegar framboðsfresti til sveitarstjórnarkosninga lauk um helgina: auk fastra viðskiptavina kjósenda í sveitarstjórnum bættust nokkur ný framboð við, svona til að sundra atkvæðamagninu og styrkja hin stærri framboð sem fyrir eru á palli. Kannanir um áhuga almennings leiða í ljós að kjósendur eru fráhverfir sveitarstjórnarmálum um þessar mundir, Það eru einkum skemmtikraftaframboðin sem vekja athygli. Sérstakt, þegar sveitarfélagið er að verða meira og meira ráðandi um okkar daglegu önn. Þangað hefur ríkisvaldið flutt æ fleiri verkefni, flest kostnaðarsöm, undir því yfirskini „að færa verði þjónustuna nær fólkinu". Og þegar kreppir að er ríkisvaldið stikkfrí og þarf ekkert að hafa áhyggjur af niðurskurði í kostnaði, les þjónustu sveitarfélaga, enda á framkvæmdavaldið nóg með sitt úttútnaða kerfi eftir áratuga stjórn þeirra sem í upphafi ferils síns hrópuðu: báknið burt! Sveitarstjórnarmál eru ekkert grín eins og þeir frambjóðendur grínistanna sem efstir eru á listum eiga heldur betur eftir að kynnast. Þau eru grafalvarlegt mál. Sveitarstjórnir hafa víða orðið lén stjórnmálaflokkanna og það er kjósendum að kenna. Þorpin íslensku eru svo fámenn að þar blandast saman vinapólitík, hagsmunagæsla og sporslustjórnun. Umbætur á félagslegri þjónustu, öll starfsemi sveitarstjórna er félagsleg þjónusta, geta í besta falli falist í endurskipulagningu á skipuritum til að valda pólitíska andstæðinga sem eru komnir á jötuna, og koma sínum að. Þannig var það í Reykjavík í tíð R-lista efir einræðisstjórn Davíðs. Þess háttar stjórnarhættir kosta alla í þorpinu mikið fé til langs tíma. Það er ekki leitað hagkvæmra lausna af þekkingu, heldur verður kerfið einrátt og hendir sér á fáránlegar fjárfestingar: Perla, Hringbraut, Samgöngumiðstöð, úthverfaþenslan. Eina lausnin á þessum vanda er að fækka sveitarfélögum miskunnarlaust. Hér á höfuðborgarsvæðinu á að draga Mosfellsbæ, Seltjarnarnes, Kópavog, Garðabæ, Álftanes og Hafnarfjörð undir einn hatt, ekki bara til að spara í rekstri heldur líka til að samræma aðgerðir, ná heildarsýn. Hvernig menn kunna svo að skipa niður hverfaþjónustu, svo ekki sé talað um blessað lýðræðið sem fæstir hafa tíma til að sinna, er svo annað mál. Því má finna form eftir landslagi, en hin stóru kerfi á að reka heildrænt. Skipulag, viðhald eldri veitukerfa, fræðslumál, þjónusta við aldraða, sjúka og þá sem standa höllum færi félagslega; allt eru þetta verkefni sem á að vinna fyrir allt svæðið í heild: frá Kjalarnesi til Krýsuvíkur. Slík stakkaskipti kalla á að til pólitískrar stjórnunar verða íbúar að fá menntaða víðsýna einstaklinga sem hugsa hærra og víðar en að tryggja stöðu sína og sinna á skrifstofum sex sveitarfélaga: hin umfangsmikla umskipun hverfakerfanna kallar á það að í framboð fari aðrir en þeir sem líta á sveitarstjórnarmál sem dútl eða djók. Er einhver von til að breytingar verði á skipan sveitarstjórna á næstunni? Sýnist mönnum mannvalið vera slíkt? Ætli það verði hin efnahagslega nauð sem um síðir beygi menn til sameiningar. Nema íbúar fari strax í stórum flokkum að heimta hagkvæmari og faglegri skipan sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu og hætti að styðja hreppapólitíkina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Enginn heyrðist hvellurinn þegar framboðsfresti til sveitarstjórnarkosninga lauk um helgina: auk fastra viðskiptavina kjósenda í sveitarstjórnum bættust nokkur ný framboð við, svona til að sundra atkvæðamagninu og styrkja hin stærri framboð sem fyrir eru á palli. Kannanir um áhuga almennings leiða í ljós að kjósendur eru fráhverfir sveitarstjórnarmálum um þessar mundir, Það eru einkum skemmtikraftaframboðin sem vekja athygli. Sérstakt, þegar sveitarfélagið er að verða meira og meira ráðandi um okkar daglegu önn. Þangað hefur ríkisvaldið flutt æ fleiri verkefni, flest kostnaðarsöm, undir því yfirskini „að færa verði þjónustuna nær fólkinu". Og þegar kreppir að er ríkisvaldið stikkfrí og þarf ekkert að hafa áhyggjur af niðurskurði í kostnaði, les þjónustu sveitarfélaga, enda á framkvæmdavaldið nóg með sitt úttútnaða kerfi eftir áratuga stjórn þeirra sem í upphafi ferils síns hrópuðu: báknið burt! Sveitarstjórnarmál eru ekkert grín eins og þeir frambjóðendur grínistanna sem efstir eru á listum eiga heldur betur eftir að kynnast. Þau eru grafalvarlegt mál. Sveitarstjórnir hafa víða orðið lén stjórnmálaflokkanna og það er kjósendum að kenna. Þorpin íslensku eru svo fámenn að þar blandast saman vinapólitík, hagsmunagæsla og sporslustjórnun. Umbætur á félagslegri þjónustu, öll starfsemi sveitarstjórna er félagsleg þjónusta, geta í besta falli falist í endurskipulagningu á skipuritum til að valda pólitíska andstæðinga sem eru komnir á jötuna, og koma sínum að. Þannig var það í Reykjavík í tíð R-lista efir einræðisstjórn Davíðs. Þess háttar stjórnarhættir kosta alla í þorpinu mikið fé til langs tíma. Það er ekki leitað hagkvæmra lausna af þekkingu, heldur verður kerfið einrátt og hendir sér á fáránlegar fjárfestingar: Perla, Hringbraut, Samgöngumiðstöð, úthverfaþenslan. Eina lausnin á þessum vanda er að fækka sveitarfélögum miskunnarlaust. Hér á höfuðborgarsvæðinu á að draga Mosfellsbæ, Seltjarnarnes, Kópavog, Garðabæ, Álftanes og Hafnarfjörð undir einn hatt, ekki bara til að spara í rekstri heldur líka til að samræma aðgerðir, ná heildarsýn. Hvernig menn kunna svo að skipa niður hverfaþjónustu, svo ekki sé talað um blessað lýðræðið sem fæstir hafa tíma til að sinna, er svo annað mál. Því má finna form eftir landslagi, en hin stóru kerfi á að reka heildrænt. Skipulag, viðhald eldri veitukerfa, fræðslumál, þjónusta við aldraða, sjúka og þá sem standa höllum færi félagslega; allt eru þetta verkefni sem á að vinna fyrir allt svæðið í heild: frá Kjalarnesi til Krýsuvíkur. Slík stakkaskipti kalla á að til pólitískrar stjórnunar verða íbúar að fá menntaða víðsýna einstaklinga sem hugsa hærra og víðar en að tryggja stöðu sína og sinna á skrifstofum sex sveitarfélaga: hin umfangsmikla umskipun hverfakerfanna kallar á það að í framboð fari aðrir en þeir sem líta á sveitarstjórnarmál sem dútl eða djók. Er einhver von til að breytingar verði á skipan sveitarstjórna á næstunni? Sýnist mönnum mannvalið vera slíkt? Ætli það verði hin efnahagslega nauð sem um síðir beygi menn til sameiningar. Nema íbúar fari strax í stórum flokkum að heimta hagkvæmari og faglegri skipan sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu og hætti að styðja hreppapólitíkina.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun