Skeljungur gefst upp á mótbyr í Hrútafirði 21. desember 2010 06:00 „Það er með þungum huga sem ég rita þér þetta bréf." Þannig hefst bréf forstjóra Skeljungs, Einars Arnar Ólafssonar, til íbúa í Bæjarhreppi varðandi áform félagsins um byggingu söluskála í Hrútafirði. Í bréfi Einars kemur fram að Skeljungur sé hættur við að reisa söluskálann eftir að hafa reynt án árangurs í fjögur ár að fá framkvæmdina afgreidda í sveitarstjórn Bæjarhrepps. Rekur hann málið frá því að Skeljungur óskaði fyrst eftir því í október 2006 að fá samþykkt breytt deiliskipulag sem gert hefði félaginu kleift að reisa söluskálann í landi Fögrubrekku, skammt suður af þeim stað þar sem N1 byggði síðan nýjan Staðarskála. Segir forstjórinn frá því að meirihluti hreppsnefndarinnar hafi sætt utanaðkomandi þrýstingi og á margvíslegan hátt hindrað framgang málsins. „Í ferlinu hafa málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaganna verið þverbrotnar í nánast hverju einasta skrefi," skrifar Einar íbúum Bæjarhrepps. „Á meðan hefur N1 [eigandi Staðarskála] notið góðs af einokunarstöðu sinni á svæðinu og staða þeirra styrkst." Þá segir Einar að forsvarsmenn Bæjarhrepps hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til þess að sporna við starfsemi Skeljungs í hreppnum og brotið bæði stjórnsýslulög og samkeppnislög á grófan hátt. Fyrirtækið ætli nú að leita á önnur mið. Þótt Skeljungur hafi lagt ótal vinnustundir og mikla fjármuni í verkefnið hyggist félagið ekki gera skaðabótakröfu á hendur hreppnum enda myndi það á endanum koma niður á íbúum hans. Einar bendir á að Sigurður Kjartansson, þáverandi og núverandi oddviti Bæjarhrepps, hafi sagt á hreppsnefndarfundi í byrjun febrúar síðastliðins að auglýsing nýs skipulags yrði látin bíða þar til eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Ekkert hafi gerst síðan. Hvorki hefur náðst í Sigurð Kjartansson né Jóhann Ragnarsson varaoddvita undanfarna daga. Á fundi í hreppsnefndinni á sunnudag var forsvarsmönnum hreppsins falið að hafa samband við Skeljung hið fyrsta. Eftir fundinn spurðu íbúar sem voru viðstaddir hvaða skilaboð hreppurinn færi með til Skeljungs. Jóhann Ragnarsson varaoddviti svaraði að það væri ekki mál fyrirspyrjendanna. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
„Það er með þungum huga sem ég rita þér þetta bréf." Þannig hefst bréf forstjóra Skeljungs, Einars Arnar Ólafssonar, til íbúa í Bæjarhreppi varðandi áform félagsins um byggingu söluskála í Hrútafirði. Í bréfi Einars kemur fram að Skeljungur sé hættur við að reisa söluskálann eftir að hafa reynt án árangurs í fjögur ár að fá framkvæmdina afgreidda í sveitarstjórn Bæjarhrepps. Rekur hann málið frá því að Skeljungur óskaði fyrst eftir því í október 2006 að fá samþykkt breytt deiliskipulag sem gert hefði félaginu kleift að reisa söluskálann í landi Fögrubrekku, skammt suður af þeim stað þar sem N1 byggði síðan nýjan Staðarskála. Segir forstjórinn frá því að meirihluti hreppsnefndarinnar hafi sætt utanaðkomandi þrýstingi og á margvíslegan hátt hindrað framgang málsins. „Í ferlinu hafa málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaganna verið þverbrotnar í nánast hverju einasta skrefi," skrifar Einar íbúum Bæjarhrepps. „Á meðan hefur N1 [eigandi Staðarskála] notið góðs af einokunarstöðu sinni á svæðinu og staða þeirra styrkst." Þá segir Einar að forsvarsmenn Bæjarhrepps hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til þess að sporna við starfsemi Skeljungs í hreppnum og brotið bæði stjórnsýslulög og samkeppnislög á grófan hátt. Fyrirtækið ætli nú að leita á önnur mið. Þótt Skeljungur hafi lagt ótal vinnustundir og mikla fjármuni í verkefnið hyggist félagið ekki gera skaðabótakröfu á hendur hreppnum enda myndi það á endanum koma niður á íbúum hans. Einar bendir á að Sigurður Kjartansson, þáverandi og núverandi oddviti Bæjarhrepps, hafi sagt á hreppsnefndarfundi í byrjun febrúar síðastliðins að auglýsing nýs skipulags yrði látin bíða þar til eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Ekkert hafi gerst síðan. Hvorki hefur náðst í Sigurð Kjartansson né Jóhann Ragnarsson varaoddvita undanfarna daga. Á fundi í hreppsnefndinni á sunnudag var forsvarsmönnum hreppsins falið að hafa samband við Skeljung hið fyrsta. Eftir fundinn spurðu íbúar sem voru viðstaddir hvaða skilaboð hreppurinn færi með til Skeljungs. Jóhann Ragnarsson varaoddviti svaraði að það væri ekki mál fyrirspyrjendanna. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira