Börnin mín drukku FM 957 í sig með móðurmjólkinni 21. maí 2010 08:45 Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir er nýjasti liðsmaður FM 957. Hún er einn þáttastjórnanda nýs morgunþáttar sem ber heitið Svali og félagar og hófst í morgun. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég held að ég hafi þurft eitthvað ögrandi til að takast á við," segir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, nýr liðsmaður útvarpsstöðvarinnar FM 957. Ásdís verður í morgunútvarpsteymi Sigvalda Kaldalóns, sem hóf upp raust sína í fyrsta sinn í morgun. Þátturinn tekur við af hinum ofurvinsæla Zúúber sem nú er hættur og í staðinn hefur Svali, eins og Sigvaldi er jafnan kallaður, fengið til sín nýtt fólk í nýjan þátt sem ber heitið Svali og félagar. Og er Ásdís í þeim hópi. Ný heimasíða er komin í loftið undir sama nafni og þar verður hægt að finna upptökur og útskriftir af efni þáttarins. Ásdís viðurkennir að hún hafi enga reynslu af útvarpi. „Nei, ég heyrði bara auglýsingu í útvarpinu þar sem ég var að keyra börnin í skólann á náttbuxunum og var síðan mætt í atvinnuviðtal þremur tímum seinna. Svona gerast bara hlutirnir," segir Ásdís. Hún er þriggja barna móðir og er að klára fjórða árið í lögfræði. „Nú er það bara lokaspretturinn sem tekur við," bætir hún við en eins og flestir vita er lögfræðinámið strembið og útheimtir mikla vinnu. Ásdís segist þó kvíða því að tíminn verði hennar versti óvinur. „Nei, það verður eiginlega að koma í ljós með haustinu og ég er einmitt bara að spá í því hvað ég eigi að gera í öllum mínum frístundum," grínast Ásdís með. Sjálf segist hún vera mikil áhugamanneskja um útvarp. „Ég er mikill FM-hnakki og smellpassa því alveg inn í umhverfið," bætir hún við. Verandi þriggja barna móðir hefur Ásdís ágætis reynslu af því að vakna eldsnemma á morgnana en þátturinn hefst á slaginu korter í sjö. „Það er bara ræs klukkan fimm og það verður ekkert mál," segir hún en börnin hennar eru sjö, tólf og fjórtán ára. Að sögn Ásdísar eru þau líkt og mamman ákaflega spennt fyrir nýja starfinu. „Já, þau fengu hnakkamenninguna með móðurmjólkinni." freyrgigja@frettabladid.is Hægt er að hlusta á FM 957 í beinni hér á Vísi. Lífið Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
„Ég held að ég hafi þurft eitthvað ögrandi til að takast á við," segir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, nýr liðsmaður útvarpsstöðvarinnar FM 957. Ásdís verður í morgunútvarpsteymi Sigvalda Kaldalóns, sem hóf upp raust sína í fyrsta sinn í morgun. Þátturinn tekur við af hinum ofurvinsæla Zúúber sem nú er hættur og í staðinn hefur Svali, eins og Sigvaldi er jafnan kallaður, fengið til sín nýtt fólk í nýjan þátt sem ber heitið Svali og félagar. Og er Ásdís í þeim hópi. Ný heimasíða er komin í loftið undir sama nafni og þar verður hægt að finna upptökur og útskriftir af efni þáttarins. Ásdís viðurkennir að hún hafi enga reynslu af útvarpi. „Nei, ég heyrði bara auglýsingu í útvarpinu þar sem ég var að keyra börnin í skólann á náttbuxunum og var síðan mætt í atvinnuviðtal þremur tímum seinna. Svona gerast bara hlutirnir," segir Ásdís. Hún er þriggja barna móðir og er að klára fjórða árið í lögfræði. „Nú er það bara lokaspretturinn sem tekur við," bætir hún við en eins og flestir vita er lögfræðinámið strembið og útheimtir mikla vinnu. Ásdís segist þó kvíða því að tíminn verði hennar versti óvinur. „Nei, það verður eiginlega að koma í ljós með haustinu og ég er einmitt bara að spá í því hvað ég eigi að gera í öllum mínum frístundum," grínast Ásdís með. Sjálf segist hún vera mikil áhugamanneskja um útvarp. „Ég er mikill FM-hnakki og smellpassa því alveg inn í umhverfið," bætir hún við. Verandi þriggja barna móðir hefur Ásdís ágætis reynslu af því að vakna eldsnemma á morgnana en þátturinn hefst á slaginu korter í sjö. „Það er bara ræs klukkan fimm og það verður ekkert mál," segir hún en börnin hennar eru sjö, tólf og fjórtán ára. Að sögn Ásdísar eru þau líkt og mamman ákaflega spennt fyrir nýja starfinu. „Já, þau fengu hnakkamenninguna með móðurmjólkinni." freyrgigja@frettabladid.is Hægt er að hlusta á FM 957 í beinni hér á Vísi.
Lífið Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira