Enski boltinn

Algarve Cup: Byrjunarlið Íslands klárt fyrir leikinn gegn Bandaríkjunum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari. Mynd/Valli

Kvennalandslið Íslands í fótbolta dvelur þessa dagana í Portúgal þar sem það tekur þátt í Algarve Cup.

Íslensku stelpurnar mæta Bandaríkjunum í sínum fyrsta leik í mótinu í dag kl. 15 að íslenskum tíma og hefur landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson þegar tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Sigurður Ragnar stillir liðinu upp eftir leikaðferðinni 4-2-3-1 og er Dagný Brynjarsdóttir úr Val í byrjunarliðinu en hún er að fara að leika sinn fyrsta A-landsleik.



Byrjunarliðið:


Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir

Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Sif Atladóttir

Varnartengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir

Tengiliður: Dagný Brynjarsdóttir

Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir










Fleiri fréttir

Sjá meira


×