Þingmenn skoða gosið 24. mars 2010 13:45 Þingmenn Suðurkjördæmis eru að fara upp á Fimmvörðuháls að skoða eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjölmargir hafa farið þangað í dag en Landsbjörg býst við því að margir muni fara að skoða gosið næstu daga og um helgina. Landsbjörg hefur því sent frá sér tilkynningu til vegfaranda. Þar segir að það sé mikilvægt að lokanir á svæðum séu virtar en ekki er heimilt að fara í Þórsmörk, á Fimmvörðuháls eða á Eyjafjallajökul. Einnig er ekki leyfilegt að fara nær gosstöðvunum en 5 km sem er skilgreint sem hættusvæði. Mikilvægt er að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar hafi eftirfarandi í huga: Skoða veðurspá Kynna sér vel það svæði sem fara á um Gera ferðaáætlun og láta aðstandendur vita um hana Vera vel útbúin, m.a. hvað varðar klæðnað og skófatnað Hafa nesti meðferðis Vera viss um að það farartæki sem nota á henti í ferðina og sé í góðu ásigkomulagi Hafa í huga að vegslóðar á svæðinu eru afar viðkvæmir á þessum árstíma Hafa fjarskiptatæki meðferðis og kunna að nota þau Virða lokanir á svæðum og hlýða fyrirmælum lögreglu og björgunarsveita Ef farið er á Mýrdalsjökul er mjög mikilvægt að fylgja mjög nákvæmlega hinni hefðbundnu GPS leið um jökulinn. Óvenjulegar aðstæður eru á jöklum núna þar sem lítið hefur snjóað í vetur og sprungur eru á stöðum þar sem þær hafa ekki verið sýnilegar áður. Reyndar hefur snjóað síðustu daga á jöklinum og hafa á köflum myndast miklir rifskaflar, sumir allt að eins metra djúpir og geta þeir verið mjög varasamir. Jafnframt er harðfenni mikið á hólum og hæðum sem gerir það að verkum að varasamt getur verið að ferðast á ónegldum vélsleðum. Ein af ástæðum þess að svæðið við eldstöðvarnar eru lokað er að vatnsskurðir og pyttir hafa myndast eftir bráðnunarvatn og eru margir undir snjó. Bráðnunargöt hafa komið fram, ís er orðinn ótraustur og gjóska til staðar sem eyðileggur farartæki. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur almenning til að huga að eigin öryggi og fara með gát. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þingmenn Suðurkjördæmis eru að fara upp á Fimmvörðuháls að skoða eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjölmargir hafa farið þangað í dag en Landsbjörg býst við því að margir muni fara að skoða gosið næstu daga og um helgina. Landsbjörg hefur því sent frá sér tilkynningu til vegfaranda. Þar segir að það sé mikilvægt að lokanir á svæðum séu virtar en ekki er heimilt að fara í Þórsmörk, á Fimmvörðuháls eða á Eyjafjallajökul. Einnig er ekki leyfilegt að fara nær gosstöðvunum en 5 km sem er skilgreint sem hættusvæði. Mikilvægt er að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar hafi eftirfarandi í huga: Skoða veðurspá Kynna sér vel það svæði sem fara á um Gera ferðaáætlun og láta aðstandendur vita um hana Vera vel útbúin, m.a. hvað varðar klæðnað og skófatnað Hafa nesti meðferðis Vera viss um að það farartæki sem nota á henti í ferðina og sé í góðu ásigkomulagi Hafa í huga að vegslóðar á svæðinu eru afar viðkvæmir á þessum árstíma Hafa fjarskiptatæki meðferðis og kunna að nota þau Virða lokanir á svæðum og hlýða fyrirmælum lögreglu og björgunarsveita Ef farið er á Mýrdalsjökul er mjög mikilvægt að fylgja mjög nákvæmlega hinni hefðbundnu GPS leið um jökulinn. Óvenjulegar aðstæður eru á jöklum núna þar sem lítið hefur snjóað í vetur og sprungur eru á stöðum þar sem þær hafa ekki verið sýnilegar áður. Reyndar hefur snjóað síðustu daga á jöklinum og hafa á köflum myndast miklir rifskaflar, sumir allt að eins metra djúpir og geta þeir verið mjög varasamir. Jafnframt er harðfenni mikið á hólum og hæðum sem gerir það að verkum að varasamt getur verið að ferðast á ónegldum vélsleðum. Ein af ástæðum þess að svæðið við eldstöðvarnar eru lokað er að vatnsskurðir og pyttir hafa myndast eftir bráðnunarvatn og eru margir undir snjó. Bráðnunargöt hafa komið fram, ís er orðinn ótraustur og gjóska til staðar sem eyðileggur farartæki. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur almenning til að huga að eigin öryggi og fara með gát.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira