Íslensk hönnun á útimarkaði í sumar 28. júní 2010 11:00 Í þessu porti ætlar Guðbjörg Jakobsdóttir fatahönnuður að vera með útimarkað hverja helgi í júlí og ágúst undir nafninu Reykjavik Creative Market.Fréttablaðið/Arnþór Fyrstu helgina í júlí fer af stað útimarkaður í portinu bak við danska sendiráðið á Hverfisgötunni. Markaðurinn ber nafnið Reykjavik Creative Market og mun bjóða upp á alls kyns íslenska hönnun. Markaðurinn mun vera í gangi allar helgar í júlí og ágúst, laugardaga og sunnudaga. „Markmiðið er að að gefa íslenskum hönnuðum stað til að selja sínar vörur og kynna sitt starf. Draga saman það sem er nýtt, ferskt og áhugavert í íslenskri hönnun og vöruhönnun. Svo skapast oft svo góð stemning á útimörkuðum,“ segir Guðbjörg Jakobsdóttir fatahönnuður, ein af þeim sem stendur að þessu verkefni, en hún tók einnig þátt í að stofna PopUp-markaðina vinsælu. „Það er svo mikið af hönnuðum sem eru með góðar vörur og hugmyndir sem leggja ekki í þá fjárfestingu að stofna fyrirtæki. Þeir fá nú tækifæri til að komast að því hvernig vörunni er tekið af kaupandanum,“ segir Guðbjörg en á markaðnum verða bæði hönnuðir að stíga sín fyrsta skref í bland við sprotafyrirtæki að stækka sinn kúnnahóp. Guðbjörg segist vera viss um að útimarkaðir geti gengið á Íslandi þrátt fyrir óstöðugt veðurfar. „Við erum búin að vera með svo gott veður hér og ef það kemur rigning þá erum við bara viðbúin því,“ segir Guðbjörg og bætir við að portið þar sem markaðurinn verður haldinn sé svo skjólsæll að þau losni að minnsta kosti við íslenska rokið. - áp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Fyrstu helgina í júlí fer af stað útimarkaður í portinu bak við danska sendiráðið á Hverfisgötunni. Markaðurinn ber nafnið Reykjavik Creative Market og mun bjóða upp á alls kyns íslenska hönnun. Markaðurinn mun vera í gangi allar helgar í júlí og ágúst, laugardaga og sunnudaga. „Markmiðið er að að gefa íslenskum hönnuðum stað til að selja sínar vörur og kynna sitt starf. Draga saman það sem er nýtt, ferskt og áhugavert í íslenskri hönnun og vöruhönnun. Svo skapast oft svo góð stemning á útimörkuðum,“ segir Guðbjörg Jakobsdóttir fatahönnuður, ein af þeim sem stendur að þessu verkefni, en hún tók einnig þátt í að stofna PopUp-markaðina vinsælu. „Það er svo mikið af hönnuðum sem eru með góðar vörur og hugmyndir sem leggja ekki í þá fjárfestingu að stofna fyrirtæki. Þeir fá nú tækifæri til að komast að því hvernig vörunni er tekið af kaupandanum,“ segir Guðbjörg en á markaðnum verða bæði hönnuðir að stíga sín fyrsta skref í bland við sprotafyrirtæki að stækka sinn kúnnahóp. Guðbjörg segist vera viss um að útimarkaðir geti gengið á Íslandi þrátt fyrir óstöðugt veðurfar. „Við erum búin að vera með svo gott veður hér og ef það kemur rigning þá erum við bara viðbúin því,“ segir Guðbjörg og bætir við að portið þar sem markaðurinn verður haldinn sé svo skjólsæll að þau losni að minnsta kosti við íslenska rokið. - áp
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira