Mestu truflanir á flugsamgöngum í sögu norður Evrópu Óli Tynes skrifar 15. apríl 2010 18:46 Aldrei í sögunni hafa orðið aðrar eins truflanir á flugsamgöngum í norðanverðri Evrópu og með gosinu í Eyjafjallajökli. Sjö lönd hafa alveg lokað lofthelgi sinni og leyfa ekkert flug. Gosið truflar raunar flugsamgöngur um allan heim. Breskri lofthelgi var lokað á hádegi í dag og hún verður lokuð að minnsta kosti til klukkan sjö í fyrramálið. Sömu sögu er að segja á Írlandi í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu. París hefur einnig lokað sínum flugvöllum þótt enn sé flogið í suðurhluta Frakklands. Fleiri flugstöðvar geta lokast á næstu klukkustundum eftir því sem askan frá Eyjafjallajökli berst sunnar. Flugstjórnarmiðstöðin Eurocontrol segir að miðað við veðurspár og spár íslenskra jarðfræðinga geti þessi loftrými verið lokuð í tvo sólarhringa. Ekkert í líkingu við þetta hefur nokkrusinni gerst áður. Og þetta hefur ekki aðeins áhrif í Evrópu heldur um allan heim. Fjölmörg flugfélög í Bandaríkjunum, Asíu, Ástralasíu og Afríku fljúga til Evrópu. Það flug legst sjálfkrafa af. Gosið mun því hafa áhrif á ferðir milljóna manna á næstu dögum. Miðað við allt þetta umstang er eðlilegt að fólk spyrji: hvað er það sem er svona hættulegt? Það var árið 1982 sem menn gerðu sér fyrst grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum. Þá var Boeing 747 breiðþota frá British Airways á leið frá Lundúnum til Auckland höfuðborgar Nýja Sjálands með 263 farþega. Vélin var í farflugshæð í 30 þúsund fetum þegar drapst á öllum fjórum hreyflum hennar hverjum á eftir öðrum. Vélin missti mikla hæð. Fór neðar og neðar en loks tókst að ræsa þrjá af hreyflunum aftur og vélin lenti heilu og höldnu í Jakarta í Indónesíu. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði flogið inn í gosmökk frá eldfjallinu Galung-gung á eynni Jövu. Askan hafði stíflað hreyflana. Farþegaflugvélar eru búnar öflugum ratsjártækjum. En í mikilli hæð er askan mjög dreifð, það eru engir þykkir bólstrar. Hún er auk þess mjög þurr og ratsjárnar fá ekkert endurvarp. Menn hafa því varann á í flugi þegar eldgos eru annarsvegar. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Aldrei í sögunni hafa orðið aðrar eins truflanir á flugsamgöngum í norðanverðri Evrópu og með gosinu í Eyjafjallajökli. Sjö lönd hafa alveg lokað lofthelgi sinni og leyfa ekkert flug. Gosið truflar raunar flugsamgöngur um allan heim. Breskri lofthelgi var lokað á hádegi í dag og hún verður lokuð að minnsta kosti til klukkan sjö í fyrramálið. Sömu sögu er að segja á Írlandi í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu. París hefur einnig lokað sínum flugvöllum þótt enn sé flogið í suðurhluta Frakklands. Fleiri flugstöðvar geta lokast á næstu klukkustundum eftir því sem askan frá Eyjafjallajökli berst sunnar. Flugstjórnarmiðstöðin Eurocontrol segir að miðað við veðurspár og spár íslenskra jarðfræðinga geti þessi loftrými verið lokuð í tvo sólarhringa. Ekkert í líkingu við þetta hefur nokkrusinni gerst áður. Og þetta hefur ekki aðeins áhrif í Evrópu heldur um allan heim. Fjölmörg flugfélög í Bandaríkjunum, Asíu, Ástralasíu og Afríku fljúga til Evrópu. Það flug legst sjálfkrafa af. Gosið mun því hafa áhrif á ferðir milljóna manna á næstu dögum. Miðað við allt þetta umstang er eðlilegt að fólk spyrji: hvað er það sem er svona hættulegt? Það var árið 1982 sem menn gerðu sér fyrst grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum. Þá var Boeing 747 breiðþota frá British Airways á leið frá Lundúnum til Auckland höfuðborgar Nýja Sjálands með 263 farþega. Vélin var í farflugshæð í 30 þúsund fetum þegar drapst á öllum fjórum hreyflum hennar hverjum á eftir öðrum. Vélin missti mikla hæð. Fór neðar og neðar en loks tókst að ræsa þrjá af hreyflunum aftur og vélin lenti heilu og höldnu í Jakarta í Indónesíu. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði flogið inn í gosmökk frá eldfjallinu Galung-gung á eynni Jövu. Askan hafði stíflað hreyflana. Farþegaflugvélar eru búnar öflugum ratsjártækjum. En í mikilli hæð er askan mjög dreifð, það eru engir þykkir bólstrar. Hún er auk þess mjög þurr og ratsjárnar fá ekkert endurvarp. Menn hafa því varann á í flugi þegar eldgos eru annarsvegar.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira