Gnýr og slysahætta af hraðakstri í þjóðgarði 2. desember 2010 06:00 Ofan af Lyngdalsheiði Beinn og breiður vegur liggur nú af Lyngdalsheiði inn í friðlandið á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir ökumenn gleyma að draga úr hraðanum þegar komið sé inn á Gjábakkaveg.Mynd/Einar Sæmundsen „Eftir að nýi Lyngdalsheiðarvegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns var opnaður hefur hraði og hávaði frá umferð aukist mikið í þjóðgarðinum og um leið slysahætta,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Nýr vegur yfir Lyngdalsheiði var tekinn í notkun í haust. Í stað þess að beygt væri af þeim vegi á gatnamótum inn á Gjábakkaveg sem liggur inn í friðlandið eru vegirnir tveir nú í beinu framhaldi hvor af öðrum. „Vegir beggja vegna þjóðgarðsins bera 90 kílómetra hraða og greinilegt er að bílstjórar þurfa að stilla sig þegar í þjóðgarðinn kemur og aka þar á löglegum 50 kílómetra hraða. Vegurinn gegnum þjóðgarðinn er mjög mjór og hlykkjóttur og útsýni afar takmarkað af hrauni og kjarri. Jafnframt þessu eru nokkur útskot og útsýnisstaðir þröngir og þar leynast bílar og fólk á ferli. Lítið þarf því út af að bera til að slys verði á veginum,“ segir Ólafur, sem kveður mestu hættuna vera austanmegin, í nágrenni Hrafnagjár. Ólafur Örn Haraldsson Vegagerðin og Þingvallanefnd hafa að sögn Ólafs með sér náið samstarf um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í þjóðgarðunum. Hann segir að gripið verði til margvíslegra ráðstafana í því skyni næsta vor. Ólafur bendir á að kyrrð og friðsæld sé meðal þess sem eftirsóknarverðast sé í þjóðgarðinum. „Nú hafa orðið mikil umskipti þegar umferðin er mest í gegnum hann, ekki síst um helgar, en einmitt þá er flest fólk í þjóðgarðinum og vill njóta einstakrar náttúrufegurðar umhverfis Þingvallavatn,“ segir hann. Gerð nýja vegarins um Lyngdalsheiði var nokkuð umdeild þegar hann var í undirbúningi. Vísindamenn bentu á hættu á mengun frá umferð sem smám saman myndi leita út í Þingvallavatn. „Það drægi enn frekar úr gæðum vatnsins en verulega hefur dregið úr tærleika vatnsins á undanförnum árum. Mengun frá umferð eykst með auknum hraða og er því enn ríkari ástæða til að ekið sé á löglegum hrað um þjóðgarðinn,“ segir þjóðgarðsvörður. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
„Eftir að nýi Lyngdalsheiðarvegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns var opnaður hefur hraði og hávaði frá umferð aukist mikið í þjóðgarðinum og um leið slysahætta,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Nýr vegur yfir Lyngdalsheiði var tekinn í notkun í haust. Í stað þess að beygt væri af þeim vegi á gatnamótum inn á Gjábakkaveg sem liggur inn í friðlandið eru vegirnir tveir nú í beinu framhaldi hvor af öðrum. „Vegir beggja vegna þjóðgarðsins bera 90 kílómetra hraða og greinilegt er að bílstjórar þurfa að stilla sig þegar í þjóðgarðinn kemur og aka þar á löglegum 50 kílómetra hraða. Vegurinn gegnum þjóðgarðinn er mjög mjór og hlykkjóttur og útsýni afar takmarkað af hrauni og kjarri. Jafnframt þessu eru nokkur útskot og útsýnisstaðir þröngir og þar leynast bílar og fólk á ferli. Lítið þarf því út af að bera til að slys verði á veginum,“ segir Ólafur, sem kveður mestu hættuna vera austanmegin, í nágrenni Hrafnagjár. Ólafur Örn Haraldsson Vegagerðin og Þingvallanefnd hafa að sögn Ólafs með sér náið samstarf um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í þjóðgarðunum. Hann segir að gripið verði til margvíslegra ráðstafana í því skyni næsta vor. Ólafur bendir á að kyrrð og friðsæld sé meðal þess sem eftirsóknarverðast sé í þjóðgarðinum. „Nú hafa orðið mikil umskipti þegar umferðin er mest í gegnum hann, ekki síst um helgar, en einmitt þá er flest fólk í þjóðgarðinum og vill njóta einstakrar náttúrufegurðar umhverfis Þingvallavatn,“ segir hann. Gerð nýja vegarins um Lyngdalsheiði var nokkuð umdeild þegar hann var í undirbúningi. Vísindamenn bentu á hættu á mengun frá umferð sem smám saman myndi leita út í Þingvallavatn. „Það drægi enn frekar úr gæðum vatnsins en verulega hefur dregið úr tærleika vatnsins á undanförnum árum. Mengun frá umferð eykst með auknum hraða og er því enn ríkari ástæða til að ekið sé á löglegum hrað um þjóðgarðinn,“ segir þjóðgarðsvörður. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira