FIA samþykkti brautina í Suður Kóreu 12. október 2010 09:08 Charlie Whiting hefur verið keppnisstjóri FIA í mörg ár. Mynd: Getty Images Alþjóðabílasambandið, FIA samþykkti í dag að Formúlu 1 mót fari fram um aðra helgi á nýtti braut í Suður Kóreu, en nokkur virtist á reiki hvort af því yrði. Tafir við frágang brautarinnar urðu til þess að umræða um að slá mótið af kom upp síðustu vikurnar. En Charlie Whiting hjá FIA, sem er keppnisstjóri á Formúlu 1 mótum hefur skoðað brautina og gefið leyfi fyrir því að mótið fari fram samkvæmt frétt á autosport.com. Brautin er hönnuð af Hermann Tilke, sem hefur hannað brautir síðustu ára. Yung Cho Chung sem er einn af þeim sem er forsvari fyrir brautina í Suður Kóreu sagði að mótið myndi vekja mikinn áhuga í landinu. "Við erum ánægðir að FIA er sátt við gang mála og Kórean býður Formúlu 1 geirann velkominn á brautina. Brautin hefur verið hönnuð og smíðuð í hæsta gæðaflokki og verður miðstöð akstursíþrótta í landinu", sagði Chung. Niðurstaða FIA er trúlega léttir fyrir McLaren ökumennina Lewis Hamilton og Jenson Button, sem töpuðu stigum á forystumanninn Mark Webber í stigamóti ökumanna í Japan á sunnudag. Ef mótið hefði ekki farið fram þá hefðu þeir aðeins tvö mót til að vinna sig upp, en hafa núna þrjú. Mótið í Suður Kóreu er á dagskrá 24. október, en síðan verður keppt í Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Alþjóðabílasambandið, FIA samþykkti í dag að Formúlu 1 mót fari fram um aðra helgi á nýtti braut í Suður Kóreu, en nokkur virtist á reiki hvort af því yrði. Tafir við frágang brautarinnar urðu til þess að umræða um að slá mótið af kom upp síðustu vikurnar. En Charlie Whiting hjá FIA, sem er keppnisstjóri á Formúlu 1 mótum hefur skoðað brautina og gefið leyfi fyrir því að mótið fari fram samkvæmt frétt á autosport.com. Brautin er hönnuð af Hermann Tilke, sem hefur hannað brautir síðustu ára. Yung Cho Chung sem er einn af þeim sem er forsvari fyrir brautina í Suður Kóreu sagði að mótið myndi vekja mikinn áhuga í landinu. "Við erum ánægðir að FIA er sátt við gang mála og Kórean býður Formúlu 1 geirann velkominn á brautina. Brautin hefur verið hönnuð og smíðuð í hæsta gæðaflokki og verður miðstöð akstursíþrótta í landinu", sagði Chung. Niðurstaða FIA er trúlega léttir fyrir McLaren ökumennina Lewis Hamilton og Jenson Button, sem töpuðu stigum á forystumanninn Mark Webber í stigamóti ökumanna í Japan á sunnudag. Ef mótið hefði ekki farið fram þá hefðu þeir aðeins tvö mót til að vinna sig upp, en hafa núna þrjú. Mótið í Suður Kóreu er á dagskrá 24. október, en síðan verður keppt í Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember.
Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira