Einlægt sigurlag á leiðinni í útvarp 19. apríl 2010 09:00 Kristmundur er búinn að taka upp sigurlagið fyrir útvarp. fréttablaðið/stefán Kristmundur Axel Kristmundsson og félagar í Borgarholtsskóla sigruðu í Söngkeppni framhaldsskólanna um helgina með laginu Komdu til baka. Lagið vakti gríðarlega athygli, en textinn fjallar á afar einlægan hátt um alkóhólisma föður Kristmundar. Viðbrögð við laginu hafa verið sterk, en að sögn Kristmundar hefur það reynst vel í baráttu föður hans, sem er edrú í dag, við sjúkdóminn. Þá er hann búinn að heyra um að minnsta kosti fjóra alkóhólista sem settu tappann í flöskuna eftir að þeir heyrðu það. „Ég þekki þá ekki einu sinni,“ segir hann. „Ég spilaði það á AA-fundi og það var náungi sem talaði við mig og sagðist ekki hafa drukkið eftir að hann heyrði lagið. Þetta höfðar til svo margra. Það eru margir krakkar búnir að tala við mig segjast kannast við þessa reynslu.“ Lagið hefur raunar vakið svo mikla athygli að nú eru Kristmundur og félagar eru þegar búnir að taka lagið upp í hljóðveri, en útvarpshlustendur mega búast við að heyra lagið á öldum ljósvakans á næstu vikum. Rappheimurinn hefur einnig tekið eftir hæfileikum Kristmundar og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir ólmir í að vinna með honum tónlist. Nafn Erps Eyvindarsonar heyrist í því samhengi, en hann ku vera áhugasamur um að taka í hljóðnemann með rapparanum unga í náinni framtíð. - afb Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Kristmundur Axel Kristmundsson og félagar í Borgarholtsskóla sigruðu í Söngkeppni framhaldsskólanna um helgina með laginu Komdu til baka. Lagið vakti gríðarlega athygli, en textinn fjallar á afar einlægan hátt um alkóhólisma föður Kristmundar. Viðbrögð við laginu hafa verið sterk, en að sögn Kristmundar hefur það reynst vel í baráttu föður hans, sem er edrú í dag, við sjúkdóminn. Þá er hann búinn að heyra um að minnsta kosti fjóra alkóhólista sem settu tappann í flöskuna eftir að þeir heyrðu það. „Ég þekki þá ekki einu sinni,“ segir hann. „Ég spilaði það á AA-fundi og það var náungi sem talaði við mig og sagðist ekki hafa drukkið eftir að hann heyrði lagið. Þetta höfðar til svo margra. Það eru margir krakkar búnir að tala við mig segjast kannast við þessa reynslu.“ Lagið hefur raunar vakið svo mikla athygli að nú eru Kristmundur og félagar eru þegar búnir að taka lagið upp í hljóðveri, en útvarpshlustendur mega búast við að heyra lagið á öldum ljósvakans á næstu vikum. Rappheimurinn hefur einnig tekið eftir hæfileikum Kristmundar og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir ólmir í að vinna með honum tónlist. Nafn Erps Eyvindarsonar heyrist í því samhengi, en hann ku vera áhugasamur um að taka í hljóðnemann með rapparanum unga í náinni framtíð. - afb
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“