Ekkert mál með Beyoncé 19. ágúst 2010 08:30 Afslappaður Ásgrímur Már Friðriksson, fatahönnuður, telur ekki að Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans. Fréttablaðið/Valli „Mér finnst þetta í raun ekki merkilegt mál, enda er fatnaður af svipuðu tagi út um allt í dag," segir fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson þegar hann er inntur eftir því hvort hann telji að söngkonan Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans fyrir nýja haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan á ásamt móður sinni. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu má finna leggings í nýrri haustlínu fatamerkis söngkonunnar en þeim svipar mjög til leggingsbuxna sem söngkonan keypti í TopShop síðasta haust. Þær buxur voru hannaðar af Ásgrími Má fyrir íslenska tískumerkið E-label, sem hefur verið fáanlegt í verslun TopShop í London í tæpt ár. Heba Hallgrímsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir, eigendur E-label, höfðu ekki tekið ákvörðun um hvort þær mundu leita réttar síns þegar Fréttablaðið ræddi við þær fyrir helgi en Ásgrímur er fremur rólegur yfir þessu. „Það gæti vel verið að hún hafi sótt innblástur til okkar, en það eru gaddar út um allt í dag," bætir fatahönnuðurinn við, sem lætur málið augljóslega ekki á sig fá. Ásgrímur Már vinnur þessa dagana að eigin fatalínu auk þess sem hann rekur verslunina Kiosk ásamt nokkrum öðrum ungum og efnilegum fatahönnuðum. Forvitnilegt verður að sjá hvort aðrar stórstjörnur finni innblástur hjá Ásgrími Má í framtíðinni. -sm Lífið Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Mér finnst þetta í raun ekki merkilegt mál, enda er fatnaður af svipuðu tagi út um allt í dag," segir fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson þegar hann er inntur eftir því hvort hann telji að söngkonan Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans fyrir nýja haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan á ásamt móður sinni. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu má finna leggings í nýrri haustlínu fatamerkis söngkonunnar en þeim svipar mjög til leggingsbuxna sem söngkonan keypti í TopShop síðasta haust. Þær buxur voru hannaðar af Ásgrími Má fyrir íslenska tískumerkið E-label, sem hefur verið fáanlegt í verslun TopShop í London í tæpt ár. Heba Hallgrímsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir, eigendur E-label, höfðu ekki tekið ákvörðun um hvort þær mundu leita réttar síns þegar Fréttablaðið ræddi við þær fyrir helgi en Ásgrímur er fremur rólegur yfir þessu. „Það gæti vel verið að hún hafi sótt innblástur til okkar, en það eru gaddar út um allt í dag," bætir fatahönnuðurinn við, sem lætur málið augljóslega ekki á sig fá. Ásgrímur Már vinnur þessa dagana að eigin fatalínu auk þess sem hann rekur verslunina Kiosk ásamt nokkrum öðrum ungum og efnilegum fatahönnuðum. Forvitnilegt verður að sjá hvort aðrar stórstjörnur finni innblástur hjá Ásgrími Má í framtíðinni. -sm
Lífið Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira