Ókind rýfur fjögurra ára þögn 2. september 2010 22:00 Hljómsveitin Ókind rís upp frá dauðum á laugardagskvöld eftir fjögurra ára þögn. Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköpuð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár. „Þetta er eiginlega gjörningur, bara einir tónleikar,“ segir Steingrímur Karl Teague, sem hefur getið sér gott orð að undanförnu með hljómsveitinni Moses Hightower. „Við erum félagar líka utan hljómsveitarinnar. Það var alltaf voða skrítið að vera að hittast og ekki spila. Við erum búnir að æfa stíft og erum að reyna að troða okkur í rokkbuxurnar aftur. Miðað við hvernig þetta er búið að vera á æfingum þá er þetta farið að hljóma ágætlega,“ segir hann og bætir við: „Ástæðan fyrir því að við gerðum þetta er að Ingi gítarleikari er að flytja til London, þannig að það er núna eða aldrei.“ Flestir meðlimir Ókindar hafa verið viðloðandi tónlist síðan hún fór í frí. Ingi Einar er tónleikaljósamaður, bassaleikarinn Birgir Örn upptökustjóri, og söngvarinn og hljómborðsleikarinn Steingrímur hefur starfað í hljómsveitunum Ojba Rasta og Stórsveit Samúels J. Samúelssonar, ásamt Moses Hightower. Söngvaskáldið Jón Þór (úr Lödu Sport og Dynamo Fog) sér um upphitun á tónleikunum á Faktorý. Aðgangur er ókeypis og platan Hvar í Hvergilandi verður til sölu á góðu verði. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköpuð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár. „Þetta er eiginlega gjörningur, bara einir tónleikar,“ segir Steingrímur Karl Teague, sem hefur getið sér gott orð að undanförnu með hljómsveitinni Moses Hightower. „Við erum félagar líka utan hljómsveitarinnar. Það var alltaf voða skrítið að vera að hittast og ekki spila. Við erum búnir að æfa stíft og erum að reyna að troða okkur í rokkbuxurnar aftur. Miðað við hvernig þetta er búið að vera á æfingum þá er þetta farið að hljóma ágætlega,“ segir hann og bætir við: „Ástæðan fyrir því að við gerðum þetta er að Ingi gítarleikari er að flytja til London, þannig að það er núna eða aldrei.“ Flestir meðlimir Ókindar hafa verið viðloðandi tónlist síðan hún fór í frí. Ingi Einar er tónleikaljósamaður, bassaleikarinn Birgir Örn upptökustjóri, og söngvarinn og hljómborðsleikarinn Steingrímur hefur starfað í hljómsveitunum Ojba Rasta og Stórsveit Samúels J. Samúelssonar, ásamt Moses Hightower. Söngvaskáldið Jón Þór (úr Lödu Sport og Dynamo Fog) sér um upphitun á tónleikunum á Faktorý. Aðgangur er ókeypis og platan Hvar í Hvergilandi verður til sölu á góðu verði.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“