Einlægt sigurlag á leiðinni í útvarp 19. apríl 2010 09:00 Kristmundur er búinn að taka upp sigurlagið fyrir útvarp. fréttablaðið/stefán Kristmundur Axel Kristmundsson og félagar í Borgarholtsskóla sigruðu í Söngkeppni framhaldsskólanna um helgina með laginu Komdu til baka. Lagið vakti gríðarlega athygli, en textinn fjallar á afar einlægan hátt um alkóhólisma föður Kristmundar. Viðbrögð við laginu hafa verið sterk, en að sögn Kristmundar hefur það reynst vel í baráttu föður hans, sem er edrú í dag, við sjúkdóminn. Þá er hann búinn að heyra um að minnsta kosti fjóra alkóhólista sem settu tappann í flöskuna eftir að þeir heyrðu það. „Ég þekki þá ekki einu sinni,“ segir hann. „Ég spilaði það á AA-fundi og það var náungi sem talaði við mig og sagðist ekki hafa drukkið eftir að hann heyrði lagið. Þetta höfðar til svo margra. Það eru margir krakkar búnir að tala við mig segjast kannast við þessa reynslu.“ Lagið hefur raunar vakið svo mikla athygli að nú eru Kristmundur og félagar eru þegar búnir að taka lagið upp í hljóðveri, en útvarpshlustendur mega búast við að heyra lagið á öldum ljósvakans á næstu vikum. Rappheimurinn hefur einnig tekið eftir hæfileikum Kristmundar og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir ólmir í að vinna með honum tónlist. Nafn Erps Eyvindarsonar heyrist í því samhengi, en hann ku vera áhugasamur um að taka í hljóðnemann með rapparanum unga í náinni framtíð. - afb Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kristmundur Axel Kristmundsson og félagar í Borgarholtsskóla sigruðu í Söngkeppni framhaldsskólanna um helgina með laginu Komdu til baka. Lagið vakti gríðarlega athygli, en textinn fjallar á afar einlægan hátt um alkóhólisma föður Kristmundar. Viðbrögð við laginu hafa verið sterk, en að sögn Kristmundar hefur það reynst vel í baráttu föður hans, sem er edrú í dag, við sjúkdóminn. Þá er hann búinn að heyra um að minnsta kosti fjóra alkóhólista sem settu tappann í flöskuna eftir að þeir heyrðu það. „Ég þekki þá ekki einu sinni,“ segir hann. „Ég spilaði það á AA-fundi og það var náungi sem talaði við mig og sagðist ekki hafa drukkið eftir að hann heyrði lagið. Þetta höfðar til svo margra. Það eru margir krakkar búnir að tala við mig segjast kannast við þessa reynslu.“ Lagið hefur raunar vakið svo mikla athygli að nú eru Kristmundur og félagar eru þegar búnir að taka lagið upp í hljóðveri, en útvarpshlustendur mega búast við að heyra lagið á öldum ljósvakans á næstu vikum. Rappheimurinn hefur einnig tekið eftir hæfileikum Kristmundar og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir ólmir í að vinna með honum tónlist. Nafn Erps Eyvindarsonar heyrist í því samhengi, en hann ku vera áhugasamur um að taka í hljóðnemann með rapparanum unga í náinni framtíð. - afb
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira