Olíufundur þar ýtir undir áhuga á rannsóknum hér 25. ágúst 2010 06:00 Mótmælt hjá BP Mótmælendur á vegum Greenpeace hengja skilti á girðingu sem þeir settu upp við bensínstöð BP í Lundúnum til að vekja athygli á mengunarslysinu í Mexíkóflóa í sumar. Samtökin beina nú sjónum sínum að borun á heimskautasvæðum.Nordicphotos/AFP Fundur skoska olíufélagsins Cairn Energy á gasi og olíu í sandlagi á hafsbotni undan vesturströnd Grænlands kann að ýta undir áhuga á olíurannsóknum á íslenska landgrunninu. Cairn upplýsti í gær að fundist hefðu vísbendingar um olíu í fyrstu tilraunaborholu félagsins á Baffinsflóa. Í umfjöllun Berlingske Tidende í gær var félagið sagt hafa fengið „bingó“ eftir sex vikna leit. Fregnirnar kölluðu þegar á viðbrögð umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, sem mótmæla harðlega tilraunaborunum á hafsbotni á heimsskautasvæðum vegna hættunnar á mengunarslysi á borð við það sem varð hjá BP í Mexíkóflóa. Í viðtali við fréttastofu AP sagði Ben Stewart, talsmaður Greenpeace, að Cairn hefði átt að fara að dæmi olíufélaga sem frestuðu djúpsjávarborunum eftir lekann sem upp kom í Mexíkóflóa. Experanza, skip Greenpeace, er nú nærri borpöllum Cairn við Grænland, en hefur hlýtt tilmælum dansks varðskips um að halda sig í meira en 500 metra fjarlægð frá þeim. Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni, en það eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið úti fyrir Norðurlandi. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri kveðst ekki vita til þess að umhverfisverndarsamtök hafi sett sig upp á móti fyrirhuguðum rannsóknum á þessum svæðum. „Við erum á svipuðu róli og Norðmenn hvað þetta varðar, en Greenpeace hefur ekki haft sig mikið í frammi þar. Þeir eru kannski frekar að hugsa um heimskautasvæðin sem þeir telja viðkvæmari og um margt erfiðari,“ segir hann, en olíuvinnsla í kaldari sjó, þar sem jafnvel er von á hafís, er vandasamari en á íslensku svæði þar sem Golfstraumsins nýtur við. „Ég var einmitt að bera saman meðalhita í janúar milli Reykjavíkur og Ikanuk, sem er á sömu breiddargráðu í Kanada, en þar var meðalhitinn mínus 26 gráður, en í kring um frostmark hjá okkur.“ Guðni segir hins vegar ekki koma á óvart að leit hafi gengið vel á þessu svæði við Grænland. „Menn hafa verið að spá því að þarna væri mjög gjöfult svæði og þarna væri að finna verulegan hluta af olíuforða heimsbyggðarinnar,“ segir hann og kveður gott gengi þar jafnvel vísbendingu um hvernig kunni að ganga annars staðar. „Segja má að þetta sé hluti af samhangandi jarðfræði sem við erum í og beinir athyglinni að þessum heimshluta.“ Orkustofnun er með í undirbúningi útboð vegna frekari rannsókna á íslenska landgrunninu sem fara á fram næsta sumar. Þá segir Guðni að vel sé fylgst með þróun mála vegna olíuslyssins í Mexíkóflóa. „Í kring um Norður-Atlantshafið þarf að koma til öflugt alþjóðlegt samstarf,“ segir hann og bætir við að á svæðinu öllu þurfi að gera ýtrustu kröfur um öryggi og eftirlit. Guðni segir aðbúnað við borun hins vegar ekki vera brennandi áhyggjuefni hér á landi enn sem komið er. „Við teljum að nokkurra ára rannsóknir þurfi áður en farið verður að setja niður djúpa bora.“ olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Fundur skoska olíufélagsins Cairn Energy á gasi og olíu í sandlagi á hafsbotni undan vesturströnd Grænlands kann að ýta undir áhuga á olíurannsóknum á íslenska landgrunninu. Cairn upplýsti í gær að fundist hefðu vísbendingar um olíu í fyrstu tilraunaborholu félagsins á Baffinsflóa. Í umfjöllun Berlingske Tidende í gær var félagið sagt hafa fengið „bingó“ eftir sex vikna leit. Fregnirnar kölluðu þegar á viðbrögð umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, sem mótmæla harðlega tilraunaborunum á hafsbotni á heimsskautasvæðum vegna hættunnar á mengunarslysi á borð við það sem varð hjá BP í Mexíkóflóa. Í viðtali við fréttastofu AP sagði Ben Stewart, talsmaður Greenpeace, að Cairn hefði átt að fara að dæmi olíufélaga sem frestuðu djúpsjávarborunum eftir lekann sem upp kom í Mexíkóflóa. Experanza, skip Greenpeace, er nú nærri borpöllum Cairn við Grænland, en hefur hlýtt tilmælum dansks varðskips um að halda sig í meira en 500 metra fjarlægð frá þeim. Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni, en það eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið úti fyrir Norðurlandi. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri kveðst ekki vita til þess að umhverfisverndarsamtök hafi sett sig upp á móti fyrirhuguðum rannsóknum á þessum svæðum. „Við erum á svipuðu róli og Norðmenn hvað þetta varðar, en Greenpeace hefur ekki haft sig mikið í frammi þar. Þeir eru kannski frekar að hugsa um heimskautasvæðin sem þeir telja viðkvæmari og um margt erfiðari,“ segir hann, en olíuvinnsla í kaldari sjó, þar sem jafnvel er von á hafís, er vandasamari en á íslensku svæði þar sem Golfstraumsins nýtur við. „Ég var einmitt að bera saman meðalhita í janúar milli Reykjavíkur og Ikanuk, sem er á sömu breiddargráðu í Kanada, en þar var meðalhitinn mínus 26 gráður, en í kring um frostmark hjá okkur.“ Guðni segir hins vegar ekki koma á óvart að leit hafi gengið vel á þessu svæði við Grænland. „Menn hafa verið að spá því að þarna væri mjög gjöfult svæði og þarna væri að finna verulegan hluta af olíuforða heimsbyggðarinnar,“ segir hann og kveður gott gengi þar jafnvel vísbendingu um hvernig kunni að ganga annars staðar. „Segja má að þetta sé hluti af samhangandi jarðfræði sem við erum í og beinir athyglinni að þessum heimshluta.“ Orkustofnun er með í undirbúningi útboð vegna frekari rannsókna á íslenska landgrunninu sem fara á fram næsta sumar. Þá segir Guðni að vel sé fylgst með þróun mála vegna olíuslyssins í Mexíkóflóa. „Í kring um Norður-Atlantshafið þarf að koma til öflugt alþjóðlegt samstarf,“ segir hann og bætir við að á svæðinu öllu þurfi að gera ýtrustu kröfur um öryggi og eftirlit. Guðni segir aðbúnað við borun hins vegar ekki vera brennandi áhyggjuefni hér á landi enn sem komið er. „Við teljum að nokkurra ára rannsóknir þurfi áður en farið verður að setja niður djúpa bora.“ olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira