Segir ekkert út af borðinu 11. nóvember 2010 02:45 Boðar samráð Fulltrúar stjórnvalda, fjármálafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila munu funda um niðurstöður sérfræðingahópsins í dag.Fréttablaðið/GVA Mikilvægt er að niðurstöður sérfræðingahóps sem kortlagt hefur skuldavanda heimilanna verði grunnur að samráði sem leiði til þess að varanleg lausn finnist á vandanum segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Sérfræðingahópurinn telur að um 10.700 heimili séu í skuldavanda vegna fasteignalána. Hópurinn reiknaði út áhrifin af ýmsum leiðum til að leysa úr vandanum. „Þetta eru mjög athyglisverðar niðurstöður sem þarna koma fram, nú er verkefnið að vinna úr þessum niðurstöðum,“ segir Jóhanna. „Það er ekkert út af borðinu,“ segir Jóhanna. Haldinn verður samráðsfundur með fulltrúum fjármálastofnanna og öðrum hagsmunaaðilum í dag til að ræða niðurstöður sérfræðingahópsins. Hún segir ljóst að stór hópur fólks sé í skuldavanda, og einhver hópur sé í svo miklum vanda að vart verði hægt að grípa til aðgerða til að sá hluti haldi heimilum sínum. Sá hluti gæti verið á bilinu þrjú þúsund til fimm þúsund manns, segir Jóhanna. Koma verði til móts við þennan hóp með félagslega kerfinu og kaupleigukerfi svo fólk þurfi ekki að flytja af heimilum sínum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöðu sérfræðinganna. Hann bendir á að niðurstaðan taki til dæmis ekki tillit til þess kostnaðar sem óhjákvæmilega verði til verði ekkert að gert til að koma til móts við heimili í skuldavanda. Svo virðist sem reiknað sé með því að allar skuldir muni innheimtast að fullu, sem sé fjarri því að vera veruleikinn. Sigmundur Davíð segist þeirrar skoðunar að almenn niðurfærsla sé enn heppilegasta leiðin til að koma til móts við fólk í skuldavanda, en til viðbótar þurfi sértækar aðgerðir fyrir þá sem niðurfærslan dugi ekki. Einn þeirra sem sæti átti í sérfræðingahópnum, Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, ætlar að senda frá sér sérálit þar sem meðal annars verða birtar upplýsingar sem ekki koma fram í skýrslu sérfræðingahópsins. Marinó segir að skoða verði hvað aðgerðirnar nái til margra heimila, ekki bara hversu mörgum af þeim sem séu í brýnasta vandanum þær hjálpi. Hann segir þau neysluviðmið sem útreikningarnir miði við of lág, vandinn sé því víðtækari en skýrslan gefi til kynna. „Ef eitthvað er hefur niðurstaðan styrkt mig í þeirri skoðun minni að flöt niðurfærsla sé besta leiðin,“ segir Marinó. Hann segir að skoða verði heildaráhrifin af slíkri aðgerð, ekki eingöngu áhrifin á þá sem séu í verstri stöðu.- bj / Fréttir Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
Mikilvægt er að niðurstöður sérfræðingahóps sem kortlagt hefur skuldavanda heimilanna verði grunnur að samráði sem leiði til þess að varanleg lausn finnist á vandanum segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Sérfræðingahópurinn telur að um 10.700 heimili séu í skuldavanda vegna fasteignalána. Hópurinn reiknaði út áhrifin af ýmsum leiðum til að leysa úr vandanum. „Þetta eru mjög athyglisverðar niðurstöður sem þarna koma fram, nú er verkefnið að vinna úr þessum niðurstöðum,“ segir Jóhanna. „Það er ekkert út af borðinu,“ segir Jóhanna. Haldinn verður samráðsfundur með fulltrúum fjármálastofnanna og öðrum hagsmunaaðilum í dag til að ræða niðurstöður sérfræðingahópsins. Hún segir ljóst að stór hópur fólks sé í skuldavanda, og einhver hópur sé í svo miklum vanda að vart verði hægt að grípa til aðgerða til að sá hluti haldi heimilum sínum. Sá hluti gæti verið á bilinu þrjú þúsund til fimm þúsund manns, segir Jóhanna. Koma verði til móts við þennan hóp með félagslega kerfinu og kaupleigukerfi svo fólk þurfi ekki að flytja af heimilum sínum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöðu sérfræðinganna. Hann bendir á að niðurstaðan taki til dæmis ekki tillit til þess kostnaðar sem óhjákvæmilega verði til verði ekkert að gert til að koma til móts við heimili í skuldavanda. Svo virðist sem reiknað sé með því að allar skuldir muni innheimtast að fullu, sem sé fjarri því að vera veruleikinn. Sigmundur Davíð segist þeirrar skoðunar að almenn niðurfærsla sé enn heppilegasta leiðin til að koma til móts við fólk í skuldavanda, en til viðbótar þurfi sértækar aðgerðir fyrir þá sem niðurfærslan dugi ekki. Einn þeirra sem sæti átti í sérfræðingahópnum, Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, ætlar að senda frá sér sérálit þar sem meðal annars verða birtar upplýsingar sem ekki koma fram í skýrslu sérfræðingahópsins. Marinó segir að skoða verði hvað aðgerðirnar nái til margra heimila, ekki bara hversu mörgum af þeim sem séu í brýnasta vandanum þær hjálpi. Hann segir þau neysluviðmið sem útreikningarnir miði við of lág, vandinn sé því víðtækari en skýrslan gefi til kynna. „Ef eitthvað er hefur niðurstaðan styrkt mig í þeirri skoðun minni að flöt niðurfærsla sé besta leiðin,“ segir Marinó. Hann segir að skoða verði heildaráhrifin af slíkri aðgerð, ekki eingöngu áhrifin á þá sem séu í verstri stöðu.- bj /
Fréttir Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira