Þrír mikilvægir áfangar Steinunn Stefánsdóttir skrifar 31. mars 2010 06:00 Þeim sem láta sig jafnrétti kynjanna varða þykir oft sem baráttan sækist seint. Og ekki bara seint því ýmis teikn eru um að það sem ætti að ganga áfram virðist fara aftur á bak. Dæmi um þetta er að svo virðist sem staðlaðar og gamaldags kynjaímyndir séu jafnvel sterkari nú en þær voru fyrir svo sem áratug. Klámvæðingin sem hefur orðið í vestrænu samfélagi ýtir undir þessar gömlu kynjaímyndir þar sem karlinn er gerandinn, sá sem valdið hefur, og konan fyrst og fremst andlag í höndum hans, ekki vitsmunavera með frjálsan vilja og þarfir. Það er kunnara en frá þurfi að segja að langt er í land að launajafnrétti náist og í áhrifastöðum flestum hallar mjög á hlut kvenna. Skref fram á við í átt til kynjajafnréttis er ótvírætt að hlutfall kvenna í sölum Alþingis hefur aukist til muna. Undir lok síðasta þings höfðu þó nokkrar konur tekið sæti á þingi í stað karla sem hætt höfðu þingmennsku þannig að kynjahlutfallið hafði jafnast verulega miðað við 31 prósent sem var hlutur kvenna á þingi eftir kosningarnar 2007. Eftir kosningarnar sem fram fóru fyrir 11 mánuðum er kynjahlutfall á Alþingi Íslendinga hærra en nokkru sinni fyrr þegar 43 prósent þingmanna eru konur. Ætla má að bein tengsl séu milli kynjahlutfalls í þingsölum og þeirra mikilvægu skrefa sem stigin hafa verið í átt til kynjajafnréttis í lagasetningu undanfarið ár. Fyrsta skrefið var samþykkt á breytingu á almennum hegningarlögum þar sem kaup á vændi eru gerð refsiverð. Fyrsti flutningsmaður þess frumvarps var stjórnarþingmaðurinn Atli Gíslason. Annað skrefið var samþykkt breytingatillögu minnihluta viðskiptanefndar á frumvarpi til laga um hlutafélög og einkahlutafélög sem varðaði hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja. Þriðja skrefið var svo samþykkt laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald en þar var um að ræða þingmannafrumvarp þar sem fyrsti flutningsmaður var stjórnarandstöðuþingmaðurinn Siv Friðleifsdóttir. Í frétt Fréttablaðsins af samþykkt frumvarps Sivjar lét hún þau orð falla að sér þætti sem ferskur blær kynjajafnréttis léki nú um Alþingi. Sömuleiðis sagði hún að sér fyndist lýðræðislegri áherslur einkenna starf þingsins og að þingið væri farið að taka af skarið gagnvart framkvæmdavaldinu. Sem dæmi nefndi hún að ákvæðið um kynjakvóta hefði ekki verið í upphaflegri gerð frumvarps til laga um hlutafélög og einkahlutafélög heldur bæst við í meðförum þingsins. „Þingið er að efla sig, að taka svona róttæka stefnu í jafnréttismálum," sagði Siv í samtali við blaðið. Breytingar á lögum sem lúta að jafnrétti kynjanna eru ævinlega umdeildar. Svo hefur einnig verið um þær þrjár lagabreytingar sem hér er getið. Jafnréttissinnar fagna þó flestir að löggjafinn skuli hafna þeirri birtingarmynd kynbundins ofbeldis sem vændi og nektardans eru. Sömuleiðis stuðningi löggjafans við að auka jafnræði kynja í stjórnum fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Þeim sem láta sig jafnrétti kynjanna varða þykir oft sem baráttan sækist seint. Og ekki bara seint því ýmis teikn eru um að það sem ætti að ganga áfram virðist fara aftur á bak. Dæmi um þetta er að svo virðist sem staðlaðar og gamaldags kynjaímyndir séu jafnvel sterkari nú en þær voru fyrir svo sem áratug. Klámvæðingin sem hefur orðið í vestrænu samfélagi ýtir undir þessar gömlu kynjaímyndir þar sem karlinn er gerandinn, sá sem valdið hefur, og konan fyrst og fremst andlag í höndum hans, ekki vitsmunavera með frjálsan vilja og þarfir. Það er kunnara en frá þurfi að segja að langt er í land að launajafnrétti náist og í áhrifastöðum flestum hallar mjög á hlut kvenna. Skref fram á við í átt til kynjajafnréttis er ótvírætt að hlutfall kvenna í sölum Alþingis hefur aukist til muna. Undir lok síðasta þings höfðu þó nokkrar konur tekið sæti á þingi í stað karla sem hætt höfðu þingmennsku þannig að kynjahlutfallið hafði jafnast verulega miðað við 31 prósent sem var hlutur kvenna á þingi eftir kosningarnar 2007. Eftir kosningarnar sem fram fóru fyrir 11 mánuðum er kynjahlutfall á Alþingi Íslendinga hærra en nokkru sinni fyrr þegar 43 prósent þingmanna eru konur. Ætla má að bein tengsl séu milli kynjahlutfalls í þingsölum og þeirra mikilvægu skrefa sem stigin hafa verið í átt til kynjajafnréttis í lagasetningu undanfarið ár. Fyrsta skrefið var samþykkt á breytingu á almennum hegningarlögum þar sem kaup á vændi eru gerð refsiverð. Fyrsti flutningsmaður þess frumvarps var stjórnarþingmaðurinn Atli Gíslason. Annað skrefið var samþykkt breytingatillögu minnihluta viðskiptanefndar á frumvarpi til laga um hlutafélög og einkahlutafélög sem varðaði hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja. Þriðja skrefið var svo samþykkt laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald en þar var um að ræða þingmannafrumvarp þar sem fyrsti flutningsmaður var stjórnarandstöðuþingmaðurinn Siv Friðleifsdóttir. Í frétt Fréttablaðsins af samþykkt frumvarps Sivjar lét hún þau orð falla að sér þætti sem ferskur blær kynjajafnréttis léki nú um Alþingi. Sömuleiðis sagði hún að sér fyndist lýðræðislegri áherslur einkenna starf þingsins og að þingið væri farið að taka af skarið gagnvart framkvæmdavaldinu. Sem dæmi nefndi hún að ákvæðið um kynjakvóta hefði ekki verið í upphaflegri gerð frumvarps til laga um hlutafélög og einkahlutafélög heldur bæst við í meðförum þingsins. „Þingið er að efla sig, að taka svona róttæka stefnu í jafnréttismálum," sagði Siv í samtali við blaðið. Breytingar á lögum sem lúta að jafnrétti kynjanna eru ævinlega umdeildar. Svo hefur einnig verið um þær þrjár lagabreytingar sem hér er getið. Jafnréttissinnar fagna þó flestir að löggjafinn skuli hafna þeirri birtingarmynd kynbundins ofbeldis sem vændi og nektardans eru. Sömuleiðis stuðningi löggjafans við að auka jafnræði kynja í stjórnum fyrirtækja.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun