Karlsson sigraði Poulter í spennandi bráðabana – Kaymer efstur á peningalistanum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. nóvember 2010 17:30 Robert Karlsson með sigurlaunin. Nordic Photos / Getty Images Sænski kylfingurinn Robert Karlsson sigraði á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi sem lauk í dag í Dubai. Hann hafði betur í bráðabana gegn Englendingnum Ian Poulter en Poulter gerði afdrifarík mistök á 18. flöt í bráðabananum þar sem hann fékk dæmt á sig vítishögg á flötinni. Karlsson lék lokahringinn á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en Poulter lék á 70 höggum og báðir voru þeir á 14 höggum undir pari. Þeir fóru því í bráðabana á 18. braut, og báðir fengu þeir fugl og því varð að leika 18. brautina á ný sem er par 5 hola um 550 metrar á lengd. Þriðja höggið hjá Poulter var alls ekki nógu gott og Karlsson var í vænlegri stöðu eftir þriðja höggið. Poulter gerði síðan mistök á flötinni þegar hann færði merkið sitt áður en boltinn var á réttum stað og fyrir það fékk hann eitt högg í víti. Karlsson fékk fugl og tryggði sér 110 milljónir kr. í verðlaunafé.Karlsson fagnar sigrinum.Nordic Photos / Getty ImagesÞetta er 11. sigur Karlsson á Evrópumótaröðinni á ferlinum en alls hefur hann tekið þátt á 464 mótum. Hann vann tvö mót á þessu ári en fyrri sigur hans var í Katar. Karlsson er sigursælasti sænski kylfingurinn á Evrópumótaröðinni. Þjóðverjinn Martin Kaymer tryggði sér 140 milljónir kr. fyrir að tryggja sér efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer, sem er aðeins 25 ára gamall, er annar Þjóðverjinn sem nær því að vera í efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer er sá yngsti sem nær efsta sæti peningalistans frá árinu 1989 þegar Ronan Rafferty var efstur. Kaymer, sem sigraði á PGA-meistaramótinu í haust, fékk um 700 milljónir kr. alls í verðlaunafé á árinu 2010. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sænski kylfingurinn Robert Karlsson sigraði á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi sem lauk í dag í Dubai. Hann hafði betur í bráðabana gegn Englendingnum Ian Poulter en Poulter gerði afdrifarík mistök á 18. flöt í bráðabananum þar sem hann fékk dæmt á sig vítishögg á flötinni. Karlsson lék lokahringinn á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en Poulter lék á 70 höggum og báðir voru þeir á 14 höggum undir pari. Þeir fóru því í bráðabana á 18. braut, og báðir fengu þeir fugl og því varð að leika 18. brautina á ný sem er par 5 hola um 550 metrar á lengd. Þriðja höggið hjá Poulter var alls ekki nógu gott og Karlsson var í vænlegri stöðu eftir þriðja höggið. Poulter gerði síðan mistök á flötinni þegar hann færði merkið sitt áður en boltinn var á réttum stað og fyrir það fékk hann eitt högg í víti. Karlsson fékk fugl og tryggði sér 110 milljónir kr. í verðlaunafé.Karlsson fagnar sigrinum.Nordic Photos / Getty ImagesÞetta er 11. sigur Karlsson á Evrópumótaröðinni á ferlinum en alls hefur hann tekið þátt á 464 mótum. Hann vann tvö mót á þessu ári en fyrri sigur hans var í Katar. Karlsson er sigursælasti sænski kylfingurinn á Evrópumótaröðinni. Þjóðverjinn Martin Kaymer tryggði sér 140 milljónir kr. fyrir að tryggja sér efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer, sem er aðeins 25 ára gamall, er annar Þjóðverjinn sem nær því að vera í efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer er sá yngsti sem nær efsta sæti peningalistans frá árinu 1989 þegar Ronan Rafferty var efstur. Kaymer, sem sigraði á PGA-meistaramótinu í haust, fékk um 700 milljónir kr. alls í verðlaunafé á árinu 2010.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira