Jón Sigurður Eyjólfsson: Forsetinn og gígurinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. apríl 2010 06:00 „Hann gaf nafn landinu og kallaði Grænland og kvað menn það myndu fýsa þangað farar, að landið ætti nafn gott." Þannig segir Íslendingabók frá upphafi íslenskrar markaðsetningar. Þó að víðar sé fjölmennara en á Grænlandi bar ekki skugga á þessa aðferðarfræði fyrr en á þessu ári. Var þessi norræna auglýsingatækni feðganna Eiríks og Leifs orðinn okkur Íslendingum geðgróin svo við urðum eins og talandi auglýsingabæklingur frá Ferðamálastofu þegar útlendingar heyrðu til. En kannski er þetta að breytast eftir umskipti Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Hann hafði farið eftir aðferðarfræði feðganna af meiri tryggð en flestir aðrir. Það kom því mörgum á óvart að hann skyldi snúa við blaðinu með Kötluspánni sinni. Tók hann þar upp þráðinn þar sem hinn grami Hrafna Flóki lagði honum þegar hann stóð öskurillur upp á Ármannsfelli og nefndi landið Ísland jafnvel þó hann væri að horfa yfir fallegasta fjörð landsins. Það vill svo til að ég er sjálfur að vestan og sé oft lífið frá Ármannsfelli. Hef ég því mestu ýmigust á markaðsetningu af þessu tagi rétt eins og fallega spunnum vefum stjórnmálamanna, fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Fréttatilkynningar úr þessum vefstólum geta verið álíka ósvífnar og að segja mönnum sem eiga rætur sínar að rekja til Bretlands og Noregs að jökuleyjan mikla sé grænt land. Grænlendingar sjálfir láta ekki segja sér þessa vitleysu of oft og kalla landið Land fólksins eða Kalaallit Nunaat. Vínlandsnafnið var flopp frá upphafi en nafnið sem Hrafna Flóki fann upp í bræði sinni iljar enn um hjartarætur þegar menn taka sér það í munn. Er því ekki löngu orðið tímabært að hætta þessum markaðstengda tepruskap og fara að tala vestfirsku? Það sjá allir í gegnum þetta nema við sjálf. Við höldum að fólk sé að afpanta ferðir til landsins vegna orða forsetans en málið er að það hefur ekki áhuga á að verða strandaglópar vegna öskufallsins úr Eyjafjallajökli. Mig dreymir um veröld þar sem menn geta talað vestfirsku við alþjóð. En þar til að sá tími rennur upp vil ég benda á að mennirnir álykta en guð ræður. Ferðafrömuðum sem og heimsbyggðinni allri ber því frekar að óttast það sem kemur upp úr gígunum frekar en það sem kemur upp úr forsetanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun
„Hann gaf nafn landinu og kallaði Grænland og kvað menn það myndu fýsa þangað farar, að landið ætti nafn gott." Þannig segir Íslendingabók frá upphafi íslenskrar markaðsetningar. Þó að víðar sé fjölmennara en á Grænlandi bar ekki skugga á þessa aðferðarfræði fyrr en á þessu ári. Var þessi norræna auglýsingatækni feðganna Eiríks og Leifs orðinn okkur Íslendingum geðgróin svo við urðum eins og talandi auglýsingabæklingur frá Ferðamálastofu þegar útlendingar heyrðu til. En kannski er þetta að breytast eftir umskipti Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Hann hafði farið eftir aðferðarfræði feðganna af meiri tryggð en flestir aðrir. Það kom því mörgum á óvart að hann skyldi snúa við blaðinu með Kötluspánni sinni. Tók hann þar upp þráðinn þar sem hinn grami Hrafna Flóki lagði honum þegar hann stóð öskurillur upp á Ármannsfelli og nefndi landið Ísland jafnvel þó hann væri að horfa yfir fallegasta fjörð landsins. Það vill svo til að ég er sjálfur að vestan og sé oft lífið frá Ármannsfelli. Hef ég því mestu ýmigust á markaðsetningu af þessu tagi rétt eins og fallega spunnum vefum stjórnmálamanna, fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Fréttatilkynningar úr þessum vefstólum geta verið álíka ósvífnar og að segja mönnum sem eiga rætur sínar að rekja til Bretlands og Noregs að jökuleyjan mikla sé grænt land. Grænlendingar sjálfir láta ekki segja sér þessa vitleysu of oft og kalla landið Land fólksins eða Kalaallit Nunaat. Vínlandsnafnið var flopp frá upphafi en nafnið sem Hrafna Flóki fann upp í bræði sinni iljar enn um hjartarætur þegar menn taka sér það í munn. Er því ekki löngu orðið tímabært að hætta þessum markaðstengda tepruskap og fara að tala vestfirsku? Það sjá allir í gegnum þetta nema við sjálf. Við höldum að fólk sé að afpanta ferðir til landsins vegna orða forsetans en málið er að það hefur ekki áhuga á að verða strandaglópar vegna öskufallsins úr Eyjafjallajökli. Mig dreymir um veröld þar sem menn geta talað vestfirsku við alþjóð. En þar til að sá tími rennur upp vil ég benda á að mennirnir álykta en guð ræður. Ferðafrömuðum sem og heimsbyggðinni allri ber því frekar að óttast það sem kemur upp úr gígunum frekar en það sem kemur upp úr forsetanum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun