Golf

Poulter ætlar að nota Twitter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ian Poulter.
Ian Poulter.

Kylfingurinn Ian Poulter segir það ekki vera rétt að leikmenn Evrópu í Ryder Cup séu í Twitter-banni og hann ætlar að halda áfram að nota samskiptavefinn meðan á mótinu stendur.

Poulter segir Colin Montgomerie, fyrirliða Evrópu, ekki hafa bannað notkun síðunnar heldur hafi hann beðið leikmenn að virða einkalíf liðsins. Menn verði því að passa hvað þeir skrifa á Twitter.

"Ég mun ekki nefna nein nöfn er ég nota Twitter. Ég veit ekki einu sinni hverjir nota Twitter í liðinu," sagði Poulter.

Það var einnig rætt í bandaríska liðinu að sleppa því að nota Twitter og Facebook.

Stewart Cink lifði samt ekki lengi af án þess að nota Twitter því hann laumaði inn stuttri færslu eftir að bandaríska liðið var komið á leikstað. Þá sagðist hann reyndar ekki ætla að skrifa aftur fyrr en eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×