Feyneyjar stefna í auðn Þorvaldur Gylfason skrifar 10. júní 2010 06:00 Fyrir mörgum árum hringdi til mín kunnur athafnamaður, þetta var seint um kvöld, til að fræða mig um tillögu, sem hann hugðist bera fram á viðeigandi vettvangi, gott ef hann sagði ekki í Sjálfstæðisflokknum. Þegar þetta var, hafði gapandi og getulaus stjórnmálastéttin hrint þjóðarbúinu fram á bjargbrúnina eina ferðina enn. Horfurnar voru sótsvartar, verðbólga og verkföll. Maðurinn sagði: Mig langar að leggja til, að við drögum fram orf og ljái, skilvindur, strokka og rokka, ræsum kembivélarnar, breytum Íslandi í þímpark (hans orð, ekki mitt) og seljum inn. Ég þóttist ekki skilja grínið. Sauðkindin dregur ekki að, sagði ég alvarlegur í bragði, ekki útlendinga. Niður aldannaFeneyjar eru annað mál. Borgin er einstök að allri fegurð, niður aldanna fylgir manni við hvert fótmál, skiltin á húsunum minna vegfarendur á, að hér bjó Mozart um hríð, þarna bjó Goethe, og - vá! - þarna dó Wagner. Borgin er bíllaus: menn fara gangandi milli húsa eða sigla. Fólk, sem byggir svo sögufræga og fagra borg, ætti að réttu lagi að hafa fullar hendur fjár. En svo er þó ekki í Feneyjum. Borgarbúum hefur fækkað um helming síðan í flóðinu 1966. Þá bjuggu 120 þúsund manns í borginni, en nú búa þar ekki nema 60 þúsund manns. Síðustu ár hefur íbúunum fækkað um tvö þúsund á ári. Borgin er að tæmast, en hún iðar samt af lífi. Á hverjum degi streyma 50 þúsund ferðamenn inn í borgina. Þessi átroðningur íþyngir íbúunum og flæmir þá smám saman burt.Borgaryfirvöldum væri í lófa lagið að hefta lausagöngu ferðafólks um borgina með því að innheimta aðgangseyri við borgarhliðið, en það hafa þau ekki enn fengizt til að gera. Hver ferðamaður - einn stærsti hópurinn er unglingar í skólaferðalögum - leggur meiri kostnað á borgarbúa en hann skilar í kassann. Með hæfilegum aðgangseyri væri hægt að halda ferðamannaflauminum í skefjum, stöðva brottflutning íbúanna eða snúa honum við. Með því móti væri hægt að halda borginni við og efla hana í stað þess að horfa á hana sökkva smám saman í sjóinn án nauðsynlegs viðnáms af hálfu sífellt færri borgarbúa með síminnkandi borgarsjóð til ráðstöfunar. Ekki einkamál FeneyingaÞað er ekki einkamál Feneyinga, hvort Feneyjar lifa eða deyja. Borgin er djásn alls heimsins. Þeim mun bagalegra er, að yfirvöld á staðnum skuli ekki fást til að beita einfaldri og vel útfærðri gjaldheimtu til að bjarga borginni frá eyðileggingu. Gott dæmi er óperan, sem mafían brenndi til grunna fyrir nokkrum árum til að hefna sín fyrir, að réttur verktaki fékk ekki viðgerðarverkefni í húsinu. Borgaryfirvöld höfðu engin ráð. Og hver bauðst þá til að bjarga málinu nema Woody Allen? Hann fór eins og stormsveipur um Evrópu ásamt hljómsveit sinni og reiddi fram afraksturinn af tónleikahaldinu til endurbyggingar óperunnar, sem er nú aftur komin í fullan rekstur.Án gjalds mun íbúum Feneyja halda áfram að fækka. Eftir mun þá standa dauð borg, þar sem eina lífið er í æðum ferðamanna, sem koma og fara og flestir gera stuttan stanz, fæstir gista. Borgarlíf, sem borið er uppi af gestagangi, er ekkert líf. Hver vill búa í slíkri borg? Lausaganga og gereyðingVandinn liggur í hlutarins eðli. Lausaganga ferðamanna um Feneyjar fer með borgina líkt og óheft lausaganga búfjár hefur leikið Ísland. Uppblástur Íslands er eitt mesta umhverfishneyksli Evrópu, og samt fæst enginn til að stöðva lausagönguna, jafnvel ekki VG, flokkur umhverfissinna. Ókeypis aðgangur útvegsmanna að fiskimiðunum fer með þau líkt og lausaganga ferðamanna og sauðfjár hefur leikið Feneyjar og Ísland. Fiskstofnarnir hafa aldrei verið rýrari en nú vegna þess, að aðgangur útgerðarinnar að sameigninni er í reyndinni ókeypis samkvæmt ákvörðun Alþingis og kvótakerfið hvetur útvegsmenn og sjómenn til að fylla kvótana með sem verðmætustum fiski og fleygja lakari fiski fyrir borð. Um þetta hafa sjómenn vitnað í einkasamtölum um árabil, en stjórnvöld halda því statt og stöðugt fram, að brottkastið sé hégómi. Hægðarleikur væri að komast til botns í málinu með því að veita sakaruppgjöf þeim, sem játa á sig brottkast og segja til annarra lögbrjóta. Þessa leið hefur Alþingi ekki fengizt til að fara. Sama gerðist í símahlerunarmálinu. Það var sett í rannsókn í hittiðfyrra, ef rannsókn skyldi kalla, þar eð Alþingi lét hjá líða að leysa vitni undan þagnarskyldu. Niðurstaða rannsóknarinnar var, að engar hleranir hefðu átt sér stað án dómsúrskurðar. Come on. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór
Fyrir mörgum árum hringdi til mín kunnur athafnamaður, þetta var seint um kvöld, til að fræða mig um tillögu, sem hann hugðist bera fram á viðeigandi vettvangi, gott ef hann sagði ekki í Sjálfstæðisflokknum. Þegar þetta var, hafði gapandi og getulaus stjórnmálastéttin hrint þjóðarbúinu fram á bjargbrúnina eina ferðina enn. Horfurnar voru sótsvartar, verðbólga og verkföll. Maðurinn sagði: Mig langar að leggja til, að við drögum fram orf og ljái, skilvindur, strokka og rokka, ræsum kembivélarnar, breytum Íslandi í þímpark (hans orð, ekki mitt) og seljum inn. Ég þóttist ekki skilja grínið. Sauðkindin dregur ekki að, sagði ég alvarlegur í bragði, ekki útlendinga. Niður aldannaFeneyjar eru annað mál. Borgin er einstök að allri fegurð, niður aldanna fylgir manni við hvert fótmál, skiltin á húsunum minna vegfarendur á, að hér bjó Mozart um hríð, þarna bjó Goethe, og - vá! - þarna dó Wagner. Borgin er bíllaus: menn fara gangandi milli húsa eða sigla. Fólk, sem byggir svo sögufræga og fagra borg, ætti að réttu lagi að hafa fullar hendur fjár. En svo er þó ekki í Feneyjum. Borgarbúum hefur fækkað um helming síðan í flóðinu 1966. Þá bjuggu 120 þúsund manns í borginni, en nú búa þar ekki nema 60 þúsund manns. Síðustu ár hefur íbúunum fækkað um tvö þúsund á ári. Borgin er að tæmast, en hún iðar samt af lífi. Á hverjum degi streyma 50 þúsund ferðamenn inn í borgina. Þessi átroðningur íþyngir íbúunum og flæmir þá smám saman burt.Borgaryfirvöldum væri í lófa lagið að hefta lausagöngu ferðafólks um borgina með því að innheimta aðgangseyri við borgarhliðið, en það hafa þau ekki enn fengizt til að gera. Hver ferðamaður - einn stærsti hópurinn er unglingar í skólaferðalögum - leggur meiri kostnað á borgarbúa en hann skilar í kassann. Með hæfilegum aðgangseyri væri hægt að halda ferðamannaflauminum í skefjum, stöðva brottflutning íbúanna eða snúa honum við. Með því móti væri hægt að halda borginni við og efla hana í stað þess að horfa á hana sökkva smám saman í sjóinn án nauðsynlegs viðnáms af hálfu sífellt færri borgarbúa með síminnkandi borgarsjóð til ráðstöfunar. Ekki einkamál FeneyingaÞað er ekki einkamál Feneyinga, hvort Feneyjar lifa eða deyja. Borgin er djásn alls heimsins. Þeim mun bagalegra er, að yfirvöld á staðnum skuli ekki fást til að beita einfaldri og vel útfærðri gjaldheimtu til að bjarga borginni frá eyðileggingu. Gott dæmi er óperan, sem mafían brenndi til grunna fyrir nokkrum árum til að hefna sín fyrir, að réttur verktaki fékk ekki viðgerðarverkefni í húsinu. Borgaryfirvöld höfðu engin ráð. Og hver bauðst þá til að bjarga málinu nema Woody Allen? Hann fór eins og stormsveipur um Evrópu ásamt hljómsveit sinni og reiddi fram afraksturinn af tónleikahaldinu til endurbyggingar óperunnar, sem er nú aftur komin í fullan rekstur.Án gjalds mun íbúum Feneyja halda áfram að fækka. Eftir mun þá standa dauð borg, þar sem eina lífið er í æðum ferðamanna, sem koma og fara og flestir gera stuttan stanz, fæstir gista. Borgarlíf, sem borið er uppi af gestagangi, er ekkert líf. Hver vill búa í slíkri borg? Lausaganga og gereyðingVandinn liggur í hlutarins eðli. Lausaganga ferðamanna um Feneyjar fer með borgina líkt og óheft lausaganga búfjár hefur leikið Ísland. Uppblástur Íslands er eitt mesta umhverfishneyksli Evrópu, og samt fæst enginn til að stöðva lausagönguna, jafnvel ekki VG, flokkur umhverfissinna. Ókeypis aðgangur útvegsmanna að fiskimiðunum fer með þau líkt og lausaganga ferðamanna og sauðfjár hefur leikið Feneyjar og Ísland. Fiskstofnarnir hafa aldrei verið rýrari en nú vegna þess, að aðgangur útgerðarinnar að sameigninni er í reyndinni ókeypis samkvæmt ákvörðun Alþingis og kvótakerfið hvetur útvegsmenn og sjómenn til að fylla kvótana með sem verðmætustum fiski og fleygja lakari fiski fyrir borð. Um þetta hafa sjómenn vitnað í einkasamtölum um árabil, en stjórnvöld halda því statt og stöðugt fram, að brottkastið sé hégómi. Hægðarleikur væri að komast til botns í málinu með því að veita sakaruppgjöf þeim, sem játa á sig brottkast og segja til annarra lögbrjóta. Þessa leið hefur Alþingi ekki fengizt til að fara. Sama gerðist í símahlerunarmálinu. Það var sett í rannsókn í hittiðfyrra, ef rannsókn skyldi kalla, þar eð Alþingi lét hjá líða að leysa vitni undan þagnarskyldu. Niðurstaða rannsóknarinnar var, að engar hleranir hefðu átt sér stað án dómsúrskurðar. Come on.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun