Karlsson sigraði Poulter í spennandi bráðabana – Kaymer efstur á peningalistanum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. nóvember 2010 17:30 Robert Karlsson með sigurlaunin. Nordic Photos / Getty Images Sænski kylfingurinn Robert Karlsson sigraði á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi sem lauk í dag í Dubai. Hann hafði betur í bráðabana gegn Englendingnum Ian Poulter en Poulter gerði afdrifarík mistök á 18. flöt í bráðabananum þar sem hann fékk dæmt á sig vítishögg á flötinni. Karlsson lék lokahringinn á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en Poulter lék á 70 höggum og báðir voru þeir á 14 höggum undir pari. Þeir fóru því í bráðabana á 18. braut, og báðir fengu þeir fugl og því varð að leika 18. brautina á ný sem er par 5 hola um 550 metrar á lengd. Þriðja höggið hjá Poulter var alls ekki nógu gott og Karlsson var í vænlegri stöðu eftir þriðja höggið. Poulter gerði síðan mistök á flötinni þegar hann færði merkið sitt áður en boltinn var á réttum stað og fyrir það fékk hann eitt högg í víti. Karlsson fékk fugl og tryggði sér 110 milljónir kr. í verðlaunafé.Karlsson fagnar sigrinum.Nordic Photos / Getty ImagesÞetta er 11. sigur Karlsson á Evrópumótaröðinni á ferlinum en alls hefur hann tekið þátt á 464 mótum. Hann vann tvö mót á þessu ári en fyrri sigur hans var í Katar. Karlsson er sigursælasti sænski kylfingurinn á Evrópumótaröðinni. Þjóðverjinn Martin Kaymer tryggði sér 140 milljónir kr. fyrir að tryggja sér efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer, sem er aðeins 25 ára gamall, er annar Þjóðverjinn sem nær því að vera í efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer er sá yngsti sem nær efsta sæti peningalistans frá árinu 1989 þegar Ronan Rafferty var efstur. Kaymer, sem sigraði á PGA-meistaramótinu í haust, fékk um 700 milljónir kr. alls í verðlaunafé á árinu 2010. Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sænski kylfingurinn Robert Karlsson sigraði á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi sem lauk í dag í Dubai. Hann hafði betur í bráðabana gegn Englendingnum Ian Poulter en Poulter gerði afdrifarík mistök á 18. flöt í bráðabananum þar sem hann fékk dæmt á sig vítishögg á flötinni. Karlsson lék lokahringinn á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en Poulter lék á 70 höggum og báðir voru þeir á 14 höggum undir pari. Þeir fóru því í bráðabana á 18. braut, og báðir fengu þeir fugl og því varð að leika 18. brautina á ný sem er par 5 hola um 550 metrar á lengd. Þriðja höggið hjá Poulter var alls ekki nógu gott og Karlsson var í vænlegri stöðu eftir þriðja höggið. Poulter gerði síðan mistök á flötinni þegar hann færði merkið sitt áður en boltinn var á réttum stað og fyrir það fékk hann eitt högg í víti. Karlsson fékk fugl og tryggði sér 110 milljónir kr. í verðlaunafé.Karlsson fagnar sigrinum.Nordic Photos / Getty ImagesÞetta er 11. sigur Karlsson á Evrópumótaröðinni á ferlinum en alls hefur hann tekið þátt á 464 mótum. Hann vann tvö mót á þessu ári en fyrri sigur hans var í Katar. Karlsson er sigursælasti sænski kylfingurinn á Evrópumótaröðinni. Þjóðverjinn Martin Kaymer tryggði sér 140 milljónir kr. fyrir að tryggja sér efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer, sem er aðeins 25 ára gamall, er annar Þjóðverjinn sem nær því að vera í efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer er sá yngsti sem nær efsta sæti peningalistans frá árinu 1989 þegar Ronan Rafferty var efstur. Kaymer, sem sigraði á PGA-meistaramótinu í haust, fékk um 700 milljónir kr. alls í verðlaunafé á árinu 2010.
Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti