Gnýr og slysahætta af hraðakstri í þjóðgarði 2. desember 2010 06:00 Ofan af Lyngdalsheiði Beinn og breiður vegur liggur nú af Lyngdalsheiði inn í friðlandið á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir ökumenn gleyma að draga úr hraðanum þegar komið sé inn á Gjábakkaveg.Mynd/Einar Sæmundsen „Eftir að nýi Lyngdalsheiðarvegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns var opnaður hefur hraði og hávaði frá umferð aukist mikið í þjóðgarðinum og um leið slysahætta,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Nýr vegur yfir Lyngdalsheiði var tekinn í notkun í haust. Í stað þess að beygt væri af þeim vegi á gatnamótum inn á Gjábakkaveg sem liggur inn í friðlandið eru vegirnir tveir nú í beinu framhaldi hvor af öðrum. „Vegir beggja vegna þjóðgarðsins bera 90 kílómetra hraða og greinilegt er að bílstjórar þurfa að stilla sig þegar í þjóðgarðinn kemur og aka þar á löglegum 50 kílómetra hraða. Vegurinn gegnum þjóðgarðinn er mjög mjór og hlykkjóttur og útsýni afar takmarkað af hrauni og kjarri. Jafnframt þessu eru nokkur útskot og útsýnisstaðir þröngir og þar leynast bílar og fólk á ferli. Lítið þarf því út af að bera til að slys verði á veginum,“ segir Ólafur, sem kveður mestu hættuna vera austanmegin, í nágrenni Hrafnagjár. Ólafur Örn Haraldsson Vegagerðin og Þingvallanefnd hafa að sögn Ólafs með sér náið samstarf um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í þjóðgarðunum. Hann segir að gripið verði til margvíslegra ráðstafana í því skyni næsta vor. Ólafur bendir á að kyrrð og friðsæld sé meðal þess sem eftirsóknarverðast sé í þjóðgarðinum. „Nú hafa orðið mikil umskipti þegar umferðin er mest í gegnum hann, ekki síst um helgar, en einmitt þá er flest fólk í þjóðgarðinum og vill njóta einstakrar náttúrufegurðar umhverfis Þingvallavatn,“ segir hann. Gerð nýja vegarins um Lyngdalsheiði var nokkuð umdeild þegar hann var í undirbúningi. Vísindamenn bentu á hættu á mengun frá umferð sem smám saman myndi leita út í Þingvallavatn. „Það drægi enn frekar úr gæðum vatnsins en verulega hefur dregið úr tærleika vatnsins á undanförnum árum. Mengun frá umferð eykst með auknum hraða og er því enn ríkari ástæða til að ekið sé á löglegum hrað um þjóðgarðinn,“ segir þjóðgarðsvörður. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
„Eftir að nýi Lyngdalsheiðarvegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns var opnaður hefur hraði og hávaði frá umferð aukist mikið í þjóðgarðinum og um leið slysahætta,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Nýr vegur yfir Lyngdalsheiði var tekinn í notkun í haust. Í stað þess að beygt væri af þeim vegi á gatnamótum inn á Gjábakkaveg sem liggur inn í friðlandið eru vegirnir tveir nú í beinu framhaldi hvor af öðrum. „Vegir beggja vegna þjóðgarðsins bera 90 kílómetra hraða og greinilegt er að bílstjórar þurfa að stilla sig þegar í þjóðgarðinn kemur og aka þar á löglegum 50 kílómetra hraða. Vegurinn gegnum þjóðgarðinn er mjög mjór og hlykkjóttur og útsýni afar takmarkað af hrauni og kjarri. Jafnframt þessu eru nokkur útskot og útsýnisstaðir þröngir og þar leynast bílar og fólk á ferli. Lítið þarf því út af að bera til að slys verði á veginum,“ segir Ólafur, sem kveður mestu hættuna vera austanmegin, í nágrenni Hrafnagjár. Ólafur Örn Haraldsson Vegagerðin og Þingvallanefnd hafa að sögn Ólafs með sér náið samstarf um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í þjóðgarðunum. Hann segir að gripið verði til margvíslegra ráðstafana í því skyni næsta vor. Ólafur bendir á að kyrrð og friðsæld sé meðal þess sem eftirsóknarverðast sé í þjóðgarðinum. „Nú hafa orðið mikil umskipti þegar umferðin er mest í gegnum hann, ekki síst um helgar, en einmitt þá er flest fólk í þjóðgarðinum og vill njóta einstakrar náttúrufegurðar umhverfis Þingvallavatn,“ segir hann. Gerð nýja vegarins um Lyngdalsheiði var nokkuð umdeild þegar hann var í undirbúningi. Vísindamenn bentu á hættu á mengun frá umferð sem smám saman myndi leita út í Þingvallavatn. „Það drægi enn frekar úr gæðum vatnsins en verulega hefur dregið úr tærleika vatnsins á undanförnum árum. Mengun frá umferð eykst með auknum hraða og er því enn ríkari ástæða til að ekið sé á löglegum hrað um þjóðgarðinn,“ segir þjóðgarðsvörður. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira