Trommunördast í þrjá daga 29. apríl 2010 09:00 Safnar trommurum saman í æfingabúðir yfir heila helgi. Halldór Lárusson og Einar Scheving standa fyrir æfingabúðum í trommuleik í júní. Spilað verður í 8-9 tíma á dag. „Þetta er alveg kjörið ef menn vilja trommunördast út í eitt heila helgi," segir trommarinn Halldór Lárusson. Hann stendur fyrir þriggja daga námskeiði í trommuleik ásamt trommaranum Einari Scheving sem ber heitið Trommu Boot-Camp. Það verður haldið í Skálholtsskóla 25. til 27. júní. Þar verður blandað saman kennslu, áköfum og markvissum æfingum, fróðleik og skemmtun. „Þetta er hugmynd sem hefur verið í gangi í nokkur ár erlendis. Ég rek þennan vef, Trommari.is, og þar var einhver að nefna að það væri frábært ef svona væri til á Íslandi. Þá datt okkur Einari að setja þetta í gang," segir Halldór. Hann segir námskeiðið kjörið tækifæri fyrir trommara, jafnt skemmra sem lengra komna, til að bæta frammistöðu sína. „Aðstaðan er draumi líkust. Þarna er frábær salur þar sem kennslan og æfingar fara fram. Þarna er setustofa með arni og flatskjá þar sem hægt er að hafa það gott og allur matur er inni í þessu. Þetta er rosalega flott aðstaða í ægilega fallegu umhverfi. Þetta getur ekki verið mikið betra." Spurður hvort námskeiðið muni reyna á eins og í alvöru Boot-Camp segir Halldór að ekkert verði gefið eftir. „Menn koma til með að spila 8-9 klukkustundir á dag með matarpásum. Síðan á kvöldin verða stuttir fyrirlestrar og sýnikennsla og kvöldvökur. Þetta verður eins lengi og menn standa uppi." Aldurstakmark á námskeiðið er 16 ár. Skráning og allar nánari upplýsingar fást hjá Halldóri í síma 8930019 eða á dori@trommari.is. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Halldór Lárusson og Einar Scheving standa fyrir æfingabúðum í trommuleik í júní. Spilað verður í 8-9 tíma á dag. „Þetta er alveg kjörið ef menn vilja trommunördast út í eitt heila helgi," segir trommarinn Halldór Lárusson. Hann stendur fyrir þriggja daga námskeiði í trommuleik ásamt trommaranum Einari Scheving sem ber heitið Trommu Boot-Camp. Það verður haldið í Skálholtsskóla 25. til 27. júní. Þar verður blandað saman kennslu, áköfum og markvissum æfingum, fróðleik og skemmtun. „Þetta er hugmynd sem hefur verið í gangi í nokkur ár erlendis. Ég rek þennan vef, Trommari.is, og þar var einhver að nefna að það væri frábært ef svona væri til á Íslandi. Þá datt okkur Einari að setja þetta í gang," segir Halldór. Hann segir námskeiðið kjörið tækifæri fyrir trommara, jafnt skemmra sem lengra komna, til að bæta frammistöðu sína. „Aðstaðan er draumi líkust. Þarna er frábær salur þar sem kennslan og æfingar fara fram. Þarna er setustofa með arni og flatskjá þar sem hægt er að hafa það gott og allur matur er inni í þessu. Þetta er rosalega flott aðstaða í ægilega fallegu umhverfi. Þetta getur ekki verið mikið betra." Spurður hvort námskeiðið muni reyna á eins og í alvöru Boot-Camp segir Halldór að ekkert verði gefið eftir. „Menn koma til með að spila 8-9 klukkustundir á dag með matarpásum. Síðan á kvöldin verða stuttir fyrirlestrar og sýnikennsla og kvöldvökur. Þetta verður eins lengi og menn standa uppi." Aldurstakmark á námskeiðið er 16 ár. Skráning og allar nánari upplýsingar fást hjá Halldóri í síma 8930019 eða á dori@trommari.is. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp