Söngkonan Lady Gaga er ein sú svakalegasta þegar kemur að búningum og fatnaði, bæði á sviði og utan þess. Hún hefur í raun svo mikinn metnað fyrir þessu að vinir hennar og samstarfsmenn hafa lýst yfir áhyggjum af því að hún geti ekki slappað af. Sjálf segist hún eyða heilu nóttunum í að teikna upp búninga og önnur dress og finnst ekkert tiltökumál að sofa ekki í þrjá daga í röð.
Lady Gaga ferðast þessa dagana um heiminn með tónleikaröðina Monster Ball Tour. Gaga er með svo mikið af búningum og fylgihlutum með sér fyrir sig og aðra sem koma að sýningunni að þrjár 747-þotur þarf fyrir herlegheitin í hvert skipti sem þau ferðast milli landa. Þetta segir framkvæmdastjóri ferðarinnar en áður hefur komið fram að söngkonan eyddi framanaf ferlinum hverri einustu krónu sem kom í kassann í föt.
Við tókum saman nokkrar myndir af Lady Gaga en þær eru teknar á rétt rúmu ári. Svo virðist sem hún komi aldrei tvisvar fram í sama búningnum.

