Reykjanesbrautin flutt fjær álverinu 11. nóvember 2010 03:30 Reykjanesbrautin Áformað er að lokið verði við tvöldun og færslu Reykjanesbrautarinnar 2015. fréttablaðið/vilhelm Meðal framkvæmda sem ráðist verður í, þegar og ef semst um fjármögnun milli ríkisins og lífeyrissjóðanna, er að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Í því felst jafnframt að flytja vegstæði hennar fjær álverinu í Straumsvík. Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra er í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar gert ráð fyrir flutningi brautarinnar. Byggist það á fyrirheitum bæjarins til álversins um lóð handan núverandi Reykjanesbrautar þegar stækkun þess var áformuð. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa viðræður ríkisins og lífeyrissjóðanna um fjármögnun gengið vel og binda forvígismenn aðila vonir við að samningar kunni að vera á næsta leiti. Kristján Möller, sem stýrir viðræðunum af hálfu ríkisins, segir ákaflega brýnt að koma framkvæmdum sem fyrst af stað. Fjöldi starfa og öryggi sé undir. „Það er algjört frost á markaðnum og því mikilvægt að geta byrjað sem fyrst. En þetta er ekki bara atvinnumál heldur líka mesta átak í umferðaröryggismálum sem ráðist hefur verið í og því afar þjóðhagslega hagkvæmt.“ Framkvæmdirnar á suðvesturhorninu verða á vegum sérstaks hlutafélags í eigu ríkisins sem einnig annast rekstur og viðhald veganna. Frumvarp um heimild til að stofna slíkt félag varð að lögum í sumar. Innheimt verða veggjöld til að standa straum af kostnaði við framkvæmdir. Annað félag verður stofnað um Vaðlaheiðargöngin. Verður það í eigu Vegagerðarinnar og sveitarfélaga nyrðra. Samkvæmt Kristjáni Möller hafa sveitarfélög heitið hlutafjárframlögum upp á um 200 milljónir króna. Í undirbúningsvinnu vegna framkvæmdarinnar hefur verið notast við gögn Greiðrar leiðar, félags í eigu sveitarfélaga og KEA sem stofnað var fyrir nokkrum árum til að vinna að framgangi Vaðlaheiðarganga. Rukkað verður fyrir umferð um göngin. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Meðal framkvæmda sem ráðist verður í, þegar og ef semst um fjármögnun milli ríkisins og lífeyrissjóðanna, er að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Í því felst jafnframt að flytja vegstæði hennar fjær álverinu í Straumsvík. Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra er í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar gert ráð fyrir flutningi brautarinnar. Byggist það á fyrirheitum bæjarins til álversins um lóð handan núverandi Reykjanesbrautar þegar stækkun þess var áformuð. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa viðræður ríkisins og lífeyrissjóðanna um fjármögnun gengið vel og binda forvígismenn aðila vonir við að samningar kunni að vera á næsta leiti. Kristján Möller, sem stýrir viðræðunum af hálfu ríkisins, segir ákaflega brýnt að koma framkvæmdum sem fyrst af stað. Fjöldi starfa og öryggi sé undir. „Það er algjört frost á markaðnum og því mikilvægt að geta byrjað sem fyrst. En þetta er ekki bara atvinnumál heldur líka mesta átak í umferðaröryggismálum sem ráðist hefur verið í og því afar þjóðhagslega hagkvæmt.“ Framkvæmdirnar á suðvesturhorninu verða á vegum sérstaks hlutafélags í eigu ríkisins sem einnig annast rekstur og viðhald veganna. Frumvarp um heimild til að stofna slíkt félag varð að lögum í sumar. Innheimt verða veggjöld til að standa straum af kostnaði við framkvæmdir. Annað félag verður stofnað um Vaðlaheiðargöngin. Verður það í eigu Vegagerðarinnar og sveitarfélaga nyrðra. Samkvæmt Kristjáni Möller hafa sveitarfélög heitið hlutafjárframlögum upp á um 200 milljónir króna. Í undirbúningsvinnu vegna framkvæmdarinnar hefur verið notast við gögn Greiðrar leiðar, félags í eigu sveitarfélaga og KEA sem stofnað var fyrir nokkrum árum til að vinna að framgangi Vaðlaheiðarganga. Rukkað verður fyrir umferð um göngin. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira