Jarmusch djammaði með Íslendingum 2. október 2010 09:30 Föngulegur hópur Jim Jarmusch kynntist reykvísku næturlífi með aðstoð valinkunnra einstaklinga á borð við Friðrik Þór Friðriksson og Kolfinnu Baldvinsdóttur. Bandaríski leikstjórinn Jim Jarmusch, heiðursgestur Riff-hátíðarinnar, var í miklu stuði er hann sat fyrir svörum í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Þar hermdi hann eftir ítalska leikaranum Roberto Benigni og bandaríska rapparanum RZA við mikil hlátrasköll. Að því loknu fór Jarmusch á Kaffibarinn í rokkabillípartí og því næst lá leið hans á Boston. Með í för var fólk með ágæta reynslu úr íslensku skemmtanalífi: þau Krummi í Mínus, Kolfinna Baldvinsdóttir og Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri. Einnig var með í för Wendy Mitchell, blaðamaður bandarísku kvikmyndasíðunnar Screendaily.com. Kvöldið endaði svo á Bakkusi, þar sem meðlimir Sigur Rósar skemmtu sér með Jarmusch langt fram á nótt. Áður en spurningaflóðið í Háskólabíói hófst hittust erlendir kvikmyndagerðarmenn og blaðamenn í Sjóminjasafninu þar sem plokkfiskur var í boði sem Jarmusch fúlsaði við, enda grænmetisæta. Í staðinn saddi hann sárasta hungrið með hnausþykkum Guinness-bjór síðar um kvöldið. Leikstjórinn ræddi næsta verkefni sitt, heimildarmynd um hljómsveitina The Stooges, sem spilaði einmitt í Hafnarhúsinu fyrir fjórum árum. Jarmusch er búinn að taka upp sjö klukkutíma af viðtölum við forsprakkann Iggy Pop en sveitin er í miklu uppáhaldi hjá honum.- fb Lífið Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Jim Jarmusch, heiðursgestur Riff-hátíðarinnar, var í miklu stuði er hann sat fyrir svörum í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Þar hermdi hann eftir ítalska leikaranum Roberto Benigni og bandaríska rapparanum RZA við mikil hlátrasköll. Að því loknu fór Jarmusch á Kaffibarinn í rokkabillípartí og því næst lá leið hans á Boston. Með í för var fólk með ágæta reynslu úr íslensku skemmtanalífi: þau Krummi í Mínus, Kolfinna Baldvinsdóttir og Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri. Einnig var með í för Wendy Mitchell, blaðamaður bandarísku kvikmyndasíðunnar Screendaily.com. Kvöldið endaði svo á Bakkusi, þar sem meðlimir Sigur Rósar skemmtu sér með Jarmusch langt fram á nótt. Áður en spurningaflóðið í Háskólabíói hófst hittust erlendir kvikmyndagerðarmenn og blaðamenn í Sjóminjasafninu þar sem plokkfiskur var í boði sem Jarmusch fúlsaði við, enda grænmetisæta. Í staðinn saddi hann sárasta hungrið með hnausþykkum Guinness-bjór síðar um kvöldið. Leikstjórinn ræddi næsta verkefni sitt, heimildarmynd um hljómsveitina The Stooges, sem spilaði einmitt í Hafnarhúsinu fyrir fjórum árum. Jarmusch er búinn að taka upp sjö klukkutíma af viðtölum við forsprakkann Iggy Pop en sveitin er í miklu uppáhaldi hjá honum.- fb
Lífið Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira