Agndofa gagnvart þessum kröftum 15. apríl 2010 06:00 Eldgos. Mynd Egill. Norskir gestir Ferðafélags Íslands sem voru fastir í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Markarfljóti stóðu agndofa þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Hópurinn var ásamt öðrum erlendum ferðamönnum ferjaður yfir fljótið síðdegis í gær. „Hinir erlendu gestir stóðu agndofa gagnvart þessum kröftum og hafa aldrei upplifað neitt þessu líkt." Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, sem var innilokaður ásamt ellefu forystumönnum Ferðafélagsins og tólf forystumönnum frá norsku ferðafélagi, í Þórsmörk í gærdag. Ferðafélagsmenn höfðu farið með hina norsku gesti að gömlu gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í fyrradag. Í gær átti svo að halda til Reykjavíkur en vegurinn yfir ána úr Gígjökli var þá lokaður vegna vatnavaxta svo hópurinn komst hvergi. Hann dvaldi í góðu yfirlæti í skála Ferðafélagsins í Langadal þar til síðdegis í gær að fólkið lagði af stað fótgangandi yfir í Húsadal. Þangað komu jeppar hópsins og björgunarsveitarbílar sem ferjuðu samtals rúmlega fjörutíu manna hópinn yfir Markarfljót á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikið var í fljótinu, að sögn Ólafs Arnar en ferðin var áfallalaus. Hópurinn var nýkominn ofan af Valahnúk um miðjan dag í gær, þar sem vel sá yfir vatnsflauminn úr Gígjökli, þegar Fréttablaðið ræddi við Ólaf Örn sem lýsti því sem fyrir augu hafði borið. „Það rennur sterkur kolmórauður straumur úr lóninu fyrir neðan Gígjökulinn. Mikið vatnsflæmi breiðir svo úr sér yfir aurana við Markarfljót. Gríðarlegur hávaði er frá Gígjökli sem er brattur skriðjökull sem fellur úr Eyjafjallajökli. Öflugur strókur stendur upp úr Gígjöklinum bæði af reyk og brúnum strókum sem bendir til þess að mikið sé um að vera undir jöklinum." Ólafur Örn sagði að ferðafélagsfólkið norska, svo og aðrir ferðamenn af ýmsu þjóðerni sem sátu fastir í Þórsmörk í gær, hefðu gert sér grein fyrir að um afar alvarlegan atburð væri að ræða. Ekki hefði þó borið á ótta hjá neinum þeirra, þótt ljóst væri að gos væri hafið. Fólki hefði verið gerð grein fyrir því að það væri utan hættusvæðis. jss@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Fréttir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Norskir gestir Ferðafélags Íslands sem voru fastir í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Markarfljóti stóðu agndofa þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Hópurinn var ásamt öðrum erlendum ferðamönnum ferjaður yfir fljótið síðdegis í gær. „Hinir erlendu gestir stóðu agndofa gagnvart þessum kröftum og hafa aldrei upplifað neitt þessu líkt." Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, sem var innilokaður ásamt ellefu forystumönnum Ferðafélagsins og tólf forystumönnum frá norsku ferðafélagi, í Þórsmörk í gærdag. Ferðafélagsmenn höfðu farið með hina norsku gesti að gömlu gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í fyrradag. Í gær átti svo að halda til Reykjavíkur en vegurinn yfir ána úr Gígjökli var þá lokaður vegna vatnavaxta svo hópurinn komst hvergi. Hann dvaldi í góðu yfirlæti í skála Ferðafélagsins í Langadal þar til síðdegis í gær að fólkið lagði af stað fótgangandi yfir í Húsadal. Þangað komu jeppar hópsins og björgunarsveitarbílar sem ferjuðu samtals rúmlega fjörutíu manna hópinn yfir Markarfljót á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikið var í fljótinu, að sögn Ólafs Arnar en ferðin var áfallalaus. Hópurinn var nýkominn ofan af Valahnúk um miðjan dag í gær, þar sem vel sá yfir vatnsflauminn úr Gígjökli, þegar Fréttablaðið ræddi við Ólaf Örn sem lýsti því sem fyrir augu hafði borið. „Það rennur sterkur kolmórauður straumur úr lóninu fyrir neðan Gígjökulinn. Mikið vatnsflæmi breiðir svo úr sér yfir aurana við Markarfljót. Gríðarlegur hávaði er frá Gígjökli sem er brattur skriðjökull sem fellur úr Eyjafjallajökli. Öflugur strókur stendur upp úr Gígjöklinum bæði af reyk og brúnum strókum sem bendir til þess að mikið sé um að vera undir jöklinum." Ólafur Örn sagði að ferðafélagsfólkið norska, svo og aðrir ferðamenn af ýmsu þjóðerni sem sátu fastir í Þórsmörk í gær, hefðu gert sér grein fyrir að um afar alvarlegan atburð væri að ræða. Ekki hefði þó borið á ótta hjá neinum þeirra, þótt ljóst væri að gos væri hafið. Fólki hefði verið gerð grein fyrir því að það væri utan hættusvæðis. jss@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira