Ótímabært að spá fyrir um endalok gossins 18. apríl 2010 19:06 Töluvert hefur dregið úr virkni eldstöðvarinnar undir Eyjafjallajökli. Ekki er hins vegar orðið tímabært að spá fyrir um endalok þess. Meira en 700 tonn af gosefni ruddust upp úr gígnum á hverri einustu sekúndu fyrstu þrjá sólarhringana. Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir gosstöðvarnar í dag. Minni skyggni var í dag en í gær en hitamyndir sem teknar voru koma jarðvísindamönnum að góðum notum. „Katlarnir eru orðnir það stórir að það er frekar hæg bráðnun á ísnum. Gosefnin fara að mestu leyti upp í loftið en þetta er allt vatnssósa því það er nóg af vatni þarna ennþá. Þess vegna er mikil sprengivirkni," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. En jarðvísindamenn voru líka að störfum á jörðu niðri. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, var að störfum undir Eyjafjöllum í dag og safnaði sýnum úr öskunni sem féll til jarðar í öskufallinu mikla í gær. „Við erum náttúrulega að reyna að ná sem mestu upplýsingum um þetta eldgos. Þeim er safnað og skoðum þau nánar þegar við komum til Reykjavíkur," segir Ármann. „Við erum því miður ekki með rauntíma upplýsingar því þurfum náttúrulega að vinna úr þeim en þetta hjálpar samt." Nú eru komnir fram fyrstu útreikningarnir á því hversu mikil gosefni hafa farið út í andrúmsloftið í gosinu og samkvæmt þeim hafa um 140 milljón rúmmetrar af gjósku komið úr eldstöðinni það er um 750 tonn á sekúndu. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Töluvert hefur dregið úr virkni eldstöðvarinnar undir Eyjafjallajökli. Ekki er hins vegar orðið tímabært að spá fyrir um endalok þess. Meira en 700 tonn af gosefni ruddust upp úr gígnum á hverri einustu sekúndu fyrstu þrjá sólarhringana. Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir gosstöðvarnar í dag. Minni skyggni var í dag en í gær en hitamyndir sem teknar voru koma jarðvísindamönnum að góðum notum. „Katlarnir eru orðnir það stórir að það er frekar hæg bráðnun á ísnum. Gosefnin fara að mestu leyti upp í loftið en þetta er allt vatnssósa því það er nóg af vatni þarna ennþá. Þess vegna er mikil sprengivirkni," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. En jarðvísindamenn voru líka að störfum á jörðu niðri. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, var að störfum undir Eyjafjöllum í dag og safnaði sýnum úr öskunni sem féll til jarðar í öskufallinu mikla í gær. „Við erum náttúrulega að reyna að ná sem mestu upplýsingum um þetta eldgos. Þeim er safnað og skoðum þau nánar þegar við komum til Reykjavíkur," segir Ármann. „Við erum því miður ekki með rauntíma upplýsingar því þurfum náttúrulega að vinna úr þeim en þetta hjálpar samt." Nú eru komnir fram fyrstu útreikningarnir á því hversu mikil gosefni hafa farið út í andrúmsloftið í gosinu og samkvæmt þeim hafa um 140 milljón rúmmetrar af gjósku komið úr eldstöðinni það er um 750 tonn á sekúndu.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira