Sjálfstæðisflokkur stærstur á ný með yfir 40% fylgi 19. mars 2010 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi á kostnað stjórnarflokkanna samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 40,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði kosið nú. Í síðustu könnun Fréttablaðsins naut flokkurinn stuðnings 31,1 prósents aðspurðra, og hækkar því um 9,2 prósentustig milli kannana. Flokkurinn er 16,6 prósentustigum yfir kjörfylgi sínu, sem var 23,7 prósent og á ný sá flokkur sem nýtur mests fylgis. Síðast mældist flokkurinn með sambærilegt fylgi í könnun Fréttablaðsins í febrúar 2008. Samfylkingin nýtur nú stuðnings 23,1 prósents kjósenda samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Í könnun blaðsins í janúar síðastliðnum sögðust 28,7 prósent styðja flokkinn, og fylgið hefur því dregist saman um tæpan fimmtung, eða 5,6 prósentustig. Samfylkingin fékk 29,8 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum, 6,7 prósentustigum meira en í könnun Fréttablaðsins nú. Vinstri græn tapa einnig töluverðu fylgi og mælast nú með stuðning 20,6 prósenta kjósenda, fjórum prósentustigum minna en í könnun Fréttablaðsins í janúar. VG er þó ekki langt frá kjörfylgi, en flokkurinn naut stuðnings 21,7 prósenta kjósenda í kosningunum fyrir tæpu ári. Afar litlar breytingar mælast á stuðningi við Framsóknarflokkinn. Flokkurinn fengi 13,3 prósent atkvæða samkvæmt könnun Fréttablaðsins í gær, svipað og hann mældist með í janúar síðastliðnum þegar 13,7 prósent sögðust myndu styðja flokkinn. Alls studdu 14,8 prósent Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum. Borgarahreyfingin mælist með 2,1 prósents fylgi í könnuninni í gær, en var með 0,4 prósent í janúar. Flokkurinn er samt langt frá 7,2 prósenta kjörfylgi sínu. Hreyfingin, sem klofnaði úr Borgarahreyfingunni skömmu eftir kosningar, mælist með stuðning 0,6 prósenta kjósenda, samanborið við 1,6 prósent í síðustu könnun. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengi Sjálfstæðisflokkurinn 27 þingmenn, en er með 16 í dag. Samfylkingin fengi 15 þingmenn, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn myndu tapa þingmanni yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina, fengju 13 en eru með 14 í dag. Stjórnarflokkarnir fengju samtals 28 þingmenn af 63 samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn myndi fá átta þingmenn samkvæmt könnun Fréttablaðsins, einum færri en hann er með nú. Hvorki Borgarahreyfingin né Hreyfingin kæmu manni að yrðu þetta niðurstöður kosninga. Einnig var spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Alls sögðust 38,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja ríkisstjórnina, en 61,1 prósent ekki. Hringt var í 800 manns sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá fimmtudaginn 18. mars. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tók 60,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Styður þú núverandi ríkisstjórn? Alls tóku 88,8 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. Skoðanakönnunin er sú fyrsta sem Fréttablaðið gerir með örlítið breyttri aðferð frá fyrri könnunum blaðsins. Í fyrsta skipti er nú notast við úrtak valið af handahófi úr þjóðskrá, í stað þess að velja úrtak af handahófi af skráðum símnotendum.brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi á kostnað stjórnarflokkanna samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 40,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði kosið nú. Í síðustu könnun Fréttablaðsins naut flokkurinn stuðnings 31,1 prósents aðspurðra, og hækkar því um 9,2 prósentustig milli kannana. Flokkurinn er 16,6 prósentustigum yfir kjörfylgi sínu, sem var 23,7 prósent og á ný sá flokkur sem nýtur mests fylgis. Síðast mældist flokkurinn með sambærilegt fylgi í könnun Fréttablaðsins í febrúar 2008. Samfylkingin nýtur nú stuðnings 23,1 prósents kjósenda samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Í könnun blaðsins í janúar síðastliðnum sögðust 28,7 prósent styðja flokkinn, og fylgið hefur því dregist saman um tæpan fimmtung, eða 5,6 prósentustig. Samfylkingin fékk 29,8 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum, 6,7 prósentustigum meira en í könnun Fréttablaðsins nú. Vinstri græn tapa einnig töluverðu fylgi og mælast nú með stuðning 20,6 prósenta kjósenda, fjórum prósentustigum minna en í könnun Fréttablaðsins í janúar. VG er þó ekki langt frá kjörfylgi, en flokkurinn naut stuðnings 21,7 prósenta kjósenda í kosningunum fyrir tæpu ári. Afar litlar breytingar mælast á stuðningi við Framsóknarflokkinn. Flokkurinn fengi 13,3 prósent atkvæða samkvæmt könnun Fréttablaðsins í gær, svipað og hann mældist með í janúar síðastliðnum þegar 13,7 prósent sögðust myndu styðja flokkinn. Alls studdu 14,8 prósent Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum. Borgarahreyfingin mælist með 2,1 prósents fylgi í könnuninni í gær, en var með 0,4 prósent í janúar. Flokkurinn er samt langt frá 7,2 prósenta kjörfylgi sínu. Hreyfingin, sem klofnaði úr Borgarahreyfingunni skömmu eftir kosningar, mælist með stuðning 0,6 prósenta kjósenda, samanborið við 1,6 prósent í síðustu könnun. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengi Sjálfstæðisflokkurinn 27 þingmenn, en er með 16 í dag. Samfylkingin fengi 15 þingmenn, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn myndu tapa þingmanni yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina, fengju 13 en eru með 14 í dag. Stjórnarflokkarnir fengju samtals 28 þingmenn af 63 samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn myndi fá átta þingmenn samkvæmt könnun Fréttablaðsins, einum færri en hann er með nú. Hvorki Borgarahreyfingin né Hreyfingin kæmu manni að yrðu þetta niðurstöður kosninga. Einnig var spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Alls sögðust 38,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja ríkisstjórnina, en 61,1 prósent ekki. Hringt var í 800 manns sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá fimmtudaginn 18. mars. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tók 60,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Styður þú núverandi ríkisstjórn? Alls tóku 88,8 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. Skoðanakönnunin er sú fyrsta sem Fréttablaðið gerir með örlítið breyttri aðferð frá fyrri könnunum blaðsins. Í fyrsta skipti er nú notast við úrtak valið af handahófi úr þjóðskrá, í stað þess að velja úrtak af handahófi af skráðum símnotendum.brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira