Hrognin verða að 70 þúsund tonnum 4. desember 2010 02:45 Hjá Stofnfiski Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Stofnfisks, segir fyrirtækið flytja út um 40 milljón eldislaxahrogn. Ísland er laust við sjúkdóma sem leikið hafa eldi grátt annars staðar og því eitt fárra landa sem flytja mega út hrognin.Fréttablaðið/Stefán Nýr stofn af eldislaxi í Síle sprettur að stórum hluta upp úr hrognum sem fengin eru frá Eldislaxi í Hafnarfirði. Ísland er eitt fárra landa sem geta flutt út hrogn vegna krafna sem gerðar eru um sjúkdómavarnir. Í fyrra nam útflutningur Stofnfisks í Hafnarfirði um 40 milljónum hrogna. Fram kemur á vef fyrirtækisins að stefnt sé að því að árleg framleiðsla nemi 50 til 70 milljónum hrogna og að 90 prósent framleiðslunnar séu til útflutnings. Að sögn Jónasar Jónassonar, framkvæmdastjóra Stofnfisks, fást á milli sex og sjö hundruð milljónir króna fyrir 40 milljón hrogn. Úr slíku magni segir Jónas hægt að framleiða 60 til 70 þúsund tonn af fiski. Jónas segir að iðnaður með eldislax hafi hrunið í Síle árin 2007 og 2008 þegar þar kom upp mjög skæður veirusjúkdómur. „Það sem einkenndi iðnaðinn í Síle var hversu samþjappaður hann var og sjúkdómurinn breiddist mjög hratt út. Menn fóru svo að byggja upp aftur með því að taka inn hrein hrogn og breyta framleiðsluaðferðum og þá jókst áhuginn á okkur,“ segir hann, en hér hafi viljað svo til að nokkuð hafi verið til af hrognum og Ísland verið laust við sjúkdóminn. „Þannig að við höfum verið að flytja út til þeirra og hjálpa þeim aðeins að byggja þetta upp aftur.“ Auk útflutnings til Síle segir Jónas að Stofnfiskur hafi flutt út hrogn á markaði í Evrópu og á vesturströnd Bandaríkjanna. „Og þeir kalla ekki allt ömmu sína þegar að því kemur að leyfa innflutning.“ Stöðugur stígandi hefur verið í útflutningi Stofnfisks síðustu ár og segir Jónas útflutning ársins í ár kominn í svipaða tölu og allt árið í fyrra. Þá gerir Jónas ráð fyrir áframhaldandi vexti í útflutningi hrogna héðan. „Þetta er alþjóðamarkaður og menn eru að herða kröfurnar meira og meira varðandi sjúkdómamál.“ Stofnfiskur var stofnaður árið 1991 af Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði fyrir hönd ríkissjóðs, sem átti þrjá fjórðu í fyrirtækinu, og Silfurlaxi, sem átti fjórðungshlut. Á vef Stofnfisks kemur fram að upphaflega hafi mest áhersla verið lögð á kynbætur fyrir hafbeit, síðustu ár hafi mest áhersla verið lögð á sölu hrogna og ráðgjafarþjónustu til laxeldis. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Nýr stofn af eldislaxi í Síle sprettur að stórum hluta upp úr hrognum sem fengin eru frá Eldislaxi í Hafnarfirði. Ísland er eitt fárra landa sem geta flutt út hrogn vegna krafna sem gerðar eru um sjúkdómavarnir. Í fyrra nam útflutningur Stofnfisks í Hafnarfirði um 40 milljónum hrogna. Fram kemur á vef fyrirtækisins að stefnt sé að því að árleg framleiðsla nemi 50 til 70 milljónum hrogna og að 90 prósent framleiðslunnar séu til útflutnings. Að sögn Jónasar Jónassonar, framkvæmdastjóra Stofnfisks, fást á milli sex og sjö hundruð milljónir króna fyrir 40 milljón hrogn. Úr slíku magni segir Jónas hægt að framleiða 60 til 70 þúsund tonn af fiski. Jónas segir að iðnaður með eldislax hafi hrunið í Síle árin 2007 og 2008 þegar þar kom upp mjög skæður veirusjúkdómur. „Það sem einkenndi iðnaðinn í Síle var hversu samþjappaður hann var og sjúkdómurinn breiddist mjög hratt út. Menn fóru svo að byggja upp aftur með því að taka inn hrein hrogn og breyta framleiðsluaðferðum og þá jókst áhuginn á okkur,“ segir hann, en hér hafi viljað svo til að nokkuð hafi verið til af hrognum og Ísland verið laust við sjúkdóminn. „Þannig að við höfum verið að flytja út til þeirra og hjálpa þeim aðeins að byggja þetta upp aftur.“ Auk útflutnings til Síle segir Jónas að Stofnfiskur hafi flutt út hrogn á markaði í Evrópu og á vesturströnd Bandaríkjanna. „Og þeir kalla ekki allt ömmu sína þegar að því kemur að leyfa innflutning.“ Stöðugur stígandi hefur verið í útflutningi Stofnfisks síðustu ár og segir Jónas útflutning ársins í ár kominn í svipaða tölu og allt árið í fyrra. Þá gerir Jónas ráð fyrir áframhaldandi vexti í útflutningi hrogna héðan. „Þetta er alþjóðamarkaður og menn eru að herða kröfurnar meira og meira varðandi sjúkdómamál.“ Stofnfiskur var stofnaður árið 1991 af Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði fyrir hönd ríkissjóðs, sem átti þrjá fjórðu í fyrirtækinu, og Silfurlaxi, sem átti fjórðungshlut. Á vef Stofnfisks kemur fram að upphaflega hafi mest áhersla verið lögð á kynbætur fyrir hafbeit, síðustu ár hafi mest áhersla verið lögð á sölu hrogna og ráðgjafarþjónustu til laxeldis. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira