Páll Óskar stundum alveg á túr í myndatökunum 11. nóvember 2010 08:00 Á sýningunni eru 34 sviðsettar ljósmyndir Oddvars af Palla og einnig kemur út bók í formi stórra póstkorta. Páll Óskar og listamaðurinn Oddvar Örn hófu samstarf fyrir nokkrum árum í kjölfarið á Gay Pride í Reykjavík. Afrakstur samstarfsins má berja augum í Smáralind á laugardaginn, en þá hefst sýningin Páll Óskar eftir Oddvar. „Þetta er ógeðslega gaman. Við hlæjum endalaust í tökunum enda með svipaðan húmor," segir listamaðurinn Oddvar Örn Hjartarson um vinnu sína með Páli Óskari Hjálmtýssyni. Ljósmyndasýningin Páll Óskar eftir Oddvar hefst í Smáralind á laugardaginn. 34 sviðsettar ljósmyndir sem Oddvar tók af poppstjörnunni verða sýndar og af því tilefni kemur út bók í formi stórra póstkorta. Oddvar hefur verið hirðljósmyndari Páls undanfarin ár og segir hann vera frábæra fyrirsætu. „Hann er náttúrulega rosalega myndarlegur og með öll þessu flottu hlutföll sem módel þurfa að hafa," segir Oddvar. „Svo er hann með sjálfstraustið í lagi og það skiptir rosalega miklu máli." En er Páll einhvern tíma með dívutakta í myndatökunum? „Jú, jú, stundum er hann alveg á túr. Ég fæ stundum að finna fyrir því." Páll Óskar bregður sér meðal annars í hlutverk flugmanns, skáta, ofurhetju, sjómanns, pitsusendils og gagnkynhneigðs handboltakappa á myndunum. Oddvar segist kunna ótrúlega vel að meta síðastnefndu myndina. Oddvar Örn. „Hún virkar eins og týpísk Fréttablaðsmynd. Kannski er þetta einkahúmor - Palli er náttúrulega megahommi og maður hefur svo oft séð þessa gaura, ótrúlega káta með aðalskvísuna og nýfætt barn," útskýrir Oddvar. „Svo eru þeir að lifa tvöföldu lífi; spila með báðum liðum án þess að gera það opinbert. Það er tilfinning okkar Palla og margra samkynhneigðra. Það er svo mikið af karlmönnum sem koma aldrei út úr skápnum, þannig að það er flott að setja Palla í þennan búning. Það vita allir að hann er ekki straight." Oddvar ítrekar þó að allir geti túlkað myndirnar á sinn hátt. Oddvar játar að það sé frábært tækifæri fyrir sig sem ungan listamann að vinna með Páli Óskari og vonast til þess að vinnan opni fleiri dyr. „Ef ekki, þá held ég áfram að gera mína list. Á meðan ég er hamingjusamur er ég sáttur," segir hann. Í tilefni af opnuninni treður Páll Óskar upp og áritar í Hagkaupum Smáralind klukkan 14 á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Páll Óskar og listamaðurinn Oddvar Örn hófu samstarf fyrir nokkrum árum í kjölfarið á Gay Pride í Reykjavík. Afrakstur samstarfsins má berja augum í Smáralind á laugardaginn, en þá hefst sýningin Páll Óskar eftir Oddvar. „Þetta er ógeðslega gaman. Við hlæjum endalaust í tökunum enda með svipaðan húmor," segir listamaðurinn Oddvar Örn Hjartarson um vinnu sína með Páli Óskari Hjálmtýssyni. Ljósmyndasýningin Páll Óskar eftir Oddvar hefst í Smáralind á laugardaginn. 34 sviðsettar ljósmyndir sem Oddvar tók af poppstjörnunni verða sýndar og af því tilefni kemur út bók í formi stórra póstkorta. Oddvar hefur verið hirðljósmyndari Páls undanfarin ár og segir hann vera frábæra fyrirsætu. „Hann er náttúrulega rosalega myndarlegur og með öll þessu flottu hlutföll sem módel þurfa að hafa," segir Oddvar. „Svo er hann með sjálfstraustið í lagi og það skiptir rosalega miklu máli." En er Páll einhvern tíma með dívutakta í myndatökunum? „Jú, jú, stundum er hann alveg á túr. Ég fæ stundum að finna fyrir því." Páll Óskar bregður sér meðal annars í hlutverk flugmanns, skáta, ofurhetju, sjómanns, pitsusendils og gagnkynhneigðs handboltakappa á myndunum. Oddvar segist kunna ótrúlega vel að meta síðastnefndu myndina. Oddvar Örn. „Hún virkar eins og týpísk Fréttablaðsmynd. Kannski er þetta einkahúmor - Palli er náttúrulega megahommi og maður hefur svo oft séð þessa gaura, ótrúlega káta með aðalskvísuna og nýfætt barn," útskýrir Oddvar. „Svo eru þeir að lifa tvöföldu lífi; spila með báðum liðum án þess að gera það opinbert. Það er tilfinning okkar Palla og margra samkynhneigðra. Það er svo mikið af karlmönnum sem koma aldrei út úr skápnum, þannig að það er flott að setja Palla í þennan búning. Það vita allir að hann er ekki straight." Oddvar ítrekar þó að allir geti túlkað myndirnar á sinn hátt. Oddvar játar að það sé frábært tækifæri fyrir sig sem ungan listamann að vinna með Páli Óskari og vonast til þess að vinnan opni fleiri dyr. „Ef ekki, þá held ég áfram að gera mína list. Á meðan ég er hamingjusamur er ég sáttur," segir hann. Í tilefni af opnuninni treður Páll Óskar upp og áritar í Hagkaupum Smáralind klukkan 14 á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira