Birgir Leifur Íslandsmeistari í golfi í fjórða skipti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2010 18:05 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Stefán Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í golfi árið 2010 en hann átti frábæran lokadag á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvellinum. Þetta er í fjórða sinn sem Birgir Leifur verður Íslandsmeistari en hann vann einnig Íslandsmeistaratitilinn 1996, 2003 og 2004. Birgir Leifur vann Íslandsmótið með þriggja högga mun en hann lék holurnar 18 í dag á einu höggi undir pari og endaði mótið því á parinu. Birgir Leifur er nýkominn af stað eftir erfið meiðsli og stimplaði sig heldur betur inn í Kiðjaberginu með frábærri spilamennsku. Hann gaf aðeins eftir á seinni níu holunum á þriðja hring en bætti heldur betur fyrir það á sömu níu holunum í dag. Sigmundur Einar Másson var með eins höggs forkost fyrir lokadaginn og byrjaði lokahringinn á því að fá tvo fugla á fyrstu sex holunum. Sigmundur náði þó ekki að fylgja því eftir og á 11. til 13. holur skildu leiðir hjá honum og Birgi Leif. Sigmundur tapaði þá þremur höggum á sama tíma og Birgir Leifur fékk tvo fugla. Birgir Leifur stakk andstæðinga sína hreinlega af á þessum kafla og náði mest sex högga forskoti. Eftir það var spennan mest í kringum það hver yrði í öðru sætinu. Kristján Þór Einarsson úr Kili lék mjög vel í dag og tryggði sér annað sætið með því að spila lokahringinn á tveimur höggum undir pari. Sigmundur Einar varð í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Kristjáni.Lokastaða efstu karla á Íslandsmótinu í höggleik 2010: 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG Par 2. Kristján Þór Einarsson, GKj +3 3. Sigmundur Einar Másson, GKG +5 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +6 5. Hlynur Geir Hjartarson, GK +8 6. Heiðar Davíð Bragason, GHD +9 7. Stefán Már Stefánsson, GR +10 8. Alfreð Brynjar Kristinsson, GR +11 9. Örvar Samúelsson, GA +13 9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +13 9. Axel Bóasson, GK+13 9. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG +13 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR +14 14. Haraldur Franklín Magnús, GR +15 15. Birgir Guðjónsson, GR +17 15. Helgi Birkir Þórisson, GSE +17 Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í golfi árið 2010 en hann átti frábæran lokadag á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvellinum. Þetta er í fjórða sinn sem Birgir Leifur verður Íslandsmeistari en hann vann einnig Íslandsmeistaratitilinn 1996, 2003 og 2004. Birgir Leifur vann Íslandsmótið með þriggja högga mun en hann lék holurnar 18 í dag á einu höggi undir pari og endaði mótið því á parinu. Birgir Leifur er nýkominn af stað eftir erfið meiðsli og stimplaði sig heldur betur inn í Kiðjaberginu með frábærri spilamennsku. Hann gaf aðeins eftir á seinni níu holunum á þriðja hring en bætti heldur betur fyrir það á sömu níu holunum í dag. Sigmundur Einar Másson var með eins höggs forkost fyrir lokadaginn og byrjaði lokahringinn á því að fá tvo fugla á fyrstu sex holunum. Sigmundur náði þó ekki að fylgja því eftir og á 11. til 13. holur skildu leiðir hjá honum og Birgi Leif. Sigmundur tapaði þá þremur höggum á sama tíma og Birgir Leifur fékk tvo fugla. Birgir Leifur stakk andstæðinga sína hreinlega af á þessum kafla og náði mest sex högga forskoti. Eftir það var spennan mest í kringum það hver yrði í öðru sætinu. Kristján Þór Einarsson úr Kili lék mjög vel í dag og tryggði sér annað sætið með því að spila lokahringinn á tveimur höggum undir pari. Sigmundur Einar varð í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Kristjáni.Lokastaða efstu karla á Íslandsmótinu í höggleik 2010: 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG Par 2. Kristján Þór Einarsson, GKj +3 3. Sigmundur Einar Másson, GKG +5 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +6 5. Hlynur Geir Hjartarson, GK +8 6. Heiðar Davíð Bragason, GHD +9 7. Stefán Már Stefánsson, GR +10 8. Alfreð Brynjar Kristinsson, GR +11 9. Örvar Samúelsson, GA +13 9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +13 9. Axel Bóasson, GK+13 9. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG +13 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR +14 14. Haraldur Franklín Magnús, GR +15 15. Birgir Guðjónsson, GR +17 15. Helgi Birkir Þórisson, GSE +17
Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti