Kostnaður flugfélaga hleypur á milljónum 16. apríl 2010 03:45 óvissa Fjórtán flugvélar Icelandair og fjórar á vegum Iceland Express eiga áætlaða brottför frá Keflavíkurflugvelli í dag. Raskist áætlun vegna gossins eiga farþegar sem verða strandaglópar ríkan rétt.Fréttablaðið/ Pjetur Þær þúsundir flugfarþega, sem ekki komust leiðar sinnar með íslensku flugfélögunum í gær vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, eiga rétt á endurgreiðslu eða nýjum farseðlum. Ferðatryggingar gilda hins vegar ekki um tafir vegna eldgosa og náttúruhamfara og tjón, svo sem hótelherbergi eða bílaleigubíla sem ekki er hægt að nýta á áfangastað, fæst því ekki bætt. Icelandair útvegaði ferðamönnum sem urðu strandaglópar á Keflavíkurflugvelli í gær gistingu og máltíðir. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi segir að þetta sé skylt að gera samkvæmt Evrópureglum um réttindi neytenda. „Við vitum ekki hvað þetta mun kosta," segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi en kostnaður félagsins væri mikill og hlypi á milljónum. Kristín Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir að farþegar tveggja véla félagsins hefðu orðið strandaglópar en heimild var veitt fyrir flugi þess til Alicante síðdegis í gær. „Þetta er ekki eitthvað sem menn geta vátryggt sig gegn," segir Agnar Óskarsson, deildarstjóri hjá VÍS, um það hvort viðskiptavinir geti fengið bætt tjón vegna þjónustu sem þeir hafa greitt fyrir erlendis en geta ekki nýtt þar sem þeir komast ekki í flug á réttum tíma. Engar tryggingar bæta tjón ferðamanna vegna náttúruhamfara á borð við eldgos, segir Agnar. peturg@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þær þúsundir flugfarþega, sem ekki komust leiðar sinnar með íslensku flugfélögunum í gær vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, eiga rétt á endurgreiðslu eða nýjum farseðlum. Ferðatryggingar gilda hins vegar ekki um tafir vegna eldgosa og náttúruhamfara og tjón, svo sem hótelherbergi eða bílaleigubíla sem ekki er hægt að nýta á áfangastað, fæst því ekki bætt. Icelandair útvegaði ferðamönnum sem urðu strandaglópar á Keflavíkurflugvelli í gær gistingu og máltíðir. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi segir að þetta sé skylt að gera samkvæmt Evrópureglum um réttindi neytenda. „Við vitum ekki hvað þetta mun kosta," segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi en kostnaður félagsins væri mikill og hlypi á milljónum. Kristín Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir að farþegar tveggja véla félagsins hefðu orðið strandaglópar en heimild var veitt fyrir flugi þess til Alicante síðdegis í gær. „Þetta er ekki eitthvað sem menn geta vátryggt sig gegn," segir Agnar Óskarsson, deildarstjóri hjá VÍS, um það hvort viðskiptavinir geti fengið bætt tjón vegna þjónustu sem þeir hafa greitt fyrir erlendis en geta ekki nýtt þar sem þeir komast ekki í flug á réttum tíma. Engar tryggingar bæta tjón ferðamanna vegna náttúruhamfara á borð við eldgos, segir Agnar. peturg@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira