Eldingar í gosmekkinum - fólk í hættu SB skrifar 15. apríl 2010 10:26 Eldgosið úr fjarlægð. Eldingar leiftra í gosmekkinum á Eyjafjallajökli. Fordæmi er fyrir því hér á landi að fólk hefur látist af völdum eldinga í 30 kílómetra fjarlægð frá gosi. Jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir alltaf hættu af eldingum í eldgosum. "Já það er alltaf einhver hætta, þetta er í gosmekkinum og við hann og það má búast við mikið af eldingum," segir Þórður Arason jarðeðlisfræðingur. Á eldingarkorti á vef Veðurstofunnar má sjá dreifingu eldinganna og er stór rauður punktur yfir gosstöðvunum. Þórður segir fyrstu eldinguna hafa greinst klukkan hálf sjö í gær og síðan þá hafi þeim slegið látlaust niður. Spurður um hættuna af þessum eldingum segir Þórður: "Það hefur skeð að fólk hafi dáið í eldingum hér á landi. Í Kötlugosi árið 1755 dóu tveir í eldingu sem laust niður í Skaftárdal um 30 kílómetra frá gosinu." Hættan er því raunveruleg. Á vef Almannavarna eru leiðbeiningar vegna eldingarhættu og birtir Vísir þær hér með almenningi til upplýsingar. --- EldingahættaFarið ekki undir gjóskufall, vegna eldingahættu og munið að algert myrkur getur verið í öskumekki. Eldingahætta er mest í eða við gosmökk og öskufallsgeira og getur náð í allt að 30 - 40 km. undan vindi frá eldstöðinni. Komið ykkur stystu leið út úr gjóskufalli með því að fara þvert á vindátt. Forðist að vera í nánd við loftlínur, hávaxin tré, staura, þvottasnúrur, rafmagnsvirki, möstur og landbúnaðartæki hvers konar. Varist jafnframt mýrlendi, vötn og læki. Losið ykkur við bakpoka, byssur, veiðistangir, garðyrkjuáhöld og annað það sem leitt getur rafmagn. Nánari upplýsingar er að finna á vef Almannavarna. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Eldingar leiftra í gosmekkinum á Eyjafjallajökli. Fordæmi er fyrir því hér á landi að fólk hefur látist af völdum eldinga í 30 kílómetra fjarlægð frá gosi. Jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir alltaf hættu af eldingum í eldgosum. "Já það er alltaf einhver hætta, þetta er í gosmekkinum og við hann og það má búast við mikið af eldingum," segir Þórður Arason jarðeðlisfræðingur. Á eldingarkorti á vef Veðurstofunnar má sjá dreifingu eldinganna og er stór rauður punktur yfir gosstöðvunum. Þórður segir fyrstu eldinguna hafa greinst klukkan hálf sjö í gær og síðan þá hafi þeim slegið látlaust niður. Spurður um hættuna af þessum eldingum segir Þórður: "Það hefur skeð að fólk hafi dáið í eldingum hér á landi. Í Kötlugosi árið 1755 dóu tveir í eldingu sem laust niður í Skaftárdal um 30 kílómetra frá gosinu." Hættan er því raunveruleg. Á vef Almannavarna eru leiðbeiningar vegna eldingarhættu og birtir Vísir þær hér með almenningi til upplýsingar. --- EldingahættaFarið ekki undir gjóskufall, vegna eldingahættu og munið að algert myrkur getur verið í öskumekki. Eldingahætta er mest í eða við gosmökk og öskufallsgeira og getur náð í allt að 30 - 40 km. undan vindi frá eldstöðinni. Komið ykkur stystu leið út úr gjóskufalli með því að fara þvert á vindátt. Forðist að vera í nánd við loftlínur, hávaxin tré, staura, þvottasnúrur, rafmagnsvirki, möstur og landbúnaðartæki hvers konar. Varist jafnframt mýrlendi, vötn og læki. Losið ykkur við bakpoka, byssur, veiðistangir, garðyrkjuáhöld og annað það sem leitt getur rafmagn. Nánari upplýsingar er að finna á vef Almannavarna.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira